Skessuhorn


Skessuhorn - 10.02.2016, Blaðsíða 31

Skessuhorn - 10.02.2016, Blaðsíða 31
MIÐVIKUDAGUR 10. FEBRÚAR 2016 31 Klettagörðum 15 | 525 7700 | flytjandi.is DAGLEGA Á FERÐINNI MEÐ VÖRUR UM ALLT LAND Eimskip Flytjandi veitir samræmda flutningaþjónustu um land allt og eru áfangastaðirnir 80 talsins. Eins og Skessuhorn hefur áður greint frá tryggði Snæfell sér sæti í úrslitum Powerade-bikars kvenna í körfuknattleik með sigri á Kefla- vík í undanúrslitaleiknum í lok janú- ar. Úrslitaleikurinn fer fram um helgina, laugardaginn 13. febrúar og þar mæta Snæfellskonur liði Grinda- víkur. Spilað verður í Laugardals- höllinni í Reykjavík og hefst leikur- inn klukkan 14:00. Í karlaflokki spila til úrslita KR og Þór Þorlákshöfn og hefst sá leikur klukkan 16:30. Snæfell og Grindavík hafa mæst einu sinni í deildinni það sem af er vetri. Þann leik vann Snæfell með sex stiga mun. Snæfell trónir á toppi deildarinnar en Grindvíkingar eru í þriðja sæti. Það er því ljóst að í bik- arúrslitaleiknum mætast tvö sterk lið og áhorfendur mega búast við hörkuleik. Athygli er vakin á því að stuðn- ingsfólki er boðið upp á fríar rútu- ferðir fram og til baka frá Stykk- ishólmi. Skráning liggur frammi í íþróttamiðstöðinni og eru áhuga- samir hvattir til að skrá sig sem fyrst. Hægt er að kaupa miða á báða úr- slitaleikina. Áætlað er að rútan leggi af stað klukkan tíu að morgni laugar- dags frá íþróttamiðstöðinni. kgk Snæfell leikur í úrslitum bikarsins á laugardaginn Haiden Palmer tekur sniðskot í leik Snæfells og Grindavíkur í deildinni í byrjun árs. Liðin mætast í úrslitaleik Powerade-bikarsins næstkomandi laugardag. Ljósm. sá. Skallagrímur heimsótti botn- lið Reynis frá Sandgerði í 1. deild karla í körfuknattleik á föstudaginn. Liðin fylgdust að í upphafi leiks en Skallagrímsmenn enduðu fyrsta leikhluta á góðum spretti og náðu að slíta sig frá heimaliðinu. Borg- nesingar bættu í og höfðu afgerandi 23 stiga forystu í hálfleik, 30-53. Leikmenn Skallagríms komu mjög ákveðnir til síðari hálfleiks. Ef þeir réðu ekki lögum og lofum í leiknum fyrir þriðja leikhluta þá gerðu þeir það sannarlega eftir hann. Þeir lok- uðu á allar sóknaraðgerðir heima- liðsins, sem skoraði aðeins sjö stig allan leikhlutann og útlit fyrir stór- sigur Skallagríms. Sú varð einmitt raunin. Þegar flautað var til leiks- loka höfðu Borgnesingar skorað meira en tvöfalt fleiri stig en heima- liðið. Lokatölur í Sandgerði 52-105, Skallagrími í vil. Sigtryggur Arnar Björnsson var atkvæðamestur Skallagrímsmanna með 27 stig og 13 fráköst. Næstir honum komu Kristófer Gíslason og Davíð Guðmundsson með 14 stig hvor. Þá skoraði Hamid Dicko ell- efu stig og tók sex fráköst. Næsti leikur Skallagríms fer fram föstudaginn 19. febrúar þegar liðið fær nágranna sína í ÍA í heimsókn. kgk Skallagrímur gersigraði Reyni Eftir góðan heimasigur á Grindvík- ingum, 75-69 síðastliðið miðviku- dagskvöld var komið að næsta leik Snæfells í Domino‘s deild kvenna í körfuknattleik þegar liðið mætti Val á útivelli síðastliðinn föstudag. Jafnt var á með liðunum í upphafi leiks en með góðum varnarleik náðu Snæ- fellskonur yfirhöndinni undir lok upphafsfjórðungsins. Áfram leiddi Snæfell en Valsliðið elti þar til hálf- leiksflautan gall. Þá hafði Snæfell þriggja stiga forskot, 27-24. Í síðari hálfleik herti Stykkishólmsliðið tök sín á leiknum. Vörnin þeirra hafði verið sterk allan leikinn en sóknar- leikur þeirra lifnaði heldur betur við í þriðja leikhluta. Skemmst er frá því að segja að Íslandsmeistar- arnir stungu heimaliðið af og unnu að lokum öruggan 19 stiga sigur, 46-65. Gunnhildur Gunnarsdótt- ir var stigahæst í liði Snæfells með 19 stig. Næst henni kom Haiden Palmer með 17 stig, sex fráköst og fimm stoðsendingar. Snæfell er á toppi deildarinnar með 32 stig eftir 18 leiki, jafn mörg stig og Haukar en ofar á innbyrðis viðureignum. Næst leikur Snæfell í deildinni sunnudaginn 28. febrú- ar næstkomandi þegar liðið mætir Hamri í Hveragerði. Í millitíðinni munu Snæfellskon- ur hins vegar leika gegn Grindavík í úrslitum Powerade-bikarsins. Bik- arúrslitaleikurinn fer fram í Laugar- dalshöllinni laugardaginn 13. febrú- ar næstkomandi. kgk Sterkur varnarleikur lagði grunn að góðum sigri Gunnhildur Gunnarsdóttir var atkvæðamest leikmanna Snæfells í sigurleiknum gegn Val á föstudag. Mynd úr safni. Snæfell tók á móti toppliði KR í Domino‘s deild karla í körfuknatt- leik síðasta sunnudag. Gestirnir byrjuðu af miklum krafti, réðu lög- um og lofum á vellinum og höfðu afgerandi forystu eftir fyrsta leik- hluta, 42-20. En Snæfellingar spyrntu við fótum og minnkuðu muninn jafnt og þétt í öðrum fjórð- ungi en komust ekki nær en tólf stigum þegar flautað var til hálf- leiks. Þá var staðan 48-60, KR-ing- um í vil. Snæfellingar börðust áfram í upphafi síðari hálfleiks en ko- must aldrei nær en sem nam ellefu stigum. KR-ingar reyndust einfald- lega of stór biti og hleyptu leikmön- num Snæfells aldrei nálægt sér. Þe- gar lokaflautan gall munaði 21 sti- gi á liðunum. Lokatölur í Stykkishólmi urðu 96- 117. Stefán Karel Torfason kláraði með risatvennu, 19 stig og 19 fráköst en Sherrod Wright var sti- gahæstur með 30 stig og sjö fráköst. Þá sko- raði Sigurður Þor- valdsson 20 stig og tók sömuleiðis sjö fráköst. Snæfell situr í át- tunda sæti deildarin- nar með 14 stig eftir 17 leiki. Næst heimsækir liðið Tindastól norður á Sauðárkrók fimmudag- inn 18. febrúar. kgk Toppliðið of stór biti fyrir Snæfell Sigurður Þorvaldsson og félagar hans í Snæfelli mættu ofjörlum sínum þegar topplið KR kom í heimsókn í Hólminn á sunnudag. Ljósm. sá.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.