Skessuhorn


Skessuhorn - 10.02.2016, Blaðsíða 9

Skessuhorn - 10.02.2016, Blaðsíða 9
MIÐVIKUDAGUR 10. FEBRÚAR 2016 9 Heyrðu umskiptin. Fáðu heyrnartæki til reynslu. Erum með margar gerðir og verðflokka á ReSound heyrnartækjum. Heyrnarþjónustan Heyrn • Hlíðasmára 11, 201 Kópavogur • s:534-9600 • www.heyrn.is • SK ES SU H O R N 2 01 6 Í síðustu viku snjóaði mikið um vestan- og norðanvert landið. Snjór þessi náði suður í Borgarfjörð en snjólaust var á Akranesi og víðar á því svæði. Hins vegar kyngdi nið- ur snjó á Snæfellsnesi, Dölum og á Vestfjörðum var fannfergi. Þar féllu snjóflóð sem og á Skarðsströndinni í Dölum eins og lesa má í annarri hér að ofan. Meðfylgjandi myndir tók Steinunn Matthíasdóttir frétta- ritari Skessuhorns í Búðardal. Nið- ur við höfn var t.d. kuldalegt um að litast og báturinn lá við bryggju fastur í ís. mm Vetrarríki víða um land Slæmt veður var á Vesturlandi síðari hluta fimmtudags í liðinni viku. Nokkrum vegum var lok- að vegna hvassviðris eða ófærð- ar. Að morgni föstudagsins kom í ljós að um nóttina höfðu fjögur lítil snjóflóð fallið í Heinabergs- hlíð á Skarðsströnd. Það staðfesti Sæmundur Kristjánsson hjá Vega- gerðinni í Búðardal í samtali við Skessuhorn. „Þetta voru fjögur lítil flóð sem féllu og töluvert af grjóti í einu þeirra,“ sagði hann og bætti því við að mikið hefði snjó- að sólarhringinn á undan. „Það féll óhemju mikið af þungum og blautum snjó.“ Guðmundur Gíslason bóndi í Ytri-Fagradal fór af stað á trak- torsgröfu um klukkan 6:30 að morgni föstudags þar sem bíll hafði farið út af í Nýpurhlíðinni. Kom hann á staðinn um þremur klukkustundum síðar. Þurfti hann að moka sig í gegnum fjögur lít- il snjóflóð í Heinabergshlíðinni. Áætlaði hann að þau hafi hvert um sig verið einn metri að dýpt og tíu metrar að breidd. Tölu- vert af grjóti segir hann hafa ver- ið í fyrsta flóðinu. „Ég fór af stað til að aðstoða póstinn. Hann var út af hér í Nýpurhlíðinni. Bíll- inn snerist í hálkunni á vegin- um og fór afturábak út af vegin- um,“ sagði Guðmundur í samtali við Skessuhorn. „Hann er eigin- lega á versta stað, hér er nokkuð bratt, um 20-30 metrar niður á sléttlendi og mjög grýtt.“ Bíllinn fór þó ekki alla leið niður heldur sat fastur á stórgrýti, nánast uppi á endanum, þegar Guðmundur kom á vettvang. „Bíllinn er líklega eitthvað tjónaður.“ Maðurinn reyndist óslasaður en var að sögn Guðmundar orð- ið nokkuð kalt þegar aðstoð barst. Þó bíllinn hafi setið á stórgrýti hafi verið mjög sleipt allt í kring og ekki á það treystandi að hann rynni ekki af stað aftur. „Hann vildi þess vegna ekki hafa bílinn í gangi og sat úti þegar ég kom,“ sagði Guðmundur. Hann sagði að mikið hefði snjóað þá um nótt- ina og einnig var vindátt frem- ur óhagstæð. „Það var austanátt, sem er versta áttin upp á hlíðarnar að gera. Þá safnast í þær alveg um leið og þessi blauti, þungi snjór getur farið af stað,“ sagði Guð- mundur. Björgunin gekk ekki þrautalaust fyrir sig Laust eftir klukkan 10:30 um morguninn hafði tekist að koma bíl póstsins upp á veg með aðstoð hefils Vegagerðarinnar. Um há- degisbilið var þess freistað að snúa bílnum við og koma í burtu. Mikil hálka var þá á veginum, veðrið tek- ið að versna að nýju og rann bíll- inn af stað. Bremsur bílsins virkuðu illa og skautaði hann út af vegin- um á nýjan leik. Ákváðu björgunar- menn að hverfa á brott og bíða þess að veðrið gengi niður. Færð var þá orðin afar slæm þar sem skafið hafði í allt aftur. Bílnum var komið upp á veginn aftur þegar veðrið var gengið niður. kgk Snjóflóð féll í Heinabergshlíð á Skarðsströnd SK ES SU H O R N 2 01 6 Kynningarfundur um tillögu að breytingu á deiliskipulagi Breiðarsvæðis verður haldinn þriðjudaginn 16. febrúar í Tónbergi kl. 20.00. Markmið fundarins er að kynna fyrir íbúum og hagsmuna- aðilum tillögu að breytingu á deiliskipulagi Breiðarsvæðis sem felur meðal annars í sér að sameina og stækka fiskþurrkun HB Granda við Breiðargötu. Tillagan hefur áður verið kynnt á almennum íbúafundi þann 28. maí 2015. Á fundinum verður tillagan kynnt að nýju m.t.t. þeirra breytinga sem orðið hafa á tillögunni auk umhverfisskýrslu og þeirra markmiða sem HB Grandi hefur sett varðandi umhverfismál. Að óska eftir aðildarviðræðum við ESB og leggja kosti og galla aðildar undir dóm þjóðarinnar. Að auka aaheimildir í þorski um 30 til 40 þúsund tonn og leigja þær á frjálsum arkaði. Að stöðva útutning á óunnum gámaski, en slíkt myndi skapa ölmörg störf hér á landi. Að auðlindum hafsins verði komið aftur í eigu þjóðarinnar. Að afnema verðtrygginguna við fyrsta tækifæri. Að koma með skýra aðgerðaáætlun um hvernig á að hjálpa skuldsettum heimilum. Þessar vikurnar er þeim að blæða út. Að koma með skýra aðgerðaáætlun um hvernig á að örva og ea atvinnulíð. Að atvinnuleitendum verði heimilt að stunda nám á meðan þeir eru á atvinnuleysisbótum. Að koma okkar sjónarmiðum vegna deilna við Breta vel á framfæri við alþjóðasamfélagið. Að misbjóða ekki þjóðinni með því fá Breta til að sinna hér loftrýmisvörnum á sama tíma og þeir telja okkur vera hryðjuverkamenn. Að skipt verði út stjórnendum í Seðlabankanum og Fjármálaeftirlitinu enda virðast þeir aðilar ekki njóta trausts og trúnaðar íslensku þjóðarinnar. Að stórea upplýsingaæði til almennings. Íslenska þjóðin vill vita, hvað er verið að gera - hvað er búið að gera og hvað hyggist þið gera. Að fenginn verði óháður erlendur aðili til að rannsaka hrun bankakersins og þar verði hverjum steini velt við. Að leitað verði allra leiða til að frysta eigur þeirra útrásarvíkinga sem stóðu að útrás bankanna á meðan rannsókn fer fram á hruni bankakersins. Að allir þeir aðilar sem skuldsettu íslenska alþýðu uppí rjáfur á erlendri grundu verði látnir sæta ábyrgð og einnig þeir eftirlitsaðilar sem brugðust sínu hlutverki. Stjórn Verkalýðsfélags Akraness skorar á ríkisstjórn Ísla ds Stjórn Verkalýðsfélags Akraness www.vlfa.is                Verkalýðsfélag Akraness Sunnubraut 13 | 300 Akranes | Sími 430 9900 | Fax 430 9901 | skrifstofa@vlfa.is Félagsmenn Verkalýðsfélags Akra ess athugið! S K E S S U H O R N 2 01 6 www.vlfa.is Að óska eftir aðildarviðræðum við ESB og leggja kosti og galla aðildar undir dóm þjóðarinnar. Að auka aaheimildir í þorski um 30 til 40 þúsund tonn og leigja þær á frjálsum markaði. Að stöðva útutning á óunnum gámaski, en slíkt myndi skapa ölmörg störf hér á landi. Að auðlindum hafsins verði komið aftur í eigu þjóðarinn r. Að afnema verðtrygginguna við fyrsta tækifæri. Að koma með skýra aðgerðaáætlun um hvernig á að hjálpa skuldsettum heimilum. Þessar vikurnar er þeim að blæða út. Að koma með skýra aðgerðaáætlun um hvernig á að örva og ea atvinnulíð. Að atvinnuleitendum verði eimilt að stunda nám á meðan þeir eru á atvinnuleysisbótum. Að koma okkar sjónarmiðum vegna deilna við Breta vel á framfæri við alþjóðasamfélagið. Að misbjóða ekki þjóðinni með því fá Breta til að sinna hér loftrýmisvörnum á sama tíma og þeir telja okkur vera hryðjuverkamenn. Að skipt verði út stjórnendum í Seðlabankanum og Fjármálaeftirlitinu enda virðast þeir aðilar ekki njóta trausts og trúnaðar íslensku þjóðarinnar. Að stórea upplýsingaæði til almennings. Íslenska þjóðin vill vita, hvað er verið að gera - hvað er búið að gera og hvað hyggist þið gera. Að fenginn verði óháður erlendur aðili til að rannsaka hrun bankakersins og þar verði hverjum steini velt við. Að leitað verði allra leiða til að frysta eigur þeirra útrásarvíkinga sem stóðu að útrás bankanna á meðan rannsókn fer fram á hruni bankakersins. Að allir þeir aðilar sem skuldsettu íslenska alþýðu uppí rjáfur á erlendri grundu verði látnir sæta ábyrgð og einnig þeir eftirlitsaðilar sem brugðust sínu hlutverki. Stjórn Verkalýðsfélags Akraness skorar á ríkisstjórn Íslands Stjórn Verkalýðsfélags Akraness www.vlfa.is                Verkalýðsfélag Akraness Sunnubraut 13 | 300 Akranes | Sími 430 9900 | Fax 430 9901 | skrifstofa@vlfa.is Sameiginlegur aðalfundur l ennrar deildar, Stóriðju- deildar, Opinberr r deildar, Iðnsvein deildar og Matvæladeildar verður haldinn á Gamla kaupfélaginu mi vikud ginn 24. feb úa kl. 18:00. Dagskrá: Venjuleg aðalfu darstörf1. Staða kjaramála2. Farið yfi starfsemi félagsins frá síðasta aðalf ndi3. Önnur mál4. Boðið verður upp á súpu og brauð að afloknum fundi. Félagsmenn eru eindregið hvattir til að fjölmenna! Fleiri upplýsingar á heimasíðu okkar www.vlfa.is Aðalstjórn Verkalýðsfélags Akraness

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.