Skessuhorn


Skessuhorn - 10.02.2016, Blaðsíða 25

Skessuhorn - 10.02.2016, Blaðsíða 25
MIÐVIKUDAGUR 10. FEBRÚAR 2016 25 Krossgáta Skessuhorns Hér er ný krossgáta fyrir lesendur að leysa. Þeir sem vilja geta sent Skessuhorni lausnarorð/in á netfang- ið: krossgata@skessuhorn.is fyrir klukkan 15 á mánu- dögum. Athugið að fullt nafn og heimilisfang þarf að fylgja með lausninni. Þeir sem ekki hafa aðgang að tölvupósti sendi lausnir á Kirkjubraut 56, 300 Akra- nesi (athugið að póstleggja þarf lausnir í síðasta lagi á föstudegi). Dregið verður úr réttum innsendum lausnum og fær vinningshafinn bókargjöf frá Skessu- horni. 57 lausnir bárust við krossgátu í blaðinu í síðustu viku. Lausnin var: „Orðaleikur.“ Vinningshafi er: El- ínborg Þorsteinsdóttir, Hlíðarvegi 3, 350 Grundar- firði. mm Op Stúlka Vísa Storm- ur Skap Ógæt- inn Fiskur Hroki Læti Agi Umbun Flón Slanga Umsvif Hjól Ylja Ögn Flan Samhlj. Smánar Óregla Iktir Niðjar Skýli Korn Núna Nóra Þáttur 5 Mettur Skáþak Skæði Örk 3 7 Ikt Samþ. 1000 Snasa Ílát Barn Ekra Riða Ung- börn Voði Brynna Titill Ekki Mar 6 Korn Basla Bygging Fag Óæfðir Laugin Knatt- tré 2 Vissa Alfara- leið Þrátt fyrir Espaði Kæpan Hvíld Egndi Þegar 9 Átt Örn Rölt Gruna Ævi Samtök Tvíhlj. Veiddi Ánægju- hljóð Ker Leðja Kvakar Pokar Hlaupa Nögl Sýl Hryðja Tók Skjól Tál Auður Elska 8 Kraftur Krydd Tölur Hvíldi 1 Trjáteg. Neytti Upphr. 4 Áhald Berg- mál Ras Á fæti Mæða Ögn Öslaði Röst 500 Siga hundi Bardagi Tölur 1 2 3 4 5 6 7 8 9 Tinna Rós Hall- dórsdóttir 8 ára og Telma Rut Birgis- dóttir 8 ára héldu nýverið tombólu í Krónunni á Akra- nesi og söfnuðu 3.641 kr. Peningina færður þær Rauða krossinum sem vill þakka þeim kærlega fyrir þeirra framlag. -fréttatilkynning Héldu tombólu fyrir RKÍ Akraneskirkja var þétt setin fólki síðdegis á sunnudaginn þegar boð- ið var upp á óhefðbundna messu. Þetta var í níunda skiptið sem þeir félagar sr. Eðvarð Ingólfs- son, Ragnar Bjarnason söngvari og Þorgeir Ástvaldsson píanóleik- ari buðu upp á rokkmessu. Eðvarð kynnti lögin sem Raggi söng, sagði vel valda brandara og gantaðist við Ragga, en presturinn skráði ein- mitt ævisögu dægurlagasöngvarans góðkunna fyrir kvartöld síðan. Þor- geir spilaði svo listavel undir í lög- unum. Fermingarbörn voru hvött til að mæta og voru þau stór hluti kirkjugesta. Undir lokin kallaði Raggi nokkur þeirra sér til aðstoðar í söngnum og brugðust þau vel við. Rokkmessan tókst með ágætum og fóru allir glaðir heim. mm Fjölmenni í rokkmessu á Akranesi Flottur jakki í flutningi Ragga Bjarna og nokkurra væntanlegra fermingarbarna. Þorgeir, Eðvarð og Ragnar. Síðastliðinn laugardag var í Reyk- holti stofnað kvæðamannafélag- ið Snorri á Vesturlandi. Gengu 23 í félagið á stofnfundi. Félagar úr kvæðamannafélaginu Árgala á Sel- fossi komu og lögðu sitt af mörk- um til stofnunarinnar. Hófst fund- urinn í kirkjunni þar sem séra Geir Waage sagði frá Reykholts- stað en að því loknu talaði Bjarni Guðráðsson og sagði frá kirkjunni og byggingu hennar. Æfðar voru þrjár stemmur við lagboða eftir Jónas Jónasson frá Torfmýri, Gísla Ólafsson og Sigurð Breiðfjörð. Sigurður Guðjónsson frá Árgölum ávarpaði samkomuna og las kvæði eftir Björn Björnsson frá Hvamms- tanga. Síðan var gengið til Snorra- stofu og tekið til við hinn formlega stofnfund. Bjarni Guðráðsson var skipaður fundarritari en Hjörtur Þórarinsson fundarstjóri. Var minnst þeirra Jakobs á Varma- læk og Sveinbjarnar Beinteinssonar og kveðnar örfáar vísur eftir hvorn þeirra. Einnig kváðu þau Þórður Brynjarsson og Kolfinna Sjöfn Óm- arsdóttir sem fulltrúar ungu kyn- slóðarinnar. Kosningar fóru svo þannig undir röggsamlegri stjórn fundarstjóra að Anna Lísa Hilmars- dóttir var kjörin formaður, Margrét Eggertsdóttir gjaldkeri og Helgi Björnsson ritari. Þórður Brynjars- son var kjörinn stemmuhirðir og Þórdís Sigurbjörnsdóttir vísnahir- ðir. Í varastjórn eru Brandur Fróði Einarsson, Óskar Halldórsson og Guðmundur B. Gíslason. Að lokum tók Þórdís Sigur- björnsdóttir til máls um ,,fundar- stjórn forseta“ eins og nú er í tísku og sagði: Sá hefur góðar gætur gegnlýsir aðstæður. Svo félagið komist á fætur forðast skal umræður. dd/ Ljósm. DE Hjörtur Þórarinsson fundarstjóri, Bjarni Guðráðsson fundarritari og Sig- urður Sigurðarson formaður Árgala á Selfossi. Kvæðamannafélagið Snorri formlega stofnað Hluti fyrstu stjórnar og varastjórnar Kvæðamannafélagsins Snorra. F.v. Anna Lísa, Helgi, Brandur Fróði, Guðmundur og Óskar.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.