Skessuhorn


Skessuhorn - 10.02.2016, Blaðsíða 17

Skessuhorn - 10.02.2016, Blaðsíða 17
MIÐVIKUDAGUR 10. FEBRÚAR 2016 17 síður vona ég að þessi hugmynda- fræði fái ríkari sess í grunnskólastarf- inu.“ Of fáir karlar Hlöðver vekur máls á og lýs- ir áhyggjum sínum yfir því hve fáir karlar starfi almennt innan veggja grunnskólanna. „Við erum allt of fáir og höfum verið það í nokkuð lengi. Þetta er reyndar ekki eins slæmt og á leikskólunum en engu að síður eru allt of fáir karlar í grunnskólunum, bæði sem stjórnendur og almennir kennarar,“ segir hann. „Fjölbreytni er alveg rosalega æskileg og það er mikilvægt að krakkarnir geti átt alls konar fyrirmyndir. Sérstaklega í yngri bekkjunum, þar sem umsjón- arkennarar eru oftar en ekki nánast í guðatölu. Eins er mikilvægt að þeir karlar sem starfa sem kennarar séu ekki bara einhverjar „ögunartýpur“ sem mæti í bekkina og eigi að halda uppi aga. Það er bara mjög gott ef kennaraliðið er sem fjölbreyttast,“ bætir hann við. Grunnskólar eiga að vera svampar á þekkingu Hlöðver er einhleypur og barnlaus, segist ekki vera kominn það langt í lífinu að eignast fjölskyldu. Hann kveðst hafa gaman af því að ferðast, spila tölvuleiki og horfa á fótbolta en einnig séu fræðin fyrirferðamikill hluti af hans áhugamálum. „Ég fékk áhuga á stjórnmálum eftir mennta- skólann en sá áhugi hefur síðan að töluverðu leyti snúist inn á mennta- sviðið og hef ég ákveðna heimssýn og skoðanir í þeim efnum. Grunn- skólar eiga að mínum dómi að vera svampar á þekkingu og það getur verið ágætis mælistika á góðan skóla að skoða hve opinn hann er að prófa nýjungar og hlusta á sjónarmið starfsfólks, foreldra og nemenda,“ segir Hlöðver. „Sérstaklega finnst mér að grunnskólar ættu að taka meira tillit til sjónarmiða nemenda. Nemendur eiga að fá að taka ríkari þátt í að skapa sína vegferð. Það á líka við um foreldra. Það er inni á minni grunnsýn að horfa á alla sem skólastarfið snertir sem jafningja. Við þurfum að geta rætt saman sem jafningjar því hver og einn fer sína leið að markmiðum sínum,“ segir Hlöðver. Hann kveðst þó alls ekki ætla að umturna skólalífinu í Auðarskóla í einni svipan, langt því frá. „Maður mætir ekki nýr inn og ætlar sér að breyta öllu. Þar hefur verið unnið mjög flott starf á und- anförnum árum og ég er tilbúinn að aðlagast því og taka þátt í því áfram. Auðvitað fylgir nýju fólki alltaf ný sýn en allar breytingar verður að framkvæma sátt og af virðingu við það sem fyrir er,“ segir Hlöðver. Eins og áður segir tekur hann við nýju starfi í haust en hyggst þó flytja vestur nokkru áður en næsta skóla- ár hefst. „Ég verð mættur á stað- inn í sumar og eitthvað byrjaður að koma mér inn í hlutina áður en skól- inn hefst. Kynnast nýju umhverfi og nýju fólki,“ segir Hlöðver og brosir. kgk Veit á vandaða lausn Verið velkomin í verslun okkar að Síðumúla 16 Opið mán - fös 8.30 - 17.00 Síðumúli 16 • 108 Reykjavík • Sími 580 3900 • www.fastus.is MEÐ ALLT Á HREINU NÝ LÍNA FRÁ ELECTROLUX Eins og Skessuhorn greindi frá í síð- ustu viku hefur Hlöðver Ingi Gunn- arsson verið ráðinn skólastjóri Auð- arskóla í Búðardal. Mun hann taka við þeirri stöðu við upphaf næsta skólaárs. Undanfarinn vetur hefur hann starfað sem skólastjóri Grunn- skóla Borgarfjarðar í fjarveru Ingi- bjargar Ingu Guðmundsdóttur, sem er í árs leyfi. Þar áður var hann deild- arstjóri GBF á Varmalandi frá árinu 2012. Hlöðver lærði heimspeki, hag- fræði og stjórnmálafræði (HHS) við Háskólann á Bifröst og lauk meist- araprófi í evrópufræðum við sama skóla. Þegar hann var að klára meist- araritgerðina segist hann hafa tek- ið kennsluréttindin í Háskólanum í Reykjavík, Ég gekk alltaf með kenn- arann í maganum,“ segir Hlöðver; „var aðstoðarkennari á Bifröst einn vetur og hafði mjög gaman af. Úr var að ég réði mig til Þórshafnar á Langanesi og var þar umsjónarkenn- ari í tvö ár áður en ég kom hingað á Varmaland,“ bætir hann við. Aðspurður hvernig það kom til að hann sótti um sem skólastjóri Auð- arskóla segir hann að það hafi að mörgu leyti verið eðlilegt skref að stíga. „Staðan hér sem skólastjóri GBF er náttúrulega bara í afleysing- um til eins árs og kannski má líta á hana sem undirbúning til að taka við svona verkefni. Mig var að minnsta kosti farið að klæja í fingurna að gera það,“ segir hann og kveðst spennt- ur að taka við skólastjórastöðunni í Búðardal. Þar hafi gott starf ver- ið unnið á síðustu árum. „Þar hef- ur ríkt mikill metnaður á undanförn- um árum og skólinn er að mörgu leyti mjög framarlega. Skólinn hefur gert vel í að innleiða teymiskennslu í grunnskólann og er langt kominn með að innleiða nýja aðalnámskrá. Það gefur mörg tækifæri til vinna að einstaklingsmiðuðu námi,“ segir hann og kveðst um margt hafa litið til Auðarskóla á liðnum árum. Það- an hafi hann til dæmis fengið að láni hugmyndir að teymiskennslu og ver- ið að innleiða í GBF. „Svo er þetta sveitaskóli og samfélagskúltúr sem ég vil gjarnan taka þátt í, komandi úr sveit sjálfur,“ segir Hlöðver, en hann er uppalinn í Kjós og gekk í Ásgarðs- skóla upp í 7. bekk, áður en hann fór í Klébergsskóla á Kjalarnesi. Hann er hefur því kynnst minni grunnskólum sem kennari, nemandi og stjórnandi. Einstaklingsmiðaðir kennsluhættir eru framtíðin Hann telur sig búa vel að reynslunni frá Varmalandi en tekur þó fram að hann hafi ekki starfað áður við sam- rekinn grunn-, leik- og tónlistar- skóla. „Það verður áskorun að hafa leikskólastarfið einnig á sinni könnu en ég hef fulla trú á að ég verði fljót- ur að læra á það,“ segir hann og fer fögrum orðum um leikskólastarf- ið í landinu á undanförnum misser- um. „Leikskólarnir hafa að mínum dómi verið miklu framsæknari en við í grunnskólunum á síðustu árum. Þar hafa verið gerðar margar tilraun- ir með breytingar á kennsluháttum,“ segir hann og grunnskólarnir mættu líta í auknum mæli til þess starfs sem þar hefur verið unnið. Sér í lagi nefnir hann hugmynda- fræði leiðtogaverkefnisins „The lea- der in me“ sem áhugavert þróunar- verkefni sem nokkrir leikskólar og Grunnskóli Borgarfjarðar hafa ver- ið að innleiða í Borgarbyggð. „Ég er mjög inni á hugmyndafræði leið- togaverkefnisins. Var ásamt Krist- ínu Gísladóttur í Ugluketti og Stein- unni Baldursdóttur í Klettaborg hluti af hópnum sem fór til Sví- þjóðar á sínum tíma, kynntum okk- ur þessa hugmyndafræði og komum með til Borgarbyggðar. Við erum að sækja okkur réttindi til að kenna þetta innan sveitarfélagsins, í gegn- um endurmenntunarnámskeið,“ seg- ir hann. „Draumurinn var að þessi hugmyndafræði yrði tekin upp í öll- um stofnunum sveitarfélagsins, allt frá leikskólunum til ráðhússins, en það verður kannski ekki alveg strax.“ Engu að síður telur hann gríðarlega mikilvægan hluta af menntun barna að leggja áherslu á hæfileika hvers og eins. „Vonandi förum við í grunn- skólunum að hverfa frá því að meta nemendur eftir einhverjum einum skala og förum í átt að einstaklings- miðaðra námi. Hjálpum krökkum að verða sterkir einstaklingar og hlúum að styrkleikum hvers og eins. Þannig búum við til karaktera fyrir 21. öld- ina,“ segir hann. „En auðvitað verð- ur þetta aldrei á annan veg eða hinn. Við hverfum aldrei alveg frá hefð- bundnum kennsluháttum. Engu að „Nemendur eiga að fá að taka ríkari þátt í að skapa sína vegferð“ segir Hlöðver Ingi Gunnarsson, nýráðinn skólastjóri Auðarskóla Hlöðver Ingi Gunnarsson. Frímínútur voru á Varmalandi þegar blaðamann bar að garði. Drengir úr unglingadeildinni nýttu tækifærið og gripu í spil.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.