Skessuhorn


Skessuhorn - 10.02.2016, Blaðsíða 12

Skessuhorn - 10.02.2016, Blaðsíða 12
MIÐVIKUDAGUR 10. FEBRÚAR 201612 Íbúar í uppsveitum Borgarfjarð- ar boðuðu til opins íbúafundar í Logalandi síðastliðið miðviku- dagskvöld. Til umræðu voru m.a. húsnæðismál leikskólans Hnoðra- bóls, framtíðarsýn sveitarfélagsins og íbúalýðræði. Til fundarins var boðið að mæta forsvarsmönnum sveitarfélagsins sem flestir mættu. Bára Sif Sigurjónsdóttir hafði fram- sögu fyrir hönd fundarboðenda. Talaði hún sem foreldri en jafn- framt áheyrnarfulltrúi í fræðslu- nefnd Borgarbyggðar. Sagði hún frá stöðunni eins og hún er varð- andi leikskólann Hnoðraból. Þar er nú 21 barn í vistun en húsnæð- ið er engan veginn nógu stórt og hentugt fyrir starfsemina. Skólinn er því yfirsetinn auk þess sem von er á þremur börnum til viðbótar í skólann. Bára Sif hrósaði starfs- fólki leikskólans fyrir hvernig það hafi tekist á við þær aðstæður og léti hlutina ganga upp. Skrifstofa hefði meðal annars verið færð í gámaeiningu út á hlað. Búið er að ákveða að færa starf- semi leikskólans Hnoðrabóls að Kleppjárnsreykjum en nú sé rætt um hvaða leiðir eigi að fara í hús- næðismálum þar. Sagði Bára Sif það mikilvægt að leikskólinn myndi eflast við þann flutning en ekki tapa t.d. plássi. Þá lagði hún áherslu á að íbúar og foreldr- ar fengju tækifæri til þess að eiga gott samtal við kjörna fulltrúa um framtíð leikskólans, þeir væru jú stærstu hagsmunaaðilarnir í mál- inu auk barnanna sjálfra. Nú væru einkum tvær tillögur inni á borði fræðslunefndar. Önnur væri sú að koma leikskólanum fyrir í parhúsi á staðnum en hins vegar hefur ver- ið skoðað að færa starfsemi leik- skólans inn í núverandi húsnæði grunnskólans á Kleppjárnsreykj- um. Bára Sif furðaði sig á því að ekki væri talað við skólastjórnend- ur skólans um það hvað best væri að gera í stöðunni og einnig kvaðst hún undrandi að ekki lægi fyrir ná- kvæm kostnaðaráætlun fyrir heild- arbreytingar og hvað þær feli í sér. Fólk hefði áhyggjur að jafnvel yrði þrengt að lögbundinni starfsemi grunnskólans. Fyrir lægi hins veg- ar að farið verði með leikskólann úr gömlu húsnæði í gamalt húsnæði og hvatti hún því fulltrúa í sveit- arstjórn til að reikna allt sem kem- ur að þessari breytingu sem best. Hún væri ekki að andmæla færslu leikskólans inn í grunnskólann, en vildi að vel yrði að því staðið. Taldi hægt að koma leikskólanum fyrir í skólahúsinu Guðveig Anna Eyglóardótt- ir formaður fræðslunefndar tók næst til máls. Sagði hún frá fundi fræðslunefndar 26. janúar sl. þar sem fjallað var um fjölgun leik- skólabarna og ástand húsnæðis á Hnoðrabóli. Sagði hún frá því að nefnt hafi verið falið að gera út- tekt og setja fram tillögur að lausn á húsnæðismálum leikskólans. Skoðað hefði verið að að breyta og bæta núverandi húsnæði á Gríms- stöðum eða færa starfsemina. Nið- urstaðan hefði verið sú að núver- andi húsnæði á Hnoðrabóli væri of lítið og þyrfti miklar breyting- ar. Því hafi verið ákveðið að skoða einkum þrjá valkosti sem allir mið- uðu að flutningi skólans að Klepp- járnsreykjum. Sagði hún frá að lauslegt kostnaðarmat við breyt- ingar á parhúsi á Kleppjárnreykj- um til að rúma leikskóla hljóðaði upp á 125 milljónir, en 138 millj- ónir væri áætlaður kostnaður við að breyta húsi grunnskólans þann- ig að það rúmaði einnig leikskóla- starf Hnoðrabóls. Þessar tölur væru umtalsvert hærri en gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun og sagði Guðveig að hanna mætti leikskóla inni í grunnskólabyggingunni fyr- ir lægri fjárhæð sem næði þá nán- ast inn á fjárhagsáætlun fyrir þetta ár. Guðveig ítrekaði í erindi sínu að það væri ekki fræðslunefnd- ar að taka fjárhagslegar ákvarð- anir, slíkt væri ákveðið á vettvangi sveitarstjórnar. Guðveig gat þess að breyting sem gerð hafi verið á skólahúsnæði á Varmalandi í haust hafi lukkast vel, en þar var starf- semin sem fram hafði farið í gamla Húsmæðraskólahúsinu flutt undir eitt þak í grunnskólanum. Margar raddir komu fram Í kjölfar framsöguerinda voru margir sem kváðu sér hljóðs. Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir kvaðst óttast að flutningur leikskólastarf- seminnar inn í hús grunnskólans myndi rýra þá möguleika að hægt væri að bjóða upp á lögbundnar námsgreinar, svo sem í handmennt. Ólafur Flosason nefndi að þrengja myndi að kennsluhúsnæði fyrir tónlistarkennslu og Geir Waage spurði hvort haft hafi verið samráð við stjórnendur grunnskólans um fyrirhugaðan flutning leikskóla í húsnæðið. Þóra Magnúsdóttir kennari benti á að flutningur leik- skólans í parhússíbúðir á Kleppj- ársreykjum gengi ekki á þessu ári þar sem báðar íbúðirnar væru í út- leigu til vors 2017. Sigurður Guð- mundsson íbúi á Hvanneyri spurði sveitarstjórnarfulltrúa hvort ekki stæði til að leggja drög að framtíð- arsýn sveitarfélagsins til að hægt væri að kortleggja þörf fyrir skóla- húsnæði í héraðinu. Í sama streng tók Bryndís Geirsdóttir sem spurði hvort gert væri ráð fyrir mögulegri fólksfjölgun í sveitarfélaginu sam- hliða aukinni ferðaþjónustu, en fjöldi ferðaþjónustufyrirtækja væri í uppbyggingu. Þórhildur Jóhanns- dóttir íbúi í Skorradalshreppi tal- aði um að hún hefði oft lýst því yfir að vilja vera hluti af Borgar- byggð þegar fræðslumál væru ann- ars vegar. Það skipti miklu máli að geta mótað framtíðarsýn sveitar- félaganna í Borgarfirði. Talaði hún um að ráðist væri á grunnþjónustu í þessum aðgerðum sveitarstjórn- ar þegar kemur að skólamálum. Lýsti hún í kjölfarið eftir allsherjar stefnu sveitarfélagsins til að hægt væri að stefna til framtíðar enda slæmt að skerða grunnþjónustu án þess að skoða málin betur en gert hafi verið. Endanlegar teikningar liggja ekki fyrir Í svörum við þessum fyrirspurn- um benti Guðveig Eyglóardóttir á að þær teikningar sem liggja fyr- ir núna að breytingum á húsakosti á Kleppjárnsreykjum væru ekkert heilagt plagg. Það væri ekki búið að taka ákvörðun í málinu. Ef ákveðið verður að fara inn í skólann þá er þar hönnunarvinna sem verður að fara af stað í kjölfarið. Tónlistar- skólarnir gleymist oft þegar talað er um skóla líkt og kennsla verk- greina. Það skipti máli að þessar greinar fengju viðunandi aðstöðu til þess að hægt væri að sinna þeim vel. Þar sem ekki er búið að taka ákvörðun eru ekki komnar fram endanlegar teikningar. Í sambandi við heildstæða stefnu í skólamál- um sagði Guðveig að það hafi ver- ið ákvörðun sveitarstjórnar að líta til Kleppjárnsreykja sem lykil- skólaaðstöðu. Sagði hún flutning Hnoðrabóls vera leið til að takast á við fjölgun í leik- og grunnskól- um. Lítið íbúalýðræði Álfheiður Sverrisdóttir stjórnar- maður í Íbúasamtökum Hvanneyr- ar og nágrennis ávarpaði fundinn. Sagði hún frá skýrslu sem Íbúa- samtökin tóku nýverið saman þar sem rakin eru rökin fyrir áfram- haldandi grunnskóla á Hvanneyri. Rakti hún gang mála í tengslum við breytingar á skólahaldi á Hvann- eyri og var ekki par sátt með hlut sveitarstjórnar í því máli. Sagði frá ágöllum um það sem sett var fram af hendi sveitastjórnar, um ástæður fyrir lokun Hvanneyrardeildar og sagði að íbúasamtökin væru ósátt við að ekki var tekið mark á mót- mælum sem skilað var inn til sveit- arfélagsins. Íbúalýðræði væri lít- ið í sveitarfélaginu. Sagði hún að sér og öðrum í stjórn Íbúasamtak- anna virtist sem sá sparnaður sem sveitarstjórn stefndi að með lok- un grunnskólans á Hvanneyri yrði sáralítill sem enginn þegar upp væri staðið. Þvert á móti væri nú þegar farið að bera á fólksflótta af staðnum með tilheyrandi tekjutapi fyrir sveitarsjóð. „Allir vildu get- að núllstillt umræðuna um lokun skólans á Hvanneyri, því þannig er hægt að fara í raunhæfa umræðu,“ sagði Álfheiður. Vill byggja við grunnskólahúsið Unnar Bjartmarsson er húsasmið- ur og starfandi húsvörður á Klepp- járnsreykjum. Hann kvaðst velta því fyrir sér af hverju ekki væri tal- að um þann möguleika að byggja við grunnskólahúsið á Kleppjárns- reykjum. Taldi hann að það væri hægt með litlu raski og á hag- kvæman hátt að koma leikskóla- húsi fyrir í viðbyggingu og nýta kosti þess að samnýta mötuneyti og fleiri þætti í húsinu án þess að skerða það sem grunnskóla. „Það mætti kaupa einingar frá Loft- orku og gera þetta á skynsamleg- an hátt á stað þar sem fljótlega þarf að fara í viðhald á húsinu hvort eð er.“ Hvatti hann til að leið fjög- ur, eins og hann kallaði það, yrði skoðuð. Guðjón Guðmundsson og séra Geir Waage tóku báðir undir þessa hugmynd Unnars. Framtíðarsýn rauður þráður í umræðunni Margir fundarmenn voru á því að sveitarstjórn skorti framtíðarsýn í skólamálum. Meðal annars sagði séra Geir Waage: „Heildar stefnu- mótum hefur ekki farið fram. Það er ekkert gert með hugmyndir sem fólk varpar fram. Það liggur ekki fyrir heildaráætlun um skólamál til framtíðar. Það verður að klára þessa stefnumótum áður en fólk fer að vinna eftir stefnumótun sem ekki er tilbúin. Óafturkræft er að hlaupa til og framkvæma án ákvarðana um þau markmið sem stefnt er að,“ sagði Geir. Fimmtíu heilsársstörf Kristrún Snorradóttir á Lax- eyri benti á að gert væri ráð fyr- ir að hundrað störf yrðu við ferða- þjónustu á Húsafelli og Langjökli næsta sumar. Þar er lagt upp með að skapast muni a.m.k. 50 heils- ársstörf á næstunni. Auk þess væri uppbygging í ferðaþjónustu á Kirkjubóli, við Deildartunghver, í Reykholti, Brúarási og víðar í upp- sveitunum. „Er það ekki grund- völlur fyrir því að við vöndum okk- ur við framkvæmdir í tengslum við skólamál,“ spurði Kristrún. „Auð- vitað vonumst við eftir að eitthvað af þessu fólki setjist hér að og þá þurfum við að sjálfsögðu stærri skóla því börnunum mun fjölga.“ Hvar verðum við eftir tíu ár? Halldóra Lóa Þorvaldsdóttir setti í erindi sem hún flutti spurning- armerki við það ferli sem ítrekað virðist vera farið af hálfu sveitar- stjórnar. Sjálf er hún fulltrúi VG í fræðslunefnd. Hvatti hún sveitar- stjórn til að hlusta á raddir fólks- ins. Ef það væri ekki gert væri hún að rýra eigið traust. „Fólkið í upp- sveitunum vill ná til eyrna kjörinna fulltrúa áður en ákvarðanir eru teknar. Hlustið á fólkið. Hlustið á fagfólkið,“ sagði Halldóra Lóa. Óskaði hún eftir að að hreinskilni ríkti í umfjöllun um hvernig ætti að fjármagna framkvæmdir. Hall- dóra Lóa talaði einnig um upp- byggingu þá sem á sér stað í upp- sveitunum hjá hinum ýmsu fyrir- tækjum. „Viljið þið hafa rútuflutn- inga á starfsfólki eða viljið þið fá fólkið til að búa í sveitarfélaginu,“ spurði hún. Líkt og margir aðrir fundarmenn kallaði Halldóra Lóa eftir framtíðarsýn sveitarstjórn- ar um skólamál í héraðinu. „Hafa aðrir aðilar að skólamálum feng- ið að eiga þessar samræður, t.d. Borgnesingar? Hvar ætlum við að vera eftir tíu ár,“ var meðal þeirra spurninga sem hún varpaði fram til sveitarstjórnar. Faglega staðið að málum Lilja Björg Ágústsdóttir (D) er varaformaður fræðslunefndar. Sagði hún að sér virtist sem fund- Skýr krafa um framtíðarsýn í skólamálum héraðsins Frásögn af íbúafundi þar sem rætt var m.a. um flutning leikskóla og íbúalýðræði Svipmynd frá fundinum sem fram fór í Logalandi miðvikudaginn 3. febrúar.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.