Skessuhorn


Skessuhorn - 10.02.2016, Blaðsíða 26

Skessuhorn - 10.02.2016, Blaðsíða 26
MIÐVIKUDAGUR 10. FEBRÚAR 201626 Háskólinn á Bifröst hefur nú feng- ið gæði skólans staðfest af hálfu Gæðaráðs íslenskra háskóla. Traust er borið til gæða prófgráða í bráð og lengd og námsumhverfis nem- enda skólans. Með þessari niður- stöðu lýkur úttekt Gæðaráðs á Há- skólanum á Bifröst sem hófst með skýrslu frá skólanum og heimsókn úttektarnefndar Gæðaráðs í mars á síðastliðnu ári. Í úttektarnefndinni sátu fjórir erlendir sérfræðingar og einn nemendafulltrúi. „Í september síðastliðnum sendi Gæðaráðið frá sér skýrslu um gæði Háskólans á Bifröst og lýsti þar trausti á námsumhverfi nemenda og á gæðum prófgráða til lengri tíma litið. Bent var á fimm atriði sem bæta þótti og lúta að stöðu skólans til að tryggja prófgráða í bráð. Háskólinn á Bifröst hefur tekið á öllum þeim atriðum. Söfn- un tölulegra gagna og úrvinnsla þeirra til að nýta við stjórnun og stefnumótun hefur verið stóraukin, skýr stefna til næstu ára hefur ver- ið sett fram, úttekt á stjórnskipu- lagi og hlutverkaskiptingu í skólan- um var hleypt af stokkunum, nýj- ar reglur hafa verið settar um fast- ráðningu akademískra starfsmanna og fjárhagsleg staða skólans verið bætt,“ segir í tilkynningu frá Há- skólanum á Bifröst. Vilhjálmur Egilsson rektor seg- ir að úttektarferli Gæðaráðs hef- ur reynst bæði gagnlegt og lær- dómsríkt fyrir Háskólann á Bif- röst og styrkt stöðu hans. „Skólinn leggur mikinn metnað í að tryggja gæði náms og prófgráða og all- ar þær breytingar sem orðið hafa á starfsháttum skólans í ferlinu munu styrkja hann enn frekar,“ segir Vil- hjálmur. Í Gæðaráði íslenskra há- skóla sitja fimm erlendir sérfræð- ingar skipaðir af mennta- og menn- ingarmálaráðherra á grundvelli laga um háskóla. mm Staðfesta gæði háskólanáms á Bifröst Á föstudagskvöldið síðasta frum- sýndi leikfélagið Sv1 í Menntaskóla Borgarfjarðar leikrit Ólafs Gunnars Guðlaugssonar um Benedikt bú- álf. Félagið hefur frá upphafi verið mjög virkt, líklega er þetta áttunda verkið sem það setur á svið, leikrit sem gerist í tveimur víddum, ann- ars vegar í mannheimum og hins vegar meðal álfa. Víddirnar skarast og verkið kallast á við gömlu þjóð- trúna um álfa og huldufólk þar sem aðstoð manna gat oft skipt sköpum þegar vandi steðjaði að í álfheim- um. Hér takast góðu öflin á við hin illu eins og í ekta ævintýrum. Það sem vekur athygli við upp- færslu Sv1 er hversu vel er að öllu staðið. Hér hefur mannskapur- inn svo sannarlega unnið heima- vinnuna sína. Leikmyndin er hlý- leg og falleg, hana smíðuðu þau sjálf og aðal hráefnið var hænsnanet og dagblöð. Leikskrá er vönduð. Leik- gervi og búningahönnun prýða sýn- inguna og tæknina nýtir hópurinn sér vel til að ná fram breytingum á sviði. Við þetta bætist léttleiki leik- ritsins og tónlist Þorvaldar Bjarna Þorvaldssonar sem gefur því fegurð. Sviðssetningin er skemmtileg, svið- ið vel nýtt og hópurinn fagmann- legur undir leikstjórn Stefáns Bene- dikts Vilhelmssonar. Leikfélagið Sv1 hefur greini- lega metnað og það er það sem til þarf. Hér má ekki gleyma að minn- ast á hina mikilvægu hliðarlínu. Það eru margir sem koma að uppsetn- ingu leikverka og þeir standa ekki allir á sviðinu. Hvað frammistöðu einstaka leikara varðar er erfitt um vik að nefna nöfn, en áberandi var hversu vel var valið í hlutverkin og hversu sterkan svip einstaklingarn- ir náðu að setja á persónur sínar og gera þær skemmtilegar. Túlkunin var sterk og texti var skýrt fram bor- inn svo allir heyrðu. Gervi var sann- færandi og marglitt og hæfði verk- inu vel. Í salnum var hugað sérstak- lega að heiðurgestum sýningarinnar, þ.e. börnunum, sem fengu að liggja á dýnum og púðum fyrir framan sætaraðirnar þar sem þau sáu vel allt sem fram fór. Í lokin var krökkum leyft að nálgast leikarana og láta taka myndir af sér með þeim. Svona eiga leikuppfærslur að vera, settar fram af andagift og áhuga. Ef maður leggur sig fram verður árangurinn góður, svoleiðis er það í ævintýrunum og þannig eru töfrar lífsins. Þess vegna er hann Benedikt búálfur Mennta- skóla Borgarfjarðar til sóma. Guðrún Jónsdóttir. Benedikt búálfur er býsna skemmtilegur Í leikskólanum Teigaseli var á föstudaginn haldinn Ömmu- og afadagur í tilefni af Degi leikskólans sem er 6. febrúar. Börnin buðu ömmum sínum og öfum upp á kaffi og döðlubrauð auk þess sem þau skoðuðu saman leikskólann og léku sér saman. Meðfylgjandi myndir eru þaðan. mm Héldu ömmu- og afadag á Teigaseli

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.