Skessuhorn


Skessuhorn - 10.02.2016, Blaðsíða 19

Skessuhorn - 10.02.2016, Blaðsíða 19
MIÐVIKUDAGUR 10. FEBRÚAR 2016 19 Jákvæðni, metnaður og víðsýniwww.akranes.is SK ES SU H O R N 2 01 6 Auglýsing um breytingu á deiliskipulagi á Akranesi Bæjarstjórn Akraness samþykkti 26. janúar s.l. að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi Breiðarsvæðis samkvæmt 1. mgr. 41.gr. sbr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagssvæðið markast af Breiðargötu til vesturs, Bárugötu í norður, ströndinni að austan og lóðarmörkum Breiðargötu 4 að sunnan og tekur til lóða nr. 2, 8, 8A og 8B við Breiðargötu, sjá nánar á skipulagsuppdrætti. Deiliskipulagstillagan felur í sér að lóðarmörkum lóða á svæðinu er breytt þannig að úr framangreindum lóðum verði tvær lóðir, Breiðargata 8 og 8B. Ytri mörkum og stærð lóðanna er líka breytt. Innan þessara lóða hyggst lóðarhafi, HB Grandi hf., byggja upp og starfrækja alla fiskþurrkun sína á Akranesi. Gerir tillagan ráð fyrir að heimilt verði að byggja ný hús á lóðinni fyrir þá starfsemi í tveimur áföngum. Vegna fyrirhugaðrar starfsemi fylgir tillögunni umhverfis- skýrsla sem er hluti deiliskipulagstillögunnar þar sem gerð er grein fyrir áhrifum starfseminnar, aðgerðum til að lágmarka neikvæð grenndaráhrif og hvernig áhrifin verði mæld. Tillagan gerir jafnframt ráð fyrir að gerð verði um 0,4ha. landfylling og sjóvarnargarður til að verja hús og lóðir fyrir ágangi sjávar. Hámarksbyggingarmagn á lóðinni að Breiðargötu 8B, þar sem gert er ráð fyrir nýbyggingum, verður 6.868fm. Hámarkshæð bygginga má vera 13m miðað við hæð gólfplötu aðkomuhæðar. Eftir byggingu fyrsta áfanga gerir HB Grandi hf. ráð fyrir að afköst fiskþurrkunar fari úr 170 tonnum á viku í 250-300 tonn. Við byggingu annars áfanga muni afköstin aukast um 300-350 tonn á viku. Fram kemur í tillögunni að óheimilt sé að veita byggingarleyfi fyrir öðrum áfanga nema tekist hafi að tryggja að umhverfisáhrif vegna fyrsta áfanga verði fullnægjandi. Samantekin niðurstaða umhverfisskýrslu er að bætt húsnæði og búnaður muni draga verulega úr lyktarmengun í nærumhverfi starfseminnar þrátt fyrir aukna afkastagetu. Ekki verði hægt að komast hjá allri lyktarmengun en lykt sem metin verði með stöðluðu lyktarskynmati í 250 m frá þurrkuninni ætti ekki að vera meiri en dauf nema í undantekningartilvikum. Lítilla áhrifa eigi því að gæta á íbúðarbyggð. Áhrifasvæði breytist ekki þó annar áfangi verði tekinn í notkun. Tillagan verður til kynningar í þjónustuveri kaupstaðarins að Stillholti 16-18, Akranesi frá og með 12. febrúar 2016 til og með 30. mars 2016 og á heimasíðu Akraneskaupstaðar, www.akranes.is. Sérstakur kynningarfundur verður haldinn þar sem tillagan verður kynnt sérstaklega. Athugasemdir eða ábendingar skulu vera skriflegar og berast í síðasta lagi 30. mars 2016 annað- hvort í þjónustuver Akraneskaupstaðar að Stillholti 16-18 eða á netfangið skipulag@akranes.is Sviðstjóri skipulags- og umhverfissviðs. Þorra var blótað á Dvalar- og hjúkr- unarheimilinu Jaðri í Ólafsvík síð- astliðinn fimmtudag. Þar sem veð- ur var vont þurfti aðstoð stórra bíla við að ferja gesti og skemmtikrafta á blótið og töldu félagar úr björgunar- sveitinni Lífsbjörg það ekki eftir sér að skutla fólki á og af blótinu. Inga Jóhanna Kristinsdóttir forstöðukona Jaðars bauð gesti velkomna áður en hún gaf Kára Viðarssyni veislustjóra kvöldsins orðið. Stjórnaði hann veisluhöldunum eins og honum ein- um er lagið, með gríni, glensi, söng og sögum. Meðal þeirra sem komu fram voru fullorðnir nemendur Tónlistarskóla Snæfellsbæjar, sem búnir voru að mynda hljómsveit og sungu þeir og spiluðu fyrir heimil- isfólk og gesti þeirra. Einnig tóku „Hinir síungu“ lagið og stjórnuðu fjöldasöng. Þá sagði Ester Gunnars- dóttir frá því þegar hún kom fyrst til Ólafsvíkur sem ung stúlka með móður sinni. Var frásögn hennar lif- andi og skemmtileg. Með Kára voru á ferð Mark og Daniel, listamenn frá Suður - Afríku. Spiluðu þeir þrjú lög í lok dagskrárinnar og sungu á þremur suður - afrískum tungumál- um við góðar undirtektir. þa Þorra var blótað á Jaðri Fólk skemmti sér vel á þorrablótinu. Veislusalurinn var þétt setinn. Gestirnir frá Suður - Afríku. Hinir síungu tóku lagið við góðar undirtektir. Fullorðnir nemendur tónlistarskólans mynduðu hljómsveit og skemmtu gestum. Glæsileg fullbúin parhús 115 fm á einni hæð við Viðjuskóga 16 og 18 Akranesi. Húsin eru fullbúin að innan og utan ásamt frágenginni lóð og innkeyrslu. Innkeyrsla hellulögð og steypt, hitalagnir í innkeyrslu. Í húsinu eru tvö stór og rúmgóð svefnherbergi, fataskápur í þeim báðum. Forstofa með fataskáp. Eldhús og stofa í alrými, upptekin loft, úr stofu er gengið út á steypta suðurverönd. Í húsunum er fullfrágengin geymsla með bílskúrshurð og glugga, húsinu, hitanemar í hverju rými, og stýribúnaður frágenginn. Útilýsing fylgir einnig. Dyrasími settur upp og tengdur. Ljósleiðari er kominn í hús. Geymsluhurð með fjarstýrðum opnara. Húsin eru með lokaúttekt. Verð 34,9 millj. VIÐJUSKÓGAR PARHÚS Tilbúin til afhendingar nú þegar Allar nánari uppl. veitir Hákon í síma 898-9396 SK ES SU H O R N 2 01 6 FASTEIGNAMIÐLUN OG RÁÐGJÖF

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.