Skessuhorn


Skessuhorn - 10.02.2016, Blaðsíða 14

Skessuhorn - 10.02.2016, Blaðsíða 14
MIÐVIKUDAGUR 10. FEBRÚAR 201614 „Því hefur oft verið fleygt fram að Kirkjufell sé mest myndaða fjall landsins. Ég gæti vel trúað því að svo sé,“ segir Einar Guðmann, ljósmyndari á Akureyri í samtali við Skessuhorn. Um nokkurt skeið hefur hann sýnt Kirkjufelli sérstak- an áhuga og tekið margar myndir af fjallinu. Einhverju sinni fór Ein- ar að velta því fyrir sér hvers vegna Kirkjufell væri jafn vinsælt mynd- efni og raun ber vitni. Telur hann að tiltekin ljósmynd leiki þar lykil- hlutverk. Hún hafi vakið mikla at- hygli, farið víða og komið fjallinu á kortið á heimsvísu. „Það er ljós- mynd sem Guðmundur Ó. Sig- marsson á Hellissandi tók af fjall- inu 9. júlí árið 2006. Er það elsta myndin sem ég hef fundið sem er tekin með fossinn í forgrunni og fjallið í bakgrunni. Það sjón- arhorn hefur síðan orðið svo vin- sælt að menn koma langt að til að taka myndir af Kirkjufellinu,“ seg- ir hann. Einar telur víst að ljósmyndir eigi sinn þátt í þeim mikla fjölda ferðamanna sem sótt hefur landið heim á undanförnum árum. „Ljós- myndir sýna túristanum hvað land- ið hefur upp á að bjóða og eru þar af leiðandi mikilvæg markaðssetn- ing fyrir ferðaþjónustuna,“ segir hann. „Stór hluti þess fjölda fólks sem kemur hingað til lands eru ljósmyndarar eða áhugaljósmynd- arar. Enda sér maður að nánast hver einasti ferðamaður sem hing- að kemur er með flotta myndavél meðferðis,“ bætir hann við. Þegar Einar tekur myndir af landslagi gerir hann það gjarnan í ljósaskiptunum. Ástæðu þess seg- ir hann einfalda. „Það er bara út af birtunni. Þessir miklu litir sem við náum stundum á mynd vara aðeins í um tíu til fimmtán mínútur þeg- ar sólin er að koma upp eða setj- ast. Eftir það eru þeir horfnir. Sér- staklega er sólarupprásin góð við Kirkjufellið. En hún stendur stutt yfir og þessir gylltu, fallegu litir vara aðeins andartak,“ segir hann. „En þá er bara að vakna snemma, mæta á staðinn, stilla upp og bíða. Þetta er þolinmæði sem veiðimenn þekkja vel,“ segir Einar. „Að ná góðri ljósmynd er ekki ósvipað því að stunda veiði.“ kgk/ Ljósm. Einar Guðmann. Kirkjufell er eitt mest myndaða fjall landsins Telur fallegar ljósmyndir úr náttúrunni eiga stóran þátt í aukningu ferðamennsku hingað Gylltu litirnir vara aðeins um 10 til 15 mínútur við sólarupprás og sólsetur. Ljósmyndun krefst því þolinmæði. Mynd sem Gunnar Ó. Sigmarsson á Hellissandi tók af Kirkjufelli árið 2006. Fór hún eins og eldur í sinu um netheima og kom fjallinu á kortið á heimsvísu. Síðan þá hefur fólk flykkst að um langan veg til að smella af frá sama sjónarhorni. Ljósm. Gunnar Ó. Sigmarsson. Mynd eftir Einar frá sama sjónarhorni, með fossinn í forgrunni og fjallið í bakgrunni. Einar segir engar myndavélar geta séð myrkur og birtu á sama tíma með sama hætti og augu okkar gera. Því þurfi að vinna myndirnar og það geri hann í Lightroom myndvinnsluforritinu. Sama mynd eftir grunnbreytingar í Lightroom. Gráu litina segir Einar einkennandi fyrir íslenskar sumarnætur. Stutta stund verða litirnir frá sólinni mettaðir og hleypa lífi í steina, mosa og grasið.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.