Skessuhorn


Skessuhorn - 10.02.2016, Blaðsíða 28

Skessuhorn - 10.02.2016, Blaðsíða 28
MIÐVIKUDAGUR 10. FEBRÚAR 201628 Vörur og þjónusta Hönnun prentgripa & alhliða prentþjónusta Drei bréf - Boðsbréf Ritgerðir - Skýrslur Reikningar - Eyðublöð Umslög - Bréfsefni Fjölritunar- og útgáfuþjónustan Getum við aðstoðað þig? sími: 437 2360 olgeirhelgi@islandia.is R E S T A U R A N T Upplýsingar í síma: 430 6767 R E S T A U R A N T Upplýsingar í síma: 430 6767 Sprautu- og bifreiðaverkstæði Sólbakka 5, Borgarnesi • 437-1580 • sbb@simnet.is Tjónaskoðun – Bílamálun – Réttingar – Bílrúðuskipti Þjónustum öll tryggingafélög Borgarness Hilmir B ehf Alhliða pípulagningaþjónusta hilmirb@simnet.is facebook.com/hilmirbehf DAGLEGIR VÖRUFLUTNINGAR Stykkishólmur – Reykjavík B. Sturluson ehf. Nesvegi 13, Stykkishólmi 438 1626 / 862 1189 Vélsmiðja BA Nýsmíði • Vélaviðgerðir Breytingar • Viðhald Vélsmiðja BA • Sólbakka 25 • Borgarnesi • bhk@vortex.is Björn Kristjánsson 894 – 3336 Arnar Björnsson 849 – 9341 SMÍÐAVINNA – MÚRVERK RG ehf Bárugötu 19, Akranesi • Sími 821 2490 • ragnar4646@gmail.com Pennagrein Í hverju bæjar- félagi er atvinnu- lífið veigamikil for- senda búsetu og bú- setuskilyrða. Þó svo að margt hafi breyst í gegnum tíðina lif- ir þessi grundvallar þáttur hvort held- ur er á Akranesi eða annars staðar á Ís- landi. Víða um land hefur tilfærsla afla- heimilda ýmist vald- ið búsifjum eða styrkt búsetuskilyrði og ekki hefur Akra- nes farið varhluta af þessari umræðu frá því að kvótakerf- ið var lögfest. Verulegar breyting- ar hafa átt sér stað í útgerð og fisk- vinnslu á Akranesi, en samhljóm- ur hefur þó verið um að verja stöð- una eins og kostur er og stefna bæj- arstjórnar hefur verið að efla Akra- neshöfn sem fiskihöfn. Það var því ánægjulegt fyrir okkur Skagamenn þegar Akraneskaupstaður óskaði eftir þríhliða viðræðum við Faxa- flóahafnir sf. og HB Granda hf. um gerð landfyllingar utan aðalhafnar- garðs vegna fyrirhugaðrar uppbygg- ingar HB Granda hf. Eins og sjá má á meðfylgjandi uppdrætti óskaði HB Grandi hf. eftir því að byggja sem næst höfninni nýtt frystihús, upp- sjávarfrystihús og frystigeymslu auk þess sem fyrirtækið stefndi á að færa aðra skylda starfsemi á athafnasvæði sitt við höfnina og ná þannig fram hagræðingu í rekstri og byggja upp öfluga starfsstöð til framtíðar. Þá er ónefnt að áætlun HB Granda hf. miðast við að bæta verulega úr að- stöðu fyrir hausaþurrkun fyrirtækis- ins, sem hefur valdið mörgum ama allt frá árinu 1987 eða 1988. Ein- hvern tímann hefðu þetta þótt góð tíðindi. Nú bregður svo við að umræða um málið hefur einskorðast við af- markaðan þátt málsins - þ.e. lykt frá hausaþurrkuninni og hvort úrbætur verði nægar til að umræðu um lykt á Akranesi linni. Haldinn var opinn fundur með HB Granda hf. og sam- hliða hefur verið unnin tillaga að breytingu á deiliskipulagi, sem ger- ir ráð fyrir landrými til uppbygging- ar við höfnina á Akranesi. Nú fór það hins vegar svo að bæjarstjórn- in klofnaði a.m.k. í tvennt þegar kom að því að samþykkja auglýsingu deiliskipulagsins. Verður ekki annað sagt en að það veki spurningar um stefnu í atvinnumálum á Akranesi - ekki síst ef áform um uppbygg- ingu við höfnina eru sett til hliðar. Það er athyglisvert þegar ósátt verð- ur um hvort auglýsa eigi deiliskipu- lagstillögu og fá fram opinbera um- fjöllun um skipulag, sem gerir ráð fyrir uppbyggingu í sjávarútvegi á Akranesi og eflingu Akraneshafn- ar. Þessi skilaboð til bæjarbúa vekja spurningar um stefnu í atvinnumál- um og hvort atvinnuuppbygging eigi fyrst og fremst að eiga sér stað annars staðar en á Akranesi. Staðan er a.m.k. ekki til þess fallin að hvetja HB Granda hf. til umfangsmikillar uppbyggingar við Akraneshöfn. Því þarf að svara hvort fyrirhuguð áform HB Granda hf. séu almennt ekki áhugaverð, hvort breyting hafi orðið á afstöðu um að efla Akranes- höfn sem fiskihöfn, hvort ekki sé lengur nauðsyn á sem flestum störf- um við fiskvinnslu og útgerð á Akra- nesi, eða hvort eng- in trú sé til stað- ar um hugmyndir HB Granda hf. eða sómasamlega starf- semi fyrirtækisins. Vandi Akranes- hafnar hefur krist- allast í eftirfarandi: Bakland til upp- byggingar er af skornum skammti. Ókyrrð í höfn- inni í ákveðnum vindáttum veld- ur stærri skipum vandræðum. Minni lönd- un á bolfiski hefur dregið úr umsvif- um þó svo að á Akranesi séu skráð á yfirstandandi fiskveiðiári 4,9% alls úthlutaðs kvóta á Íslandi eða um 19.000 þorskígildistonn. Megin afli sem kemur til löndun- ar í Akraneshöfn er uppsjávarfiskur og á árinu 2014 var landað á Akra- nesi liðlega 20.000 þúsund tonn- um af uppsjávarfiski, en í heild að- eins 1.300 tonnum af bolfiski. Árið 2015 var landað um 27.000 tonnum af uppsjávarfiski en um 1.200 tonn- um af bolfiski. Lítill bolfiskafli hefur þýtt að rekstur fiskmarkaðar á Akranesi er mjög erfiður, en án hans yrði staða hafnarinnar mjög erfið til lengri framtíðar. Staða þróunarhugmynda og til- lagna um nýtt deiliskipulag á at- hafnasvæði HB Granda, sem eru til þess fallnar að efla Akraneshöfn og atvinnulíf við höfnina, hljóta að kalla á skýra og afdráttarlausa af- stöðu bæjarstjórnar þar sem tæki- færi á öflugu og fjölbreyttu atvinnu- lífi verði höfð að leiðarljósi. Mik- ilvægt er að þær ákvarðanir koðni ekki niður í ótta um vonda lykt. Óskar Rafn Þorsteinsson Þórður Þ Þórðarson Kristján Baldvinsson Steinar B Sævarsson Rúdolf B Jósefsson Á útgerð og fiskvinnsla framtíð á Akranes? Dvalar- og hjúkrunarheimilinu Jaðri í Ólafsvík barst góð gjöf á dögunum þegar Anton Gísli Ing- ólfsson kom færandi hendi. Færði hann heimilinu æfingatæki sem hann hafði sjálfur hannað og smíð- að. Sagði Anton að hann hefði ákveðið að smíða svona tæki eftir spjall við Ingu Jóhönnu forstöðu- konu en þau voru sammála um að svona tæki myndi nýtast vel á Jaðri. Einnig færði hann dvalarheimilinu frístandandi stóran kross, en hon- um fanst ómögulegt að svoleiðis væri ekki til þegar á þyrfti að halda. Munu þessir hlutir koma að góðum notum og ekki amalegt að eiga fólk eins og Anton að. þa Færði Jaðri góðar gjafir Anton Gísli ásamt Hinriki Pálssyni og heldur hann á krossinum. Rós vikunnar í liðinni viku í Vetr- arkærleik Blómasetursins – Kaffi kyrrðar hlýtur Veronika G. Sig- urvinsdóttir. Í tilnefningunni seg- ir: „Hún er ávalt hjálpsöm, jákvæð og búin að vera „mamma“ ungling- anna í Menntaskóla Borgarfjarð- ar og passað vel upp á þau frá upp- hafi.“ mm Veronika er rósahafi vikunnar

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.