Skessuhorn


Skessuhorn - 10.02.2016, Blaðsíða 24

Skessuhorn - 10.02.2016, Blaðsíða 24
MIÐVIKUDAGUR 10. FEBRÚAR 201624 Skessuhorn fékk sendar tvær skemmti- legar myndir. Þær voru teknar með réttu 20 ára millibili. Á fyrri mynd- inni var 60 ára afmælisdagur lang- ömmunnar en 80 ára afmæli hennar á seinni myndinni, er þá var hún einn- ig orðin langalangamma. Hér eru því fimm konur í beinan kvennlegg. Fimm ættliðir fyrr og nú Fimm ættliðir í beinan kvennlegg 1. janúar 2016. Linda Björk Pálsdóttir, Inga Hanna Ingólfsdóttir og Inga Lóa Karvelsdóttir. Sitjandi Ólöf S. Magnúsdóttir og Tinna Maria Arnardóttir. Fimm ættliðir í beinan kvennlegg 1. janúar 1996. Efri röð: Linda Björk Pálsdóttir og Inga Hanna Ingólfsdóttir. Neðri röð: Ólöf S. Magnúsdóttir, Inga Lóa Karvels- dóttir og Fanney Tómasdóttir. Illugi Gunnarsson menntamála- ráðherra heimsótti Grunnskólann í Borgarnesi síðastliðinn mánu- dag af því tilefni að Gleðileikarn- ir fengu foreldraverðlaun Heimil- is og skóla í maí síðastliðnum. Með honum í för voru Guðni Olgeirs- son frá menntamálaráðuneytinu og tveir fulltrúar Heimilis og skóla. Að sögn Júlíu Guðjónsdóttur skóla- stjóra grunnskólans var heimsókn- in afar ánægjuleg. „Hann gaf sér góðan tíma í heim- sóknina. Eva Hlín Alfreðsdótt- ir kynnti Gleðileikana og svo gekk hann um og heimsótti alla bekki skólans. Fjórði bekkur var með söngatriði og svo kynntu nemendur í tíunda bekk fyrir honum Erasmus verkefnið Water around us. Að lok- um vorum við með bollur í tilefni bolludagsins. Þetta var skemmti- leg heimsókn og ánægjuleg,“ sagði Júlía. grþ Fengu menntamála- ráðherra í heimsókn Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra ásamt nemendum úr 10. bekk sem kynntu Erasmus verkefnið Water around us. Með á myndinni er Inga Margrét Skúladóttir umsjónarkennari 10. bekkjar og fyrrum skólasystir ráðherrans. Sigríður Hjördís Indriðadóttir frá Kjaransstöðum í Hvalfjarðarsveit var einn af sigurvegurum í ein- leikarakeppni Sinfóníuhljómsveit- ar og Listaháskóla Íslands sem fram fór nýverið. Fyrir vikið var hún einn af fjórum nemendum skólans sem spilaði einleik með Sinfóníu- hljómsveitinni fyrir fullum Eld- borgarsal í Hörpu nú um miðjan janúarmánuð. „Ég var ein af þess- um heppnu fjórum sem voru valdir til að spila. Ég spilaði flautukonsert eftir Carl Nilsen. Þetta var ótrú- leg upplifun,“ segir Sigríður í sam- tali við Skessuhorn. Hún segist ekki áður hafa spilað með svona stórri hljómsveit. „Ég hef spilað einleik með strengjasveit en aldrei fullri sinfóníuhljómsveit. Þetta var engu líkt,“ segir hún. Sigríður Hjördís ákvað ung að aldri að verða flautuleikari og hefur leikið á þverflautu frá tíu ára aldri. „Þegar ég var lítil sá ég hana Ás- hildi Haraldsdóttur sem er í sin- fóníunni spila í sjónvarpinu. Mér fannst þetta svo fallegt að ég ákvað að verða flautuleikari,“ segir Sig- ríður. Hún lauk hefðbundnu tón- listarskólanámi frá Tónlistarskóla Reykjavíkur og þaðan fór hún í listaháskóla í Belgíu 2014-2015. Hún er nú á öðru ári í BS námi sem hljóðfæraleikari í Listaháskóla Ís- lands. „Eins og staðan er núna ætla ég að reyna að klára gráðuna og svo hef ég aðeins verið að hugsa um að fara aftur út að læra. Danmörk er mér efst í huga og það er aldrei að vita nema ég fari í mastersnám þangað á næsta eða þarnæsta ári.“ Hún segist af og til fá tækifæri til að spila opinber- lega, þó það sé ekkert í líkingu við tónleikana í Hörpu. „Ég fæ alltaf hringingar annað slagið. Svo tekur maður þátt í tónleikum sem tengjast skólum og hljómsveitum sem maður hefur verið í.“ Sigríður seg- ir það vera stærsta drauminn að fá stöðu hjá sinfón- íuhljómsveitinni. „Ég hef verið í Sinfóníuhl jóm- sveit unga fólksins og Ungsveit sin- fóníunnar, sem er samstarf milli sin- fóníuhljómsveit- arinnar og ungra krakka. Það væri algjör draumur að komast í sinfóníuhljómsveitina en það eru fáir flautuleikarar sem komast að. Það eru haldin prufu- spil ef það losnar staða en það ger- ist ekki oft,“ segir hún að endingu. grþ Sigríður Hjördís Indriðadóttir flautuleikari. Spilaði einleik með Sinfóníuhljómsveit Íslands Listmálarinn Bjarni Skúli Ketils- son, betur þekktur sem Baski, ætl- ar að opna sýningu á verkum sínum í Vitakaffi á Akranesi næstkomandi laugardag kl. 16. Þar mun hann sýna olíumálverk sem hann hef- ur málað af Akranesi og Hvalfirði. Um er að ræða ný verk sem klár- uð voru í lok síðasta árs. „Þetta er bara lítil sýning sem mun vera uppi í viku. Ég kom hingað til Íslands til að halda námskeið en ákvað á síð- ustu stundu að taka verkin með og setja upp þessa sýningu,“ segir Baski í samtali við Skessuhorn. Námskeiðin sem um ræðir eru tvenns konar og verða hald- in í Stúkuhúsinu á Safnasvæðinu í Görðum. „Ég verð með kvöld- námskeið sem er fullskráð í og datt í hug að halda opið morgun- námskeið líka. Það er þá fyrir þá árrisulu sem hafa tíma á morgn- ana, frá klukkan 10 til 13,“ útskýr- ir Baski. „Hægt er að mæta í eitt eða fleiri skipti í morguntímana. Þarna mun ég kenna ýmislegt sem tilheyrir myndlist; bæði olíu, ak- ríl og vatnslitatækni og teikningu. Ef fólk vill kynnast einhverri tækni eða bæta aðeins við sig get ég leitt það áfram,“ bætir hann við. Morg- unnámskeiðið hófst í gær og stend- ur til 19. febrúar. Kennt verður frá þriðjudegi til föstudags og er nám- skeiðið öllum opið. Skiptið kostar 3.500 krónur og kaffi er innifalið í verðinu. grþ Baski með nýja sýningu og námskeið Ein af myndum Baska sem verður á sýningu hans á Vitakaffi. Nú fer að styttast í Júlíönu – hátíð sögu og bóka, sem haldin verður í fjórða sinn 25. – 28. febrúar næst- komandi í Stykkishólmi. Viðfangs- efni hátíðarinnar að þessu sinni er: „En hvað það er skrítið.“ Þar kennir ýmissa grasa. Dagskráin verður fjölbreytt að vanda og hefst hún formlega með opnun í Vatna- safninu á fimmtudeginum. Á föstudeginum verður dag- skrá víðs vegar um bæinn. Nem- endur í Grunnskóla Stykkishólms eru að vinna að sýningu sem teng- ist persónum í bókinni Mamma klikk. Höfundur hennar er Gunn- ar Helgason og verður hann einn af gestum hátíðarinnar. Sýningin verður i Amtsbókasafninu og verð- ur opnuð klukkan 15. Upplestur verður í Bókaverzlun Breiðafjarðar, boðið verður á sögustund í tveimur heimahúsum um kvöldið. Dagskrá föstudagsins endar svo með sögu- gerð á Hótel Egilsen. Hópur fólks í tengslum við há- tíðina les nú af kappi bók Ein- ars Más Guðmundssonar Hunda- daga undir stjórn Ólafs K. Ólafs- sonar. Eftir hádegi á laugardeg- inum munu rithöfundarnir Sig- mundur Ernir Rúnarsson og Einar Már Guðmundsson fjalla um verk sín í gömlu kirkjunni. Hrafnhild- ur Schram mun fjalla um bók sína um Nínu Sæmundsson í Vatna- safninu. Verk þeirra allra byggja á frásögnum um fólk sem ekki hef- ur bundið bagga sína sömu hnút- um og aðrir. Á laugardagskvöldið verður svo leiklestur í Norska hús- inu. Ekki er hér allt upptalið. „Það er því ljóst að mikið verður um að vera í Hólminum þessa helgi. Dag- skrána má nálgast þegar nær dregur á Facebook: Júlíana hátíð sögu og bóka,“ segir í fréttatilkynningu frá undirbúningsnefnd. mm Líður að bókahátíðinni Júlíönu í Stykkishólmi

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.