Skessuhorn


Skessuhorn - 10.02.2016, Blaðsíða 18

Skessuhorn - 10.02.2016, Blaðsíða 18
MIÐVIKUDAGUR 10. FEBRÚAR 201618 við. Daði segist kunna mjög vel við sig. „Þetta er búið að vera mjög yndis- legt. Vissulega er mikil vinna að stýra Hótel Búðum en hún er bæði fjöl- breytt og skemmtileg. Maður tekur þátt í öllum þáttum rekstrarins, gefur sig allan í þetta og það heldur manni kannski gangandi. Ég bý hér á staðn- um. Ég er mjög nægjusamur þar sem ég bý einn og er ekki með fjölskyldu og þarf ekki að elta einhverjar lúxus- hallir. Svo er ég með íbúð í Reykja- vík þar sem ég bý og fer þangað þeg- ar ég á frí en oftar en ekki verður það nú svo að dagarnir fyrir sunnan fara í ýmsar útréttingar fyrir hótelið. Þessi vinna er bara þannig að maður stopp- ar aldrei. Þetta hentar mér vel, ég er ekki manneskja sem bara vill vera að frá átta til fjögur,“ segir Daði. Hann ber það með sér að vera önnum kaf- inn enda á hlaupum milli húsa úlpu- klæddur með húfu í snjókomunni þegar við náum tali af honum. Daði segir án hiks að hann njóti sín í hótel- geiranum og ferðaþjónustunni. „Það þýðir ekki að vera með neitt væl, ég valdi mér sjálfur þennan starfsvett- vang,“ segir hann. Tónlistarbransinn kveikti áhugann Þessi síðustu orð Daða kveikja for- vitni um að fá að vita meira um það hver hann er þessi tiltölulega nýi hót- elstjóri á Búðum? Daði segist fæddur og uppalinn í Reykjavík en móðurætt- in er af Vesturlandi. „Já, ég er reyndar ættaður úr Borgarfirði. Móðir mín, Gróa Finnsdóttir upplýsingafulltrúi á Þjóðminjasafni Íslands, er frá Gufuá rétt ofan við Borgarnes. Þar bjuggu afi minn og amma fram undir 1980 og fjölskyldan á þar sumarbústað og hefur verið þar mikið,“ segir hann. Fósturfaðir Daða er hins vegar Ólafur Ingi Jónsson forvörður Lista- safns Íslands. „Hann þekkti ýmsa sem voru framarlega í tónlistarlíf- inu. Ég dróst inn í þetta og varð við- loðandi sölu á tónlist og tónleikahald frá því ég var krakki. Þetta var mikið í tengslum við útgáfu- og plötusölu- fyrirtækið Gramm sem var víðfrægt, gróskumikið og nýskapandi á sínum tíma, hjá Kidda í versluninni Hljóma- lind og áfram má telja. Þetta vatt upp á sig og mér var mér falin ábyrgð á ýmiss konar skemmtanahaldi og við- burðum. Svo byrjaði ég sem plötu- snúður 13 ára gamall. Þarna fékk ég smjörþefinn af því sem kalla mætti veitinga- og skemmtanabransann. Í framhaldinu var ég viðloðandi veit- ingastaðinn Sólon Íslandus við Laugaveg og gerði hann að skemmti- stað á sínum tíma. Ég var líka á Prik- inu og fleiri stöðum. Síðan vann ég líka við sölumennsku samhliða námi á félagsfræðibraut við Kvennaskól- ann í Reykjavík,“ segir Daði léttur í bragði. Frá Kaupmannahöfn í Reykholt Þar kom þó að því að Daði vildi mennta sig frekar. Jörgen faðir hans var danskur og því ekki úr vegi að leita hófanna um slíkt í Danmörku. „Mér fannst ég kunna lítið í mörgu. Árið 2005 ákvað ég því að taka skýr- ari stefnu í lífinu og læra tannsmíði í Kaupmannahöfn. Eftir eitt ár sá ég að þetta var ekki fyrir mig. Á sama tíma var ég búinn að finna nám sem mér þótti afar spennandi. Það var í hinum fornfræga Hótel- og veit- ingaskóla í Kaupmannhöfn. Ég skellti mér í þetta nám og fór svo í framhaldsnám við Copenhagen Bus- iness Academy og lauk þaðan námi í Hótel-, rekstrar- og þjónustufræði vorið 2009.“ Daði ílengdist aðeins í Dan- mörku eftir að námi lauk. „Ég var ekkert endilega á því að flytja aft- ur heim til Íslands en mamma taldi mig á að sækja um starf hjá Íslands- hótelum sem reka mjörg af stærstu hótelum landins. Innan þeirra eru Fosshótel sem eru úti á landi. Þarna fór ég í viðtal og mér var svo boð- in vinna. Fyrstu þrjár vikurnar var ég með Hótel Barón í Reykjavík en svo fékk ég tilboð um hótelstjórastöðu á Fosshótelinu í Reykholti í Borgar- firði. Þar byrjaði ég í júní 2011 og flutti þar með endanlega heim til Ís- lands aftur.“ Hvetjandi starfsumhverfi Tíminn í Reykholti markaði upphaf starfsferils Daða í stjórnun hótela á Íslandi. „Þarna var í um það bil eitt ár og það var mjög gaman og lær- dómsríkt. Ég bjó að því að þekkja vel til í Borgarfirði allt frá æskuárum, fannst ég á vissan hátt kominn heim til upprunans og fann mig því vel í Reykholti.“ Daði var eitt ár í Reykholti en starfaði síðan við hótel bæði á Suð- urlandi og í Reykjavík. Í upphafi sumars í fyrra hóf hann svo störf sem hótelstjóri á Búðum. „Ég vil miklu frekar vera á svona hóteli úti á landi heldur en í Reykjavík. Mér finnst líka betra að vera hjá litlu fyr- irtæki eins og Hótel Búðum sem er bara með eitt hótel, heldur en stórri hótelkeðju. Allar boðleiðir eru miklu styttri. Það er hlustað á hugmynd- ir og annað sem maður hefur fram að færa. Þetta er hvetjandi og ger- ir það að verkum að maður er frjór í hugsun og alltaf á tánum. Vonandi tekst mér bara að halda mér spræk- um svo ég staðni ekki í starfi. Ég hef með mér góðan kjarna af mjög hæfu starfsfólki og persónulega þá er reynslan hér mjög jákvæð fyrir mig,“ segir hann. mþh Hávertíð íslenskra bakara náði hámarki sínu á bolludaginn. Lauslegir útreikningar sýna að Ís- lendingar sporðrenni að minnsta kosti milljón rjómabollum í til- efni dagsins. Þó má gera ráð fyr- ir því að sú tala sé vanmetin í ljósi þess að bollusala hefst víða löngu fyrir bolludag í bakaríum og stór- mörkuðum. Þá eru auk þess fjöl- margir sem baka einfaldlega boll- ur heima hjá sér enda er það mun ódýrara. Meðfylgjandi mynd var tekin í bakaríinu Brauðvali á Akra- nesi að morgni bolludags. Þar var stöðugur straumur af viðskiptavin- um og voru þeir að kaupa þetta frá einni og upp í 20 bollur hver. Ingi- mar Garðarsson bakari í Brauðvali segir að bolluvertíðin hafi byrjað fyrr á þessu ári. Hann hafi byrjað að selja bollur fram í búð á mið- vikudaginn í síðustu viku og það hafi komið sér verulega á óvart hversu vel salan tók við sér. „Það þýðir ekkert að kvarta þegar við- skiptin eru svona fjörug,“ sagði Ingimar sem nýverið enduropnaði bakaríið sitt við Skólabraut á Akra- nesi. mm Reiknað er með að milljón bollur hafi verið snæddar „Það er búið að auglýsa deiliskipulag fyrir stækkun. Það verður svo haldið áfram í framhaldi af því. Framkvæmd- ir hefjast þó alls ekki næsta sumar. Það er ekki hægt að standa í slíku yfir há- annatímann á hótelinu. Hugsanlega yrði farið af stað næsta haust. Stækk- unin felur í sér að reist verður bygg- ing sem rúmar einvörðungu svoköll- uð lúxusherbergi sem verða 18 til 20 talsins. Í dag eru 28 herbergi á hót- elinu,“ segir Daði Jörgensson hótel- stjóri í Hótel Búðum á Snæfellsnesi. „Síðasta ár gekk mjög vel hjá okkur. Hótel Búðir hefur aldrei gengið betur rekstrarlega séð en í fyrra.“ Daði lýsir stækkuninni á þann veg að í dag megi segja að Hótel Búðir samanstandi af tveimur megin byggingum. Nú verði reist ein til viðbótar, álíka stór og hin- ar og með sama útlit. Þetta nýja hús kemur þvert á suðurhlið hótelsins. Öll herbergi endurnýjuð í vetur Auk þessa standa nú í vetur yfir end- urbætur á öllum herbergjum Hót- el Búða. „Trésmiðir frá Stykkishólmi og málarar frá Reykjavík vinna baki brotni við að taka öll herbergi hót- elsins í gegn. Það verður skipt um gerefti kringum glugga, sólbekki og áfellur. Gluggarnir sjálfir eru yfir- farnir og lagaðir ef þarf, það er hug- að að endurbótum á húsgögnum og hurðum og síðan verður hvert einasta herbergi málað,“ segir Daði. Hótelstjórinn þarf að halda vel á spöðunum með sínu starfsfólki við þessar endurbætur því hótelið er opið og í fullum rekstri í allan vetur. „Ferðamannatímabilið hefur lengst og er nú frá maí og út september. Það er ekkert vor eða haust lengur í þess- ari atvinnugrein, allavega ekki hvað okkur varðar. Í fyrra vorum við nán- ast fullbókuð út október. Heildarbók- un þessa árs lítur síðan mjög vel út þó janúar sé vart liðinn. Við erum hærri núna prósentulega séð heldur betur bókuð út árið en á sama tíma í fyrra. Hótelið hefur verið mjög vinsælt til brúðkaupa og það má segja að búið sé að bóka slíka viðburði hér nánast hverja einustu helgi í sumar. Það er og verður nóg að gera.“ Erilsamur rekstur Sjálfur er Daði Jörgensson til þess að gera nýtekinn við sem hótelstjóri á þessu sögufræga hóteli sem brann til grunna 1999 en var endurreist og tók til starfa í nýju húsi 2002. „Ég byrj- aði hér 14. maí í fyrra. Ég er alger ný- græðingur hér,“ segir hann og hlær Daði Jörgensson hótelstjóri: „Það gengur vel á Hótel Búðum og nú er hugað að stækkun“ Daði Jörgensson hótelstjóri á Búðum. Það var vetrarlegt um að litast á Búðum þegar blaðamaður leit þar við í síðustu viku en gestir létu það þó ekki aftra sér. Hótelið er opið í allan vetur. Einn af málurunum sem nú vinna ásamt smiðum að því að endurnýja öll herbergi á Hótel Búðum.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.