Skessuhorn


Skessuhorn - 10.02.2016, Blaðsíða 11

Skessuhorn - 10.02.2016, Blaðsíða 11
MIÐVIKUDAGUR 10. FEBRÚAR 2016 11 ur fyrir því að ég hætti í skólanum. Kannski þær helstar að ég veikt- ist og missti svo gott sem hálft ár úr skólanum og hætti í framhaldi af því. Það var svo sem ekki með mik- illi eftirsjá. Áhuginn var kannski ekki mikill fyrir náminu. Ég átti erf- itt með að sjá tilganginn í að sitja og stefna á stúdentspróf án þess að hafa hugmynd um hvað ég vildi læra eft- ir það.“ Annríki við tamningar og rúning Hugur Arnars stóð hreinlega ekki til náms og allra síst langskólanáms. Hann langaði einfaldlega til að verða bóndi. „Ég hafði líka áhuga á hestamennskunni. Það var tam- ingastöð í Söðulsholti í Eyjahreppi og ég fékk vinnu þar þegar ég hætti í skólanum á Akranesi. Ég starfaði þar hátt í þrjú ár og átti aldrei aft- urkvæmt í skólann. Síðan vann ég einnig við tamningar í Landeyjum og víðar. Svo bjó ég í Borgarnesi í þrjá vetur, vann þar við búsetuþjón- ustu fyrir fatlaða og samhliða því einnig við tamningar. Síðan datt okkur Elísabetu Ýr kærustu minni í hug í fyrrahaust að kaupa okkur nokkrar gimbrar sem við fengum að hafa hjá tengdaforeldrum mín- um sem búa á Kálfárvöllum vestur í Staðarsveit og þar með hófst sauð- fjárræktin.“ Arnar hefur einnig getið sér gott orð sem rúningsmaður á Snæfells- nesi. „Já, ég hef líka stundað rúning bæði haust og vetur og þá til viðbótar við tamningarnar. Ég kann mjög vel við að taka tarnir í hlutunum. Rún- ingurinn er þannig og mér fellur það því vel. Þá er ég í rúman mánuð í einu þar sem ég fer á milli bæja á Snæfells- nesi og geri ekkert annað en að rýja fé. Þetta er í nóvember og kannski eitthvað fram í desember. Síðan er annað rúningstímabil frá seinni hluta febrúar og út mars. Það er alveg hægt að hafa nóg að gera við rúning á með- an hann stendur yfir.“ Semur eigin tónlist og gefur út plötu Í spjallinu við Arnar Ásbjörnsson kemur upp úr kafinu að hann hef- ur mikinn áhuga á tónlist og sem- ur bæði sjálfur og spilar frumsam- ið efni. Hann hlær við þegar hann segist þykjast vera tónlistarmaður sem sé að reyna að koma út plötu. Brátt kemur í ljós að þarna tal- ar hann af lítillæti því eftir hann liggur heil plata sem nú er verið að leggja lokahönd á. Vesturland eignast þar með nýtt söngvaskáld. „Það er kannski erfitt að skilgreina tónlistina mína. Það er eitt lag eft- ir mig, Arnar Ásbjörns, á youtube- myndbandaveitunni sem heitir „In Memoriam.“ Þar syng ég þetta lag ásamt Birnu Karen Einarsdóttur. Þetta er reyndar fyrsta frumsamda lagið mitt. Ég samdi það þegar tíu ár voru liðin frá því afi minn dó en hann bjó hjá okkur í Hauka- tungu og var mér náinn. Á youtube má líka sjá og heyra fleiri lög en í hrárri útgáfu þar sem ég spila einn á kassagítar.“ Platan var tekin upp í Borgar- nesi. Einvörðungu vestlenskir tón- listarmenn koma að gerð henn- ar. „Þessi plata er svona það sem kalla má konsept-verkefni. Lögin á henni segja samfellda sögu á tíma- bili úr minni eigin ævi sem spann- ar fjögur til fimm ár. Hún er hljóð- rituð í Stúdíói Gott hljóð hjá Sissa í Borgarnesi. Hann spilar á trommur. Sjálfur syng ég og spila á kassagít- ar. Halli Hólm bróðir hans Sissa er á bassa, Einar Þór Jóhannsson frændi minn spilar á gítar og Heimir Klem- enzson á hljómborð.“ Arnar segir að vinnsla plötunn- ar sé ferill sem staðið hafi yfir síð- an sumarið 2011 þegar hann samdi fyrsta lagið á henni. „Ég fór fyrst í stúdíó í desember 2012. Þetta hef- ur verið svolítil skorpuvinna eins og margt annað hjá mér en hún kemur út fljótlega,“ segir hann. Við eigum því örugglega eftir að heyra meira frá Arnari Ásbjörns í náinni fram- tíð. mþh Verslun Tunguhálsi 10 - Sími 415 4000 www.kemi.is - kemi@kemi.is Fyrir börn - Fyrir fullorðna - Fyrir fagmenn Arnari Ásbjörnssyni frá Hauka- tungu Syðri 2 í Kolbeinsstaðahreppi er margt til lista lagt. Hann er fjár- bóndi, rúningsmaður, tamningamað- ur og tónlistarmaður. Nú á föstu- dag stóð hann ásamt fleirum fyr- ir fyrstu keppni Vesturlandsdeildar- innar í hestaíþróttum sem haldin var í reiðhöllinni Faxaborg í Borgarnesi. Hann er rúningsmaður á Snæfellsnesi og fyrstu kindurnar þar eru bókaðar hjá honum til afgeiðslu 21. febrúar. Síðan leggur hann lokahönd á fyrstu hljómplötu sína sem ætlunin er að komi út nú á vordögum. Ofan í þetta eru Arnar og Elísabet Ýr Bjarnadótt- ir unnusta hans svo foreldrar eins og hálfs árs gamals drengsnáða. Elísabet Ýr er í þroskaþjálfanámi og starfar með námi í leikskólaselinu á Lýsuhól. Litla fjölskyldan býr á Kálfárvöllum í Staðarsveit á Snæfellsnesi. Skipuleggja keppni í hestaíþróttum Þegar við hittum Arnar er hann stadd- ur í Faxaborg þar sem keppni Vestur- landsdeildarinnar í hestaíþróttum átti að hefjast innan fárra stunda. Hús- ið er tómt en síðdegis þennan sama föstudag í liðinni viku átti það eftir að fyllast af fólki sem er samakomið til að eiga góða stund við að iðka og njóta hestaíþróttarinnar. Það er engin tilviljun að Arnar er þarna. Hann er einn þeirra sem staðið hafa á bak við skipulagningu þessarar keppni sem nú fer fram fyrsta sinni. Arnar byrjar á að segja frá hvað standi til. „Eftir að Faxaborg var reist og tekin í notkun fyrir einum átta árum síðan fór fólk að velta fyrir sér að það væri gaman að koma saman til keppni í hestaíþróttum milli þeirra bestu á Vesturlandi. Við ákváðum svo í haust að láta slag standa og halda svona keppni. Það var sett á fót fjög- urra manna undirbúningsnefnd sem ég átti sæti í og síðar framkvæmda- nefnd. Hinir þrír sem voru með mér í undirbúningsefndinni voru allir að fara að keppa þannig að þeir drógu sig í hlé en ég hélt einn yfir í fram- kvæmdanefndina þar sem tveir aðr- ir nýir tóku sæti og nú er komið að þessu.“ Keppninni verður skipt niður á fjögur keppniskvöld sem haldin verða í febrúar og mars. Öllu á að vera lok- ið fyrir páska „Hérna eru bara 18 sem keppa og hvert mót er búið á þrem- ur tímum. Við viljum ekki hafa þetta þung mót sem taka kannski allan dag- inn heldur búa til létta og áhorfenda- væna föstudagsskemmtun sem klárast á einu kvöldi. Fólk á að geta komið og séð bestu hesta og knapa Vestur- lands. Nú í vetur verða þetta fjögur kvöld. Það er nú í dag, föstudaginn 5. febrúar. Síðan er það 15. febrúar, 11. mars og síðasta skiptið er miðviku- dagskvöldið fyrir páska sem er 23. mars. Það verður keppt í einni grein á hverju kvöldi nema síðasta skiptið að þær verða tvær. Við byrjum á fjór- gangi, svo er fimmgangur 19. febrú- ar, tölt 11. mars og síðan gæðinga- fimi og skeið í gegnum höllina þann 23. þess mánaðar,“ segir Arnar. Koma sér upp bústofni En hver er Arnar Ásbjörnsson? Við fáum hann til að segja aðeins frá sjálfum sér. „Ég er bændason- ur frá Haukatungu Syðri 2 í Kol- beinsstaðahrepp. Þar ólst ég upp á blönduðu búi í miðju þriggja systk- ina. Foreldrar mínir Helga Jó- hannsdóttir og Ásbjörn Pálsson búa þar enn með um 450 fjár og nokkur hross. Pabbi er frá Haukatungu og reyndar fjórði ættliðurinn sem situr jörðina. Langafi minni keypti hana um aldamótin 1900. Sjálfur er ég fæddur 1990, stefni á að verða bóndi og er skráður sem slíkur í síma- skránni,“ segir Arnar og brosir við því mjór er mikils vísir. „Við Elísa- bet Ýr unnusta mín eigum í dag 80 kindur og stefnum á að koma okkur upp fjárstofni. Við byrjuðum mjög smátt og höfum verið að fjölga. Það báru 27 ær í fyrravor og nú er stofn- inn okkar orðinn 80 talsins. Hugur- inn stendur til að stækka hann meir. Þannig myndi þessi búskapur passa ágætlega með annarri vinnu. Við stefnum á að búa þarna á utanverðu Snæfellsnesi, sunnan megin. Þar er gott að vera,“ segir Arnar. Þegar Arnar er spurður að því hvort hann hafi þá farið í búfræði- nám fyrst hann vilji verða bóndi kveður hann nei við því. „Ég var mjög fljótur í skóla,“ hlær hann við. „Ég fór tvo vetur í Fjölbrauta- skóla Vesturlands á Akranesi og þar við sat. Eftir það fór ég að vinna við tamningar. Það voru margar ástæð- Arnar Ásbjörnsson tónlistarmaður og bóndi: Stundar tamningar, rúning, fjárbúskap og gefur út sína fyrstu plötu Arnar Ásbjörnsson við Faxaborg í Borgarnesi í liðinni viku. Eftir Arnar liggur heil plata sem nú er verið að leggja lokahönd á. Vesturland eignast þar með nýtt söngvaskáld. Arnar hefur um árabil unnið við tamningar og þjálfun.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.