Skessuhorn


Skessuhorn - 10.02.2016, Blaðsíða 8

Skessuhorn - 10.02.2016, Blaðsíða 8
MIÐVIKUDAGUR 10. FEBRÚAR 20168 Byrja skimun vegna ristil- krabbameins LANDIÐ: Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra og Kristján Oddsson, forstjóri Krabbameins- félags Íslands, undirrituðu í síð- ustu viku samkomulag um und- irbúning skimunar fyrir krabba- meini í ristli og endaþarmi hjá aldurshópnum 60 – 69 ára. Stefnt er að því að hefja skimun í byrj- un næsta árs. Velferðarráðuneytið leggur 25 m.kr. til verkefnisins og Krabbameinsfélagið 20 m.kr. en áætlaður heildarkostnaður er 45 m.kr. –mm Umfang sérkennslu og stuðnings LANDIÐ: Á síðasta skólaári fengu 12.263 nemendur hér á landi sérkennslu eða stuðning, eða 28,4% allra nemenda. Það er fjölgun um 60 nemendur frá fyrra skólaári. Fjöldinn hefur ekki ver- ið meiri frá því að Hagstofan hóf innsöfnun um sérkennslu skóla- árið 2004-2005 en hlutfall nem- enda sem fékk sérkennslu var lít- ið eitt hærra skólaárið 2013-2014, 28,6%. Af þeim nemendum sem fengu stuðning voru 61,5% drengir og 38,5% stúlkur. Nem- endum sem hafa erlent móðurmál og fá stuðning vegna íslensku- náms hefur fjölgað um 64,6% á undanförnum fimm árum og voru 2.374 skólaárið 2014-2015, um 900 færri en nemendur með er- lent móðurmál. –mm Aflatölur fyrir Vesturland 30. janúar - 5. febrúar Tölur (í kílóum) frá Fiskistofu: Akranes 3 bátar. Heildarlöndun: 26.115 kg. Mestur afli: Akraberg ÓF: 20.856 kg í fimm löndunum. Arnarstapi 3 bátar. Heildarlöndun: 55.940 kg. Mestur afli: Bárður SH: 35.479 kg í fimm löndunum. Grundarfjörður 3 bátar. Heildarlöndun: 146.642 kg. Mestur afli: Hringur SH: 61.801 kg í einni löndun. Ólafsvík 15 bátar. Heildarlöndun: 398.930 kg. Mestur afli: Steinunn SH: 52.650 kg í fimm löndunum. Rif 13 bátar. Heildarlöndun: 460.082 kg. Mestur afli: Rifsnes SH: 90.880 kg í tveimur löndunum. Stykkishólmur 7 bátar. Heildarlöndun: 74.076 kg. Mestur afli: Fjóla SH: 19.992 kg í sjö löndunum. Topp fimm landanir á tímabilinu: 1. Tjaldur SH - RIF: 78.136 kg. 1. febrúar. 2. Hringur SH - GRU: 61.801 kg. 4. febrúar. 3. Rifsnes SH - RIF: 47.422 kg. 4. febrúar. 4. Grundfirðingur SH - GRU: 45.491 kg. 2. febrúar. 5. Rifsnes SH - RIF: 43.458 kg. 31. janúar. grþ Strætó hækkar fargjöld LANDIÐ: Ný gjaldskrá mun taka gildi fyrir þjón- ustu strætisvagna Strætó bs. 1. mars næstkomandi. Með- al breytinga eru að almenn- ir farmiðar verða seldir 20 saman, eða með sama fyrir- komulagi og í tilviki afslátt- arfarmiða, og munu farmiða- spjöldin hækka um 2,9%. Mesta hækkunin mun verða á eins- og þriggja daga kort- um. Eftir breytinguna mun eins dags kort kosta 1.500 kr. og þriggja daga kort 3.500 kr. Staðgreiðslugjaldið hækkar um 5% og verður 420 krón- ur, en á móti mun Strætó taka upp staðgreiðslugjald fyr- ir börn og ungmenni yngri en 18 ár, öryrkja og aldraða og verður það 210 kr. Tíma- bilskort og farmiðar hækka á bilinu 2,9-4,2%. „Verðhækk- un er ætlað að mæta almenn- um kostnaðarhækkunum,“ segir í tilkynningu. Nán- ari upplýsingar er að finna á strætó.is. -mm Atvinnuleysi var 3,1% í árslok LANDIÐ: Á fjórða ársfjórð- ungi síðasta árs voru 189.200 manns á aldrinum 16–74 ára á vinnumarkaði hér á landi. Af þeim voru 183.300 starf- andi og 5.900 án vinnu og í atvinnuleit. Atvinnuþátttaka mældist 81,6%, hlutfall starf- andi mældist 79% og atvinnu- leysi var 3,1%. Frá fjórða árs- fjórðungi 2014 fjölgaði starf- andi fólki um 5.300 og hlut- fallið jókst um 1,5 prósentu- stig. Atvinnulausum fækkaði á sama tíma um 1.800 manns og hlutfallið sömuleiðis um eitt prósentustig. Atvinnu- lausar konur voru 2.100 og var atvinnuleysi á meðal kvenna 2,3%. Atvinnulausir karlar voru 3.800 eða 3,8%. Atvinnuleysi var 3,6% á höf- uðborgarsvæðinu en 2,2% utan þess. -mm Fordæmalaus hækkun bílastæðagjalda REYKJANES: Isavia sem rekur Leifsstöð hefur ákveðið að hækka bílastæðagjöld við flugstöðina um allt að 117% frá og með 1. apríl næstkom- andi. Isavia réttlætir þessa hækkun með fjölgun farþega. Væntanlega er þar átt við fjölgun erlendra ferðamanna hingað til lands. Neytenda- samtökin mótmæla harðlega þessari hækkun og minna á að þeir sem nota þessi bíla- stæði séu ekki erlendir ferða- menn heldur Íslendingar. „Isavia hefur í dag einokun á bílastæðum við Leifsstöð og það er í krafti þeirrar einok- unar sem Isavia treystir sér til að hækka verðið jafn mikið og nú er ráðgert. Neytenda- samtökin mótmæla þessum hækkunum harðlega og krefj- ast þess að þær verði dregn- ar til baka en til vara að þær verði mun minni en gert er ráð fyrir,“ segir í ályktun sam- takanna. –mm Verktakafyrirtækið B.Vigfússon ehf. hefur nú hafist handa við að byggja upp veg og grafa fyrir nýrri spennistöð fyrir Landsnet í Grund- arfirði. Verið er að færa spennistöð- ina út fyrir byggðina og verður hún einnig yfirbyggð. Hún verður stað- sett fyrir ofan iðnaðarsvæðið við Kverná. Einnig verður lagður nýr 63Kw jarðstrengur frá spennistöð- inni til Ólafsvíkur og mun hann leysa ofanjarðarlínur af hólmi og tryggja rafmagnsöryggi mun bet- ur en núverandi dreifikerfi. Einnig verða spennar stækkaðir töluvert í leiðinni. Áætluð verklok eru annað- hvort haustið 2016 eða vorið 2017. tfk Framkvæmdir að hefjast við nýja spennistöð Á myndinni eru Vigfús Þráinn og Guðmundur Grétar Bjarnasynir að störfum í gröfum sínum. Á fundi skóla- og frístundaráðs Akraneskaupstaðar 2. febrúar síð- astliðinn var í annað sinn úthlut- að styrkjum úr Þróunarsjóði skóla- og frístundasviðs. Tilgangur með sjóðnum er að styðja við þróun- ar- og nýsköpunarstarf á sviði skóla- og frístunda á vegum Akra- neskaupstaðar með það að mark- miði að starfsemin verði í sífelldri þróun í takt við breytingar í um- hverfi og samfélagi. Markmiðið er að verkefnin styðji við og stuðli að fagmennsku starfsfólks, auknum gæðum í skóla- og frístundastarfi, umbótum og nýbreytni. Þrjár um- sóknir bárust um styrki og fengu tvö verkefni úthlutað peninga- framlagi. Þetta eru verkefninu „Að fanga fjölbreytileikann. Handbók um verkfæri Byrjendalæsis, Orðs af orði og Gagnvirks lestrar,” en hins vegar verkefnið ,,Innleiðing á samvinnulíkani fyrir margbreyti- lega hópa.” Í úthlutunarnefnd eru Sigríður Indriðadóttir formaður skóla-og frístundaráðs, Regína Ás- valdsdóttir bæjarstjóri og Gunnar Gíslason ráðgjafi. Að fanga fjölbreytileikann Ábyrgðamenn umsóknarinnar um að fanga fjölbreytileikann eru þær Ásta Egilsdóttir kennari í Grunda- skóla og Guðrún Guðbjarnadóttir kennari í Brekkubæjarskóla. Í um- sögn úthlutunarnefndar segir að verkefnið tengist beint þjóðarátaki í læsi sem Akraneskaupstaður er aðili að. Þetta sé samvinnuverkefni beggja grunnskólanna og styðji við bæði skóla- og lestrarstefnu Akra- neskaupstaðar og efli skólasamfélag á Akranesi í heild sinni. „Ábyrgða- menn verkefnisins, Ásta og Guð- rún, hafa unnið vel saman og fag- lega að innleiðingu og þróun byrj- endalæsis í báðum skólum og auk- ið samvinnu skólanna með jákvæð- um árangri. Umsóknin er fagleg og vel rökstudd. Verkefnið hlýtur tvær milljónir króna í styrk,“ segir í umsögn dómnefndar. Margbreytileiki hópa Hitt verkefnið sem hlaut styrk fékk 1,5 milljón króna. Það nefnist „Innleiðing á samvinnulíkani fyr- ir margbreytilega hópa (Þorpið)“. Ábyrgðamaður umsóknar er Ruth Jörgensdóttir Rauterberg deildar- stjóri dagstarfs í Þorpinu. Í umsögn úthlutunarnefndar segir: „Verk- efnið er áhugavert frumkvöðla- verkefni sem hefur hlotið viður- kenningu fyrir nýsköpun og þró- un í æskulýðsstarfi. Ábyrgðamað- ur umsóknar, Ruth, hefur þróað samvinnulíkan fyrir margbreytilega hópa barna og unglinga til að skapa umhverfi sem einkennist af virð- ingu fyrir margbreytileika, félags- lega viðurkenningu, þátttöku allra og samvinnu. Þróunarverkefnið felst í innleiðingu hluta þess líkans í starfi með börnum og ungmennum í Þorpinu. Umsóknin er fagleg og vel rökstudd.“ mm Akraneskaupstaður úthlutar úr þróunarsjóði Þær fengu að þessu sinni styrki úr Þróunarsjóði skóla- og frístundasviðs. F.v. Guðrún, Ásta og Ruth. Ljósm. Akraneskaupstaður.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.