Skessuhorn


Skessuhorn - 10.02.2016, Blaðsíða 4

Skessuhorn - 10.02.2016, Blaðsíða 4
MIÐVIKUDAGUR 10. FEBRÚAR 20164 Kirkjubraut 54-56 - Akranesi - Sími: 433 5500 - www.skessuhorn.is Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14.00 á þriðjudögum. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Skráningarfrestur smá- auglýsinga er til 12.00 á þriðjudögum. Blaðið er gefið út í 3.800 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu. Áskriftarverð er 2.700 krónur með vsk. á mánuði. Elli- og örorkulífeyrisþegar greiða kr. 2.340. Rafræn áskrift kostar 2.120 kr. Rafræn áskrift til elli- og örorkulífeyrisþega er 1.960 kr. Áskrifendur blaðs fá 50% afslátt af verði rafrænnar áskriftar. Verð í lausasölu er 750 kr. SKRIFSTOFA BLAÐSINS ER OPIN KL. 9-16 VIRKA DAGA Útgefandi: Skessuhorn ehf. skessuhorn@skessuhorn.is Ritstjórn: Magnús Magnússon, ritstjóri s. 894 8998 magnus@skessuhorn.is Guðný Ruth Þorfinnsdóttir gudny@skessuhorn.is Kristján Gauti Karlsson kgauti@skessuhorn.is Magnús Þór Hafsteinsson mth@skessuhorn.is Auglýsingar og dreifing: Lísbet Sigurðardóttir lisbet@skessuhorn.is Valdimar Björgvinsson valdimar@skessuhorn.is Umbrot og hönnun: Tinna Ósk Grímarsdóttir tinna@skessuhorn.is Þórarinn Ingi Tómasson toti@skessuhorn.is Bókhald og innheimta: Guðbjörg Ólafsdóttir bokhald@skessuhorn.is Prentun: Landsprent ehf. Leiðari Gullgröftur bílalánara Landsmenn fylgdust af andagt með óförum bandaríska ferðamannsins Noel sem kom hingað til lands nýverið, leigði sér bíl og ók af stað. Fyrsti við- komustaður átti að vera Laugavegur í Reykjavík, en ekki vildi betur til en svo að auka „r“ bættist í orðið þegar hann stimplaði áfangastaðinn í „plotter- inn“ í bílnum. Ók hann því sem leið lá Reykjanesbrautina, í gegnum alla litlu hreppana á höfuðborgarsvæðinu og hafnaði á Siglufirði, þar sem Laugarveg- ur vissulega er. Ekki ósvipaða sögu heyrðum við nýlega úr Helgafellssveitinni á Snæfellsnesi þar sem sagði frá því að ferðamenn skyldu ekkert í því að þeir fundu ekki Almannagjá á Þingvöllum. Ég segi nú eins og maðurinn í Lund- arreykjadalnum forðum sem þóttist nú aldeilis vera heimssigldur og sagði; „Já, það er víðar England en í Kaupmannahöfn!“ Engu að síður má færa fyrir því rök að miklu skemmtilegra er að vera ferðamaður á Siglufirði og í Helgafellssveit, heldur en í kraðakinu á hinum stöðunum. Það er hins vegar allt önnur saga sem ekki verður farið nánar út í hér. Það er hins vegar öruggt að örsögum af ferðamönnum á bílaleigubílum á eftir að fjölga. Vonandi verða þær ekki alvarlegri en þessar, en vissulega er hættan einmitt sú. Hér á síðunni til hægri er lítil frétt um þriggja bíla árekst- ur sem varð í Kolbeinsstaðarhreppnum á sunnudaginn. Þar höfðu ferðamenn stöðvað bíl sinn á veginum, vafalaust til að njóta útsýnisins, en uggðu ekki að sér. Þar sem hálka var talsverð og stutt í næstu blindhæð áttu þeir sem komu akandi að, óhægt um vik að koma í veg fyrir árekstur. Eins og segir í fréttinni tókst ökumönnum að koma í veg fyrir að aka á bíl ferðafólksins, en þrír lentu engu að síður saman. Það var nefnilega hálka. Ótal dæmi þekki ég úr um- ferðinni síðustu árin þar sem maður hefur ekið fram á ferðafólk sem stöðvað hefur bíla sína úti í kanti eða jafnvel á miðjum vegi hvort sem er að sumri eða vetri. Fólkið stekkur síðan út og byrjar að taka myndir af hrossum á beit eða öndum á polli. Það gleymir að taka tillit til annarra ökumanna og aðstæðna. Það áttar sig ekki á því að íslenskir vegir eru ekki gerðir fyrir fleiri en tvo bíla á breiddina og því gefur auga leið að hættan er umtalsverð af að stoppa, þeg- ar umferð er í báðar áttir. Tölur um alvarleg umferðarslys og banaslys á síð- ustu árum gefa til kynna að ferðamenn eru sífellt hærra hlutfall. Ísland er markaðssett í ferðaþjónustu út um allan heim. Einnig í löndum þar sem íbúar hafa aldrei séð snjó, einungis heyrt af honum af afspurn eða séð myndir. Nú streymir þetta fólk hingað til lands í tugþúsundatali og ferðast um á sínum forsendum. Það leigir sér bíla og síðan er ekið af stað. Nú hefur komið í ljós að margir þessara bíla sem bílaleigurnar bjóða eru ekki á vel bún- um hjólbörðum til vetraraksturs. Litlar eða jafnvel engar leiðbeiningar fylgja með bílunum um akstur hér á landi og því fer sem fer. Ferðafólk kemur sér í ógöngur á vanbúnum bílum og hefur auk þess enga kunnáttu til aksturs við aðstæður eins og við þekkjum að þær geta orðið. Engum vafa er undirorp- ið að hér stefnir í stórt vandamál. Ég vil leyfa mér að varpa ábyrgðina á tvo hópa. Annars vegar stjórnvöld sem leyft hafa gullgröfurum í bílaleigufyrir- tækjaleik að leika lausum hala. Lagaumgjörðin til reksturs bílaleigu er gagns- laus hvað skyldur þeirra varðar og reyndar sitthvað fleira. Hins vegar eru það bílaleigurnar sjálfar. Það er til lítils fyrir starfsmenn þeirra að skýla sér á bak- við gallaða lagaumgjörð. Auðvitað verða þeir sem stunda einhverja þjónustu, hverju nafni sem hún nefnist, að nota heilbrigða skynsemi við reksturinn. Forsvarsmaður bílaleigu sem lánar japönskum ferðamanni smábíl að vetr- arlagi, sem jafnvel er á hálfslitnum heilsársdekkjum, má alls ekki vera firrtur ábyrgð. Nógu erfitt er að aka um íslenska vegi að vetrarlagi þótt maður sé al- inn upp við það. Þessi mál eru ekki einkamál ferðaþjónustunnar eða stjórn- valda. Það er brýnt hagsmunamál fyrir alla vegfarendur hér á landi að komið verði strax vitinu fyrir gullgrafarana í stétt bílaleigufyrirtækja. Magnús Magnússon Hrönn Ríkharðsdóttir, skóla- stjóri Grundaskóla á Akranesi, hef- ur ákveðið að hætta störfum og fara á eftirlaun næsta vor. Hún hefur starfað sem skólastjóri Grundaskóla frá árinu 2007 en var áður aðstoð- arskólastjóri frá 1998. Hrönn hóf kennslu við Fjölbrautaskóla Vestur- lands haustið 1978 og var þar til vors 1986. Þaðan fór hún yfir í Brekku- bæjarskóla þegar grunnskóladeild innan Fjölbrautaskólans var aflögð. Hún hóf störf hjá Grundaskóla árið 1995 og hefur því starfað þar í rúm 20 ár. „Ég hef alltaf verið þeirrar skoðunar að það sé hollt að stjórn- endur séu ekki of lengi í starfi. Það sama á við um mig nú þegar ég hef verið stjórnandi hér í 18 ár. Ég er þakklát fyrir þann tíma en það er al- veg tímabært að annar taki við,“ seg- ir Hrönn í samtali við Skessuhorn. Aðspurð um hvað sé framundan seg- ir Hrönn það vera óráðið. „Ég hef verið að læra markþjálfun í vetur og vonandi fæ ég eitthvað að gera við það. En annars er ekkert sérstakt fyr- irhugað.“ Staða skólastjóra Grundaskóla verður auglýst fljótlega og hef- ur skóla- og frístundaráð Akranes- kaupstaðar falið Regínu Ásvaldsdótt- ur bæjarstjóra að hafa umsjón með ráðningarferlinu. grþ Hrönn hættir sem skólastjóri í vor Hrönn Ríkharðsdóttir. Allharður þriggja bíla árekstur varð síðdegis á föstudaginn stutt frá blind- hæð á veginum móts við Flesjustaði í Kolbeinsstaðarhreppi. Tildrög óhappsins voru þau að bíll með er- lendum ferðamönnum var kyrrstæð- ur á veginum. Bíl sem kom aðvífandi var bremsað skyndilega niður þann- ig að annar bíll sem kom á eftir lenti aftan á honum og snerist við það á veginum og fór yfir á rangan vegar- helming. Við það lendir bíll sem ekið var úr gagnstæðri átt á þeim bíl. Bíll ferðamannanna slapp hins vegar al- veg frá árekstrinum. Enginn slasað- ist alvarlega en tveir kvörtuðu undan eymslum og leituðu til læknis í kjöl- farið. Fleiri óhöpp urðu sama dag í umferðinni á Vesturlandi en þau mátti rekja til hálku. mm Þriggja bíla árekstur Frá vettvangi óhappsins á föstudaginn. Ljósm. tfk. Betur fór en á horfðist þegar móðir með tvö tveggja mánaða gömul börn velti bíl sínum síðastliðinn föstudag. Óhappið varð í beygju milli bæjanna Laugavalla og Ness í Reykholtsdal og var ökumaðurinn að taka fram úr dráttarvél og fipaðist við aksturinn. Hálka var og snarsnérist bílinn á veg- inum og skall á toppinn í skurðkanti. Kallaður var til tækjabíll Slökkviliðs Borgarbyggðar ásamt sjúkrabíl. Við læknisskoðun á heilsugæslustöðinni í Borgarnesi kom í ljós að móðirin og börnin tvö höfðu sloppið án meiðsla. Bíllinn er hins vegar gjörónýtur. mm/ Ljósm. bhs. Útaf með tvö smábörn í bílnum Búið er að smíða nýja brú yfir Botnsá í Hvalfirði á veginum sem liggur inn að landi Stóra Botns og gönguleiðunum að Glym, um Leggjabrjót og víðar. Þetta svæði hefur notið mikilla vinsælda ferða- manna og nú má heita sem að þarna sé umferð allan ársins hring og mjög mikil um sumarmánuðina. „Gamla brúin var alveg búin, hún var hreinlega ónýt. Við tókum allt þetta gamla í burtu, gerðum nýjar undirstöður, settum nýja og sterk- ari stálbita, nýtt dekk og ný hand- rið. Þetta er hreinlega ný brú og töluvert breiðari en sú gamla. Þar munar um 40 sentimetrum,“ segir Sigurður Hallur Sigurðsson brú- arsmiður í samtali við Skessuhorn. Hann er yfir öðrum af tveimur brú- arvinnuflokkum Vegagerðarinn- ar. Hefur hans flokkur, sem telur sex menn, bækistöðvar á Hvamms- tanga. Sigurður Hallur segir að framkvæmdir hafi staðið yfir í tvær vikur og var vegurinn lokaður á meðan. „Það er gott að vera bún- ir að koma þessu í lag fyrir ferða- mannatímann og það var ekki van- þörf á. Nú eiga allir bílar að geta farið yfir þessa nýju brú.“ Auk brú- arflokks Vegagerðarinnar kom Jón- as Guðmundsson á Bjarteyjarsandi að verkinu en hann sá um alla jarð- vinnuna. mþh Ný brú yfir Botnsá í Hvalfirði ,Nýja brúin er mikil samgöngubót á veginum um Botnsdal að útivistarsvæðinu sem kennt er við fossinn Glym. Það svæði verður sífellt þekktara og vinsælla meðal ferðamanna.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.