Skessuhorn


Skessuhorn - 10.02.2016, Blaðsíða 13

Skessuhorn - 10.02.2016, Blaðsíða 13
MIÐVIKUDAGUR 10. FEBRÚAR 2016 13 urinn væri einkum ádeila á stjórn- sýslu, fremur en að fólk væri ósammála því að færa leikskól- ann á Kleppjárnsreyki. Rökstuddi hún þá niðurstöðu sína í málinu að vera fylgjandi því að leikskólanum verði komið í húsnæði grunnskól- ans. Hún sagði sárna það sem sagt væri að fræðslunefndin væri ekki að taka faglega á málum. Vísaði hún til bókunar í fundargerð fræðslu- nefndar þegar þessi ákvörðun var tekin. Þar er sagt að taka eigi tillit til hugmynda fagfólks um lausn á húsnæðisvanda leikskólans. Taldi hún spennandi og ný tækifæri fel- ast í því að leik- og grunnskóli fari undir sama þak. Sterkari tengsl yrðu milli skólastiganna. „Það var þrýst á nefndina að taka ákvörðun um ferlið sem tekið hefur tvö ár,“ bætti hún við. Brostinn trúnaður Helga Jensína Svavarsdóttir deild- arstjóri GBF á Hvanneyri kvaðst hugsi og sorgmædd yfir þessari stöðu sem sveitarfélagið væri kom- ið í. „Ég er hugsi því við erum öll í sama liði - öll, líka sveitarstjórn.“ Hún sagði traustið brostið og það hafi sýnt sig í vinnunni og ákvörð- unum sem teknar hafa verið um skólahald á Hvanneyri. „Við erum komin í einhverja stöðu sem virð- ist ekki ætla að breytast.“ Óttaðist hún að sér virtist sem sama hvað sveitarstjórn færi af stað með, það yrði risið upp gegn því sökum brostins trúnaðar. Svöruðu fyrir sig Í lok fundar ávörpuðu sveitar- stjórnarmenn gestina. Guðveig Eyglóardóttir sagði að nánari greining á barnafjölda næstu árin ætti eftir að fara fram. Sagði hún að fræðslunefnd leggði til að fram fari vinna með stjórn og starfsfólki á aðstöðunni á Kleppjárnsreykj- um, skólalóðinni, húsnæðinu og fleiru. „Áhersla verður lögð á að vinna með stjórnendum og starfs- fólki um hvað eigi að gera. Ekki er verið að skerða þjónustu heldur á að byggja upp með tilliti til þeirrar uppbyggingar sem á sér stað hér í héraðinu.“ Ragnar Frank Kristjánsson VG sagði varðandi leikskólamál- in að umræðan hafi byrjað á síð- asta kjörtímabili og þá hafi ver- ið talið best að færa leikskólann að Kleppjárnsreykjum til þess að styrkja skólasamfélagið þar. „Eitt er víst að það þarf skólastefnu og framtíðarsýn,“ sagði hann. Benti hann á að sem fulltrúi í fræðslu- nefnd hafi hann fyrst nýlega feng- ið teikningar að leikskóla inni í grunnskólahúsnæðinu á Klepp- járnsreykjum. Bjóst hann ekki við að farið yrði í framkvæmd- ir á þessu ári, vegna fjárskorts og að teikningarnar sem nú liggi fyrir sýni fram á framkvæmdir til verra ástands en ekki betra. Hann hafi alltaf haft þá skoðun að leikskól- inn eigi að vera í sérhúsnæði. „Það eru bara til 55 milljónir og hvern- ig á að vinna úr þeim - það þarf að gefa þessu lengri tíma,“ sagði Ragnar Frank. Björn Bjarki Þorsteinsson for- seti sveitarstjórnar talaði um end- urbætur og breytingar á húsnæði Brákarhlíðar. Þar hafi það verið mat fagaðila að kostnaður breyt- inga yrði um 70% af kostnaði við nýbyggingu. Það hafi staðist. „Ég vona að hér verði staðið vel að breytingum og uppbyggingu á Kleppjárnsreykjum, Hvanneyri og á Varmalandi,“ sagði Bjarki og áréttaði það sem fram hefur kom- ið að heppnast hefði vel á Varma- landi með að breyta húsnæði skól- ans þar. mm/áe Á þriðjudag í liðinni viku fékk Fjölbrautaskóli Vesturlands á Akranesi hóp gesta í heimsókn frá Fjölbrautaskóla Suðurlands og Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Skól- ar þessir eru samstarfsskólar FVA og starfsfólk þeirra hittist reglu- lega til umræðna og samstarfs. „Skólarnir hafa lengi starfað sam- an og ánægjulegt að þeir skuli enn binda tryggð við hvern annan,“ segir Ágústa Elín Ingþórsdótt- ir, skólameistari FVA í samtali við Skessuhorn. Um 230 manns, kennarar og starfsfólk, sóttu fundinn í FVA og stóð dagskrá frá klukkan tíu að morgni og fram eftir degi. Fund- urinn hófst á fyrirlestrum Elsu Eiríksdóttur, lektors á mennta- vísindasviði Háskóla Íslands og Sigurjóns Mýrdal, deildarstjóra í mennta- og menningarmála- ráðuneytinu. Næst tóku til máls kennararnir Flemming Madsen frá FVA, Pelle Caroe frá FSU og Ægir Karl Ægisson frá FSS. Fluttu þau stutt erindi þar sem þau ræddu kennslu og kennslu- aðferðir og deildu reynslu sinni með kollegum sínum. Að lokn- um fyrirlestrum og erindum fund- uðu deildir og starfssvið og um- ræður héldu áfram. „Hugmyndin með samstarfinu er að læra hvert af öðru. Verkefni skólanna eru mörg og margslungin og það gerir þróun skólanna bæði skipulegri og markvissari að allir leggist á eitt,“ segir Ágústa. kgk Fjölmennur þrískólafundur haldinn í FVA Fjölmennt var á fundinum þar sem um 230 kennarar og starfsfólk komu saman. Flemming Madsen, rafiðngreinakenn- ari við FVA, var einn þeirra kennara sem fluttu erindi á fundinum. AKRANES • BORGARNES • BÚÐARDALUR • GRUNDARFJÖRÐUR • HÓLMAVÍK • HVAMMSTANGI • ÓLAFSVÍK • STYKKISHÓLMUR SK ES SU H O R N 2 01 5 LAUS STAÐA LÆKNARITARA VIÐ HVE AKRANESI Hæfnikröfur: • • • •

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.