Skessuhorn


Skessuhorn - 22.03.2016, Side 1

Skessuhorn - 22.03.2016, Side 1
FRÉTTAVEITA VESTURLANDS – www.skessuhorn.is 12. tbl. 19. árg. 22. mars 2016 - kr. 750 í lausasölu Framtíðin er full af möguleikum Traust fjármálaráðgjöf leggur grunn að farsælli framtíð H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA –  1 5 -0 0 5 0 Coldfri munnúði Fluconazol ratiopharm - við kvefi og hálsbólgu Eru bólgur og verkir að hrjá þig? Landnámssetur Íslands, Brákarbraut 13 – 15, Borgarnesi Næstu sýningar á Sögulofti SK ES SU H O R N 2 01 6 Egilssögur, í tímahylki tals og tóna Sunnudagur 3. apríl kl. 16 Föstudagur 15. apríl kl. 20 Laugardagur 16. apríl kl. 20 MR. Skallagrímsson Laugardaginn 9. apríl kl. 20 LANDNÁMSSETur Íslands Sjóstangaveiðifélagið Skipaskagi á Akranesi stóð fyrir innanfélagsmóti í sjóstangveiði síðastliðinn laugardag í frábæru veðri. Var þetta í 22. skipti sem mótið er haldið og tóku 23 ein- staklingar þátt á sex bátum, þar af sex nýliðar. Jóhannes Simonsen formað- ur Skipaskaga var aflahæstur karla með 384,55 kg og Ágústa S Þórðar- dóttir var aflahæst kvenna með 104,1 kg. Aflahæsti báturinn var Þerna AK með heildarveiði upp á 964,2 kg og var Högni Reynisson skipstjóri. Óvenju stór og þungur fisk- ur veiddist á mótinu enda var nú í fyrsta sinn ákveðið að halda mót- ið fyrir árlegt veiðistopp sem er frá 1. til 21. apríl. „Það sem gerir mót- ið sérstakt er að við gerðum tilraun til að halda mótið fyrir páskastopp- ið þegar fiskurinn er að hrygna. Inn- anfélagsmótið var því haldið á með- an stórfiskurinn er enn í Faxaflóa,“ segir Jóhannes í samtali við Skessu- horn. Fyrir vikið var meðalþyngd Óvenjumikið af stórþorski á sjóstangaveiðimóti Gunnar Jónsson með 37,5 kg þorsk sem veiddur var á innanfélagsmótinu á Akranesi sl. laugardag. Líkt og sjá má er fiskurinn mjög stór en Gunnar er sjálfur um tveir metrar á hæð. Ljósm. Jóhannes Simonsen. Marinó Freyr Jóhannesson veiddi þriðja stærsta fiskinn á mótinu, 32 kg þorsk. Gunnar Jónsson og Jóhannes Simonsen sem var aflahæstur með 384 kg. Körfuknattleiksdeild Skallagríms stóð á föstudagskvöldið fyrir fjáröflunardansleik í Borgarnesi, Pallaballi eins og þau gerast best. Páll Óskar söng þar og spilaði „non stop“ frá klukkan 23 til 03. Skemmtuninni var þó startað fyrr um kvöldið því Páll Óskar og Skallagrímur buðu krökkum á barnaball og myndatöku í Hjálmakletti. Meðfylgjandi mynd tók Kristín Jónsdóttir á krakkaballi með Palla. Rafræn áskrift Ný áskriftarleið Pantaðu núna fiskanna töluvert hærri en vanalegt er, eða um 9,5 kíló. Til gamans má geta að venjulega er meðalþyngd fiskanna um 1,5 til 2 kg á slíku móti. Heildaraflinn var um 4,5 tonn, sem þykir einnig óvenju gott. Þá veidd- ust fjórir þorskar sem voru þyngri en skráð landsmet fram til þessa. Gunn- ar Jónsson veiddi þorsk sem reyndist 37,5 kíló og bendir allt til þess að sá þorskur sé sá stærsti sem veiðst hefur á sjóstöng við strendur Íslands. Þess má geta að viðurkennt landsmet hjá Landssambandi sjóstangaveiðifélaga er 26 kg. Það met telst þó ekki slegið þar sem þeir fiskar sem veiðast á inn- anfélagsmótum eru ekki taldir með í landsmetum. grþ

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.