Skessuhorn


Skessuhorn - 17.08.2016, Page 8

Skessuhorn - 17.08.2016, Page 8
MIÐVIKUDAGUR 17. ÁGÚST 20168 Strandveiðum formlega lokið LANDIÐ: Síðastliðinn fimmtudag lauk strandveið- um formlega hér við land, en lengst var veitt á D-svæði sem nær frá Hornafirði og vestur um til Borgarbyggðar. -mm Skoða kaup á skrifstofum DALABYGGÐ: Á fundi byggðarráðs Dalabyggðar 9. ágúst síðastliðinn voru lagð- ar fram hugmyndir þess efnis að sveitarfélagið myndi festa kaup á skrifstofuhúsnæði að Miðbraut 11 í Búðardal. Hús- næðið sem um ræðir er í eigu Stéttarfélags Vesturlands en Dalabyggð hefur haft afnot af skrifstofunum um nokk- urt skeið. Niðurstaða byggð- arráðs var að fela sveitar- stjóra að afla frekari upplýs- inga, svo sem um vilja Stéttar- félags Vesturlands til að gera langtímaleigusamning við Dalabyggð um húsnæðið. Af- greiðslu málsins var að öðr- um kosti frestað þar til frekari upplýsingar liggja fyrir. -kgk Íslands- meistaramót í hrútadómum STRANDIR: Hrútar verða þreifaðir og þuklaðir í Sauð- fjársetrinu í Sævangi við Steingrímsfjörð á Ströndum sunnudaginn 21. ágúst. Þá fer fram hið árlega Íslandsmeist- aramót í hrútadómum. Jafnan er þátttaka góð í mótinu, bæði í flokki reyndra hrútadómara og eins í flokki óvanra hrúta- þuklara. Vestlendingar úr nærliggjandi sveitarfélögum hafa oft fjölmennt á mótið og voru einráðir á verðlaunapalli í flokki reyndra hrútadómara á síðasta ári. Guðmundur Gunnarsson bar sigur úr být- um, en hann er bóndi á Kjar- laksvöllum í Saurbæ í Dölum. Næstur kom Vilberg Þráins- son, bóndi á Hríshóli í Reyk- hólasveit og í þriðja sæti hafn- aði Bjarki Reynisson á Kjar- laksvöllum. Að venju verður kjötsúpa á boðstólnum í há- deginu og kaffihlaðborð allan liðlangan daginn. -kgk Víðtæk leit að ungri konu SV-LAND: Víðtæk leit hófst síðastliðið laugardagskvöld að ungri konu af höfuðborgar- svæðinu sem saknað hafði verið frá því á föstudag. Meðal ann- arra tóku björgunarsveitir af sunnanverðu Vesturlandi þátt í leitinni. Þyrluáhöfn Landhelg- isgæslunnar fann síðan konuna heila á húfi á sunnudagsmorg- un. Lögreglan á höfuðborgar- svæðinu vill koma á framfæri þökkum til allra sem þátt tóku í leitinni. -mm Skákmót á laugardaginn REYKHÓLAHR: Eins og Skessuhorn hefur áður greint frá verður Minn- ingarmót Birnu Norð- dahl skákmeistara haldið á Reykhólum laugardag- inn 20. ágúst næstkom- andi. Margir af fremstu skákmönnum þjóðarinn- ar hafa boðað komu sína. Mótið hefst kl. 14 í íþrótta- húsinu og verða tefldar átta umferðir með tíu mínút- ur á skákklukkunni. Kven- félagskonur bjóða upp á léttar kaffiveitingar í kaffi- hléi og um kvöldið verð- ur hátíðarkvöldverður í íþróttahúsinu. -kgk Aflatölur fyrir Vesturland 6. – 12. ágúst Tölur (í kílóum) frá Fiskistofu: Akranes 10 bátar. Heildarlöndun: 48.248 kg Mestur afli: Klettur MB: 28.308 kg í fjórum lönd- unum. Arnarstapi 7 bátar. Heildarlöndun: 10.409 kg Mestur afli: Bárður SH: 4.155 kg í þremur löndun- um. Grundarfjörður 18 bátar. Heildarlöndun: 327.600 kg Mestur afli: Hringur SH: 66.588 kg í einni löndun. Ólafsvík 36 bátar. Heildarlöndun: 203.111 kg Mestur afli: Brynja II SH: 56.525 kg í sjö löndunum. Rif 25 bátar. Heildarlöndun: 84.139 kg Mestur afli: Sæbliki SH: 38.869 kg í sex löndunum. Stykkishólmur 11 bátar. Heildarlöndun: 18.542 kg Mestur afli: Blíða SH: 10.677 kg í sjö löndunum. Topp fimm landanir á tímabilinu: 1. Hringur SH – GRU: 66.588 kg 10. ágúst. 2. Fjölnir GK – GRU: 57.229 kg 8. ágúst. 3. Páll Jónsson GK – GRU: 55.188 kg 7. ágúst. 4. Helgi SH – GRU: 46.723 kg 8. ágúst. 5. Grundfirðingur SH – GRU: 46.657 kg 8. ágúst. Eldur kom upp á urðunarstað Sorp- urðunar Vesturlands í Fíflholtum á Mýrum aðfararnótt þriðjudags í lið- inni viku, en hans varð vart klukk- an 7:45 á þriðjudagsmorgun þeg- ar starfsmenn mættu til vinnu. Að sögn Þorsteins Eyþórssonar staðar- haldara er ekki óalgengt að sjálfs- íkveikja verði á urðunarstöðum, þegar nær að hitna í haugunum áður en þeir eru urðaðir. Er þá iðu- lega gripið til þess ráðs að kæfa eld- inn með meira rusli og þjappa vel yfir. Það var einnig gert á þriðju- dagsmorguninn og gekk ágætlega framan af. Þá brá hins vegar svo við að troðarinn sem notaður er til verksins bilaði og náði eldurinn að blossa upp að nýju. Þorsteinn seg- ir að um hádegisbil hafi ekki ann- að verið í stöðunni en að kalla til tiltæka vörubíla og voru þegar mest var fjórir trailer-vörubílar sem óku möl frá Hítará og sturtuðu yfir hauginn. Stóðu malarflutningar yfir fram á fimmta tímann nóttina eftir. Þá loks náðist að drepa í síð- ustu glæðunum. Alls var ekið um þrjú þúsund rúmmetrum af möl yfir eldinn. Þorsteinn segir að eftir svona bruna séu haugarnir vaktaðir sér- staklega vel því alltaf sé ákveðin hætta á að eldur nái að blossa upp að nýju. Þorsteinn sagði jafnframt að eldurinn í síðustu viku hafi ver- ið sá mesti á urðunarstaðnum í Fífl- holtum frá því starfsemin hófst. Mikinn reyk lagði frá urðun- arstaðnum á þriðjudaginn og var hann til óþæginda fyrir íbúa vind- megin við reykinn, en átt var sunn- an- og suðvestanstæð. Meðal ann- ars kvörtuðu íbúar í ofanverðum Borgarfirði yfir megnri ólykt sem lagði yfir sveitirnar, meðal annars Norðurárdal og allt upp í Hálsa- sveit. Reykur gæti sést áfram Hrefna B Jónsdóttir framkvæmda- stjóri Sorpurðunar Vesturlands seg- ir að unnið hafi verið samkvæmt við- bragðsáætlun urðunarstaðarins, en starfsemin er í samræmi við starfsleyfi sem gefið var út af Umhverfisstofn- un. Þar er m.a. kveðið á um frágang úrgangs á urðunarstað og viðbrögð ef eldur brýst út. „Lítil hætta er talin stafa af reyknum fyrir umhverfið þótt bruni sé aldrei góður sem slíkur. Þeir sem eru í mestri hættu eru starfs- menn sem unnu við að ráða niður- lögum eldsins og slökkva í glæðun- um. Þetta er með viðameiri frávik- um sem hafa komið upp í starfsemi urðunarstaðarins í Fíflholtum,“ sagði Hrefna. mm Mestu eldar frá upphafi á urðunarstaðnum í Fíflholtum Til marks um hversu hátt reykinn frá Fíflholtum lagði er þessi mynd sem tekin var úr fjöruborðinu við Ægisbraut á Akranesi síðdegis á þriðjudaginn. Ljósm. bþb. Hér má sjá hversu miklir eldarnir í ruslinu voru á þriðjudags- kvöldið. Ljósm. Jón Þór Þorvaldsson. Í liðinni viku kom til landsins tíu manna hópur víkinga frá Massa- chusetts í Bandaríkjunum. Þetta eru meðlimir í Hurstwick víkingaklúbbn- um sem leggur stund á lestur Íslend- ingasagna ásamt því að æfa bardaga- tækni víkingaaldar. Forsprakki hóps- ins er dr. William R. Short. Hingað til lands er hópurinn kominn til að fara út í Drangey og kvikmynda 82. kafla Grettis-sögu, það er að segja lokabardaga Grettis Ásmundarson- ar. Fólkið mun fá aðstoð frá íbúum á Sauðárkróki og víkingaklúbbur frá Austfjörðunum mun einnig leggja þeim lið. Hópurinn fer síðan af landi brott í dag, 17. ágúst. Ætlunin er að gefa myndina út á dvd diski sem verður settur í almenna sölu á ama- zon.com. Fyrsti stoppistaður hópsins var Borgarnes þar sem vistir voru keypt- ar og matast áður en haldið skyldi til Eiríksstaða í Haukadal til að taka upp innitökur. Áður en lagt var af stað vest- ur gaf hópurinn sér tíma til að fara í stutta pílagrímsheimsókn til Borgar á Mýrum þar sem meðfylgjandi mynd var tekin (á myndina vantar tvo liðs- menn). Áður kom þessi sami hópur til landsins fyrir tveimur árum til að taka upp lokakafla Gísla sögu Súrs- sonar í Geirþjófsfirði. Sú mynd var gefin út á dvd og er fáanleg á Ama- zon.com. þg Amerískir víkingar taka upp myndefni hér á landi Umferðaóhapp varð á föstudaginn á þjóðvegi 54 skammt frá afleggjaran- um inn á Skógarströnd á Snæfellsnesi. Atvikaðist það þannig að jepplingur var að taka fram úr Ford F-350 sem dró hjólhýsi. Eitthvað misreiknaði öku- maður jepplingsins lengd hins bílsins og fór hann ekki nógu langt fram fyrir Fordinn. Vildi ekki betur til en svo að hann fór utan í jeppann og valt útaf. Ekki urðu slys á fólki. þa Misreiknaði lengd þess sem hann fór fram úr

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.