Skessuhorn


Skessuhorn - 17.08.2016, Blaðsíða 14

Skessuhorn - 17.08.2016, Blaðsíða 14
MIÐVIKUDAGUR 17. ÁGÚST 201614 Sveinn Rúnar Sigurðsson er fjöl- hæfur maður með mörg járn í eldin- um sem læknir, frumkvöðull á sviði hugbúnaðar í þágu lækna og síðast en ekki síst tónlistarmaður. Sveinn Rúnar er lagahöfundur sem hef- ur samið lög fyrir margar þekktustu poppstjörnur landsins ásamt því að eiga það met að vera sá lagahöfundur sem hefur átt flest lög í undankeppni Sjónvarpsins fyrir Eurovison, en hann hefur tvisvar sinnum komist út í aðalkeppnina með lag. Hann hefur undanfarið unnið að nýju efni í tón- listinni sem landsmenn munu heyra í vetur. Sveinn er þó ekki starfandi tónlistarmaður nema að hluta, held- ur vinnur hann fullt starf sem læknir og hóf í apríl síðastliðnum störf sem yfirlæknir á heilsugæslustöð Heil- brigðisstofnunar Vesturlands á Akra- nesi. Blaðamaður Skessuhorns settist niður með hinum húmoríska Sveini Rúnari á dögunum og ræddi við hann um lífið og tilveruna en einkum um læknis- og tónlistarstörfin. Finnst leiðinlegt að sigla lygnan sjó Mikil endurnýjun hefur átt sér stað á heilsugæslustöð HVE á Akranesi síð- astliðna mánuði. Fimm læknar tóku til starfa á vormánuðum og eiga það allir sameiginlegt að hafa unnið á heilsugæslunni í Grafarvogi. Lækn- arnir sem um ræðir eru þau Rólant Dahl Christiansen, Monika Emils- dóttir, Guðmundur Benediktsson, Elías Eyþórsson og loks Sveinn Rún- ar Sigurðsson. „Heilsugæslan á Akra- nesi hafði glímt við verulega mann- eklu sem ef til vill hefði tekið lengri tíma að leysa með stökum ráðning- um. Við sem hingað komum höfum öll unnið saman áður og ég viðraði þá hugmynd við hópinn að það gæti verið spennandi að ráðast í verkefnið saman og þau tóku vel í hugmyndina. Við fengum í raun hreint borð hérna, tækifæri og frelsi til að skipuleggja stöðina upp á nýtt og ég er þakklát- ur stjórnendum HVE fyrir það svig- rúm. Þetta eru ákveðin kaflaskipti hjá heilsugæslunni þar sem sömu menn- irnir hafa verið í brúnni í þrjátíu til fjörutíu ár með Reyni Þorsteinsson í fararbroddi. Reynir hefur unnið af- skaplega gott starf hér á Akranesi og við höfum góðan grunn að byggja á, en vissulega fylgja okkur líka nýjar áherslur og útfærslubreytingar. End- anlegt markmið okkar er þó að bæj- arbúum þyki gott að koma á heilsu- gæsluna, velji sér heimilislækni og nýti þá víðtæku þjónustu sem að við getum veitt,“ segir Sveinn. Akranes öðruvísi í minningunni Sveinn Rúnar bjó í Garðabæ þeg- ar hann ákvað að hefja störf á Akra- nesi en hann hefur nú flutt í miðbæ Reykjavíkur til að forðast umferðar- hnúta á leið sinni upp á Skaga. „Ég var ekki alveg tilbúinn að taka skrefið að flytja upp á Akranes að sinni en ég færði mig aðeins nær helstu umferð- aræðum. Ég óttaðist fyrst að það yrði flöskuháls að koma hingað til vinnu, að keyra á milli, en annað kom á dag- inn. Í dag finnst mér aksturinn vera hápunktur dagsins. Ég nota tímann til að hvílast,“ segir Sveinn. Sveinn Rúnar segist ekki hafa mikla tenginu við Akranes en hann eyddi engu að síður þónokkrum tíma á Akranesi eitt sumarið á unglingsár- unum. „Ég átti kærustu á Akranesi eitt sumarið þegar ég var í Verzló og hljóp í lok hverrar viku niður á höfn til þess að taka Akraborgina,“ rifj- ar Sveinn upp og hlær og bætir því við að þetta ástarævintýri hafi þó ekki staðið lengi yfir. Hann segir Akranes ekki hafa ver- ið eins líflegt bæjarfélag í minning- unni. „Í minningunni, þegar ég var að koma hingað reglulega með Akra- borginni, fannst mér heldur litlaust um að lítast hér á Skaganum. Ég get sagt þér þetta núna því bæjarfélagið hefur komið mér mjög á óvart. Góð- ir veitingastaðir, glæsileg aðstaða til íþróttaiðkunar og blómlegt tónlist- arlíf. Ég kann óskaplega vel við mig hérna. Það hefur verið tekið einstak- lega vel á móti mér og allt gert til að koma okkur aðkomufólkinu inn í bæjarfélagið. Þetta er gott samfé- lag og það er gaman er að vera hluti af því.“ Tilkynnti snemma að hann ætlað að verða tónlistarmaður Tónlist hefur verið fyrirferðamikil í lífi Sveins. Hann var þó orðinn nokk- uð stálpaður þegar hann hóf að leika á hljóðfæri. „Ég kynnist píanói þegar ég var fimmtán ára gamall. Ég kolféll fyrir hljóðfærinu strax en auk þess féll ég fyrir kirkjuorgeli og skráði mig til náms í tónlistarskóla Þjóðkirkjunnar. Ég lærði þar hjá Ungverjum, bæði á kirkjuorgel og píanó. Þeir voru mjög agaðir kennarar og hikuðu ekki við að slá í hnakkann á manni eða putt- ana ef illa gekk. Ég lærði aðallega að spila klassíska tónlist og þar liggur grunnurinn minn og ástríða í tón- list. Ég er fyrst og fremst klassískur píanóleikari og hef spilað mikið af henni í gegnum tíðina; þá aðallega rússnesk tónverk.“ Sveinn lauk píanónáminu 19 ára gamall. „Ég tilkynnti foreldrum mínum strax í kjölfarið að ég ætl- aði mér að verða tónlistarmaður, vildi læra meira og gera tónsmíð- ar, sinna kennslu og gera tónleika- hald að aðalstarfi. Foreldrar mín- ir tóku bara frekar vel í þá hugmynd og lofuðu mér því að herbergið mitt myndi standa óhreyft og ég gæti allt- af leitað til þeirra og fengið gistingu og mat. Faðir minn er mikill húm- oristi en þetta latti mig svolítið og ég hef eiginlega ekki fyrirgefið þeim þetta ennþá,“ segir Sveinn og brosir. „Í fullkomnum heimi þar sem pen- ingar myndu ekki skipta máli væri ég tónlistarmaður. Ef maður fókuserar nógu mikið á eitthvað, hvað sem það er og leggur sig 100 prósent fram, þá nær maður að lifa á því. Mamma mín, Gunnella, er t.d. myndlistar- kona og hefur með eljusemi náð einstökum árangri, haldið sýning- ar víða um heim og m.a. hlotið út- nefninguna „Besti myndskreytari“ í Bandaríkjunum árið 2007.“ Eurovison methafi Þrátt fyrir að Sveinn hafi lagt mikla áherslu á klassíska tónlist bæði í nám- inu sem og spilamennsku sinni fór hann snemma að semja dægurlög fyrir fjölda listamanna. Hann hefur samið lög fyrir tónlistarmenn eins og Magna Ásgeirsson, Jónsa í Svörtum fötum og Védísi Hervöru svo ein- hverjir séu nefndir. Sveinn á einnig metið að vera sá lagahöfundur sem hefur átt flest lög í Söngvakeppni Sjónvarpsins. „Í dag á ég það vafasama Íslands- met að hafa samið langflest Eurov- ison lög allra. Ég hef ekki verið með oft en mér hefur heldur aldrei ver- ið hafnað. Öll lögin sem ég hef sent inn hafa komist í undankeppnina á Íslandi. Ég hef í þrígang átt þrjú lög í undankeppninni. Ég held að regl- unum hafi verið breytt mér til höf- uðs því nú má bara senda inn tvö lög í keppnina,“ segir Sveinn. „Það er engum óskandi að sitja uppi með þrjú lög í söngvakeppninni því um- sýslan er gríðarleg. Það var heldur aldrei ætlunin en dómnefndin hefur haft eitthvað blæti fyrir mér í gegn- um árin sýnist mér,“ segir Sveinn. Fékk uppreisn æru vegna kattarins Kela Sveinn hefur tvisvar sinnum farið með lag út í Eurovison. Í fyrra skipt- ið var það lagið „Heaven“ með Jónsa í Svörtum fötum og í seinna skiptið var það lagið „Ég les í lófa þínum“ með Eiríki Haukssyni. Heaven fór þó ekki í gegnum hefðbundna leið í aðalkeppnina. „Ég var valinn til þess að semja Eurovison lagið það árið. Ég fékk símhringingu í janúar þar sem ég var spurður hvort ég gæti tek- ið þetta að mér sem ég gerði. Dag- inn áður en ég fékk símhringinguna hafði ég hætt með kærustunni minni. Ekki þessari frá Akranesi þó, segir Sveinn og brosir. „Ég átti í miklum vandræðum með að skila af mér týp- ískum gleðismelli með upphækkun vegna þessa, svo úr varð líklega sorg- legasta Eurovison lag Íslandssögunn- ar. Þegar ég hitti Magnús Sigmunds- son um vorið, til þess að smíða texta við demóið, spurði hann mig bara hvort einhver nærri mér hefði látið lífið. Eftir útskýringar mínar fannst honum tilvalið að þetta yrði svana- söngur minn til kærustunnar. Þjóð- in tók þessu lagi ekki vel og ég fékk mikla, og oft á tíðum ómaklega, gagnrýni og okkur gekk ekkert úti í keppninni. Í miðju gagnrýnishafinu ákvað ég að ég ætlaði að koma öðru lagi út fyrir Íslands hönd í kosningu þar sem þjóðin myndi velja framlagið og það tókst mér með Eiríki Hauks- syni,“ segir Sveinn. Þrátt fyrir að hafa komist með lag út með þjóðaratkvæðagreiðslu segist Sveinn þó ekki hafa fengið uppreisna æru vegna „Heaven“ fyrr en nokkru síðar. „Árið 2012 fæ ég símhring- ingu og í símanum var kona sem bjó á Patreksfirði. Ég þekkti þessa konu ekki neitt og hafði aldrei talað við hana hvorki fyrr né síðar. Hún til- kynnti mér það í símann að lagið „Heaven“ með Jónsa minnti sig svo á köttinn sinn hann Kela sem hafði dáið nokkrum árum áður. Þegar ég lagði á þá fannst mér ég vera kominn í sátt við verkið því ef þú snertir ein- hvern einhvers staðar með sköpunar- verki þínu þá ertu búinn að ná ætlun- arverki þínu, þó það sé bara einn ein- staklingur,“ segir Sveinn. Eurovison fínn stökkpallur Sveinn segist alls ekki sjá eftir þátt- töku sinni í Eurovison og segir keppnina vera finan stökkpall fyr- ir tónlistarmenn. „Ef maður held- ur rétt á spilunum getur maður nýtt áheyrnina til marga hluta. Sannleik- urinn er sá að það eru hundruð millj- óna sem heyra lögin sem koma fram í Eurovison. Flestir af þeim sem heyra lögin er fólk sem hlustar á tónlist al- mennt þó svo margt af því fólki hafi kannski öðruvísi smekk heldur en ég. Góð tónlist á erindi hvar sem er og maður vill að tónlistin manns dreif- ist sem víðast. Eftir Eurovison hef ég fengið að vinna með alls konar fólki frá hinum ýmsu löndum. Ég hef gef- ið út lög í Danmörku, Úkraínu, Suð- ur-Afríku og fleiri löndum.“ Sveinn segir að Eurovisonland sé mjög skemmtilegur staður til að vera á. „Ég myndi hvetja alla Íslendinga til þess að prufa að fara á Eurovis- onkeppni. Það er gaman að fara í ferð rétt fyrir íslenska sumarið á stað þar sem allt iðar af gleði og ham- ingju. Ég hef verið staddur nokkrum sinnum í hringiðu Eurovisonlands. Það ólýsanleg upplifun. Maður hef- ur séð ótrúlegustu menn tapa sér í gleðinni í Eurovisonlandi. Maður er svo í svona vikutíma að koma sér aftur niður á jörðina, hætta að kyssa alla á kinnina og losna við smámælg- „Læknisfræðin heldur höfðinu við en tónlistin fær hjartað til að slá“ -Rætt við Svein Rúnar Sigurðsson um læknastarfið, tónlistina og köttinn Kela Sveinn Rúnar Sigurðsson læknir á Akranesi segir að læknisfræðin hafi haft góð áhrif á sig sem lagahöfund og tónlistarmann.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.