Skessuhorn


Skessuhorn - 17.08.2016, Blaðsíða 15

Skessuhorn - 17.08.2016, Blaðsíða 15
MIÐVIKUDAGUR 17. ÁGÚST 2016 15 Heyrðu umskiptin -fáðu heyrnartæki til reynslu. Erum með margar gerðir og verðflokkaReSound heyrnartækja. ReSound er í fremstu röð í framleiðslu heyrnartækja í heiminum í dag. Miklar vinsældir ReSound má rekja til frábærra gæða tækjanna og einnig til þess að Apple valdi ReSound sem samstarfsaðila í samþættingu á heyrnartækjum við iPhone-snjallsíma. Í samkeppni á heyrnartækjamarkaðinum hefur ReSound náð verulegu forskoti. Heyrnarþjónustan Heyrn • Hlíðasmára 11, 201 Kópavogur • s:534-9600 • www.heyrn.is • SK ES SU H O R N 2 01 6 120 ára vígsluafmæli Akraneskirkju Hátíðarguðsþjónusta nk. sunnudag, 21. ágúst, kl. 14. Biskup Íslands, sr. Agnes M. Sigurðardóttir, prédikar. Að guðsþjónustu lokinni verður kirkjugestum boðið til kaffisamsætis í Safnaðarheimilinu Vinaminni. Fjölmennum til kirkju á merkum tímamótum í sögu safnaðarins. Verið velkomin! ina þegar maður kemur heim,“ segir Sveinn hlæjandi. Ég er reyndar ekki eini Eurovisionfari heilsugæslunn- ar því hjúkrunarfræðingurinn okkar, hún Hulda, söng bakraddir í Dan- mörku árið 2000. Margt framundan Í september eða október ætlar Sveinn að halda tónleika í Vinaminni ásamt nafna sínum Sveini Arnari organ- ista Akraneskirkju. Á tónleikunum vill Sveinn kynna sig betur fyrir bæj- arbúum. „Ég hef ekki mikið verið í sviðljósinu og það hefur verið með- vitað þar sem það getur flækst fyr- ir samtalinu við sjúklinga. Ég er þó duglegur að vinna í tónlist og er að vinna töluvert mikið af nýju efni fyrir marga tónlistarmenn sem mun vera gefið út í vetur.” Auk þess að sinna störfum sín- um sem læknir og semja tónlist hef- ur Sveinn unnið að hugbúnaði und- anfarin ár sem ber nafnið MedSys. Hugbúnaðurinn á að draga úr þeim tíma sem læknar hafa hingað til þurft að verja í skráningu upplýsinga um sjúklinga sína. Í febrúar á þessu ári skrifaði Landlæknisembættið undir samning um kaup á hugbúnaðinum en hjá fyrirtæki Sveins starfa forrit- arar og hönnuðir í Úkraínu, Þýska- landi, Bandaríkjunum og Rúmen- íu, „Ég hef eytt miklum tíma og lagt hart að mér við að koma þess- um hugbúnaði á laggirnar. Þörfin er mikil og tölvuumhverfi lækna hér á Íslandi er óviðunandi. Ég kann mjög vel við mig í hugbúnaðarþróun- inni. Ég vann til fjölda ára sem for- ritari þegar ég var í skóla. Hugbún- aðarvinnan sameinar bæði læknis- fræðina og tölvuáhuga minn. Ég get vel hugsað mér að færa mig í frek- ari hugbúnaðarvinnu í framtíðinni,“ segir Sveinn. Tónlistarmaður sem varð læknir Sveinn segir að læknisfræðin hafi haft góð áhrif á hann sem tónlistarmann. „Ég held að læknisfræðin hafi hjálp- að mér að vissu leyti í minni laga- smíði. Sem læknir fæ ég frá fyrstu hendi að upplifa bæði gleði og sorg. Maður fær innblástur af slíku en auk þessa hef ég verið svo heppinn að hafa upplifað slíkt sjálfur og sköpun- arkrafturinn nærist á slíkum mótív- um. Aftur á móti fer læknastarfið og tónlistin illa saman tímalega séð. Ég hef lítinn tíma til að sinna tónlistinni vegna læknisverka sem og fyrirtækja- rekstrinum. Það horfir þó til sólar í þeim efnum á næstu misserum”. Sveinn segist myndi velja tónlist- ina fram yfir læknastarfið ef til þess kæmi. „Læknisfræðin heldur höfð- inu við en tónlistin fær hjartað til að slá. Ég er tónlistarmaður sem lærði læknisfræði,“ segir Sveinn að end- ingu. bþb Sveinn er höfundur lagsins „Heaven“ með Jónsa í Svörtum fötum sem fór út fyrir Íslands hönd í Eurovison 2004. Sveinn fékk gagnrýni fyrir lagið en uppreisn æru mörgum árum síðar og tengist það kettinum Kela, eins og lesa má um í viðtalinu.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.