Skessuhorn


Skessuhorn - 17.08.2016, Qupperneq 18

Skessuhorn - 17.08.2016, Qupperneq 18
MIÐVIKUDAGUR 17. ÁGÚST 201618 SKÓLABLAÐ SKESSUHORNS Nýnemadagar verða haldnir á Há- skólanum á Bifröst á morgun, fimmtudaginn 18. ágúst og föstu- daginn 19. ágúst. Þar verður farið yfir það helsta sem nýnemar þurfa að vita um fyrirkomulag námsins. Dag- skráin hefst með formlegri skóla- setningu og bjölluhringingu klukkan 13:00 á morgun. Kennsla hefst síð- an mánudaginn 22. ágúst. Innritun í nám stendur enn yfir en Vilhjálm- ur Egilsson rektor telur að stúdentar verði á sjötta hundrað talsins. „Nem- endur eru ennþá að innrita sig í skól- ann en það stefnir í að nýnemar verði eitthvað á þriðja hundraðið sem er nokkru færra en undanfarin ár. Heildarfjöldi nemenda verður vænt- anlega á sjötta hundrað en nákvæm tala liggur fyrir þegar vika er liðin af kennslu,“ segir hann. Undanfarin ár hafa konur verið drjúgur meirihluti nemenda, allt að tveir þriðju og rekt- or segir ekkert benda til þess að það hlutfall sé að breytast. Akademískir starfsmenn í föstu starfi við Háskólann á Bifröst eru ná- lægt 30 talsins og starfsmenn þjón- ustueininga og stjórnsýslu rúmlega 20. „Til viðbótar koma svo stunda- kennarar sem kenna einstök nám- skeið en fjöldi þeirra er mjög breyti- legur,“ segir Vilhjálmur. Nýtt meistaranám í viðskiptalögfræði Aðspurður um nýjungar á komandi vetri segir rektorinn að stjórnendur skólans séu að undirbúa nýtt meist- aranám í viðskiptalögfræði sem ýtt verði úr vör um áramótin. „Við erum nú þegar með grunnnám í viðskipta- lögfræði og viljum koma á fót meist- aranámi í sama fagi,“ segir hann. „Þetta hangir saman við samstarf sem við höfum haft við Háskólann í Árós- um og einn háskóla í Dublin. Þar er verið að vinna með hugmyndir um sameiginlega gráðu og gagnkvæma viðurkenningu á námsleiðum. Þetta er verkefni sem við fengum styrkt til að vinna að og þessi nýjung verður tengd því samstarfi,“ segir Vilhjálm- ur. Að öðru leyti segir rektorinn að unnið sé að því að styrkja námsbraut- ir sem ýtt var úr vör síðasta haust. „Í fyrra voru miklar nýjungar; nýtt nám í miðlun og almannatengslum, bylt- ingafræði og viðskiptafræði með áherslu á þjónustu,“ segir Vilhjálm- ur. Hann telur nám í miðlun og al- mannatengslum ætla að festa sig ágætlega í sessi en er byltingafræðin á eftir að sanna sig betur. Viðskipta- fræðitengt nám standi hins vegar alltaf fyrir sínu, enda eitt af aðals- merkjum skólans. „Þá má geta þess að við urðum í fyrra fyrsti skólinn til að bjóða upp á kennslu í lögfræði í fjarnámi. Það gekk mjög vel og við ætlum að þróa það áfram þannig að til frambúðar verði boðið upp á lögfræði í fjarnámi eins og í öðrum greinum,“ segir Vilhjálmur. Hann segir að vinsælasta fagið við Háskólann á Bifröst undanfarin ár hafi verið meistaranám í forystu og stjórnun. „Þetta nám er hugsað fyrir fólk sem hefur ekki endilega bakgrunn í viðskiptafræði, held- ur breiðan bakgrunn en vill kom- ast í stjórnunarstörf í sínum stofn- unum eða fyrirtækjum. Þetta nám hentar mjög vel fólki á breiðu sviði í íslensku samfélagi til að fá fagleg- an bakgrunn í stjórnunarfræðum,“ segir hann. Hátt hlutfall fjarnema Ein sérstaða Háskólans á Bifröst, samanborið við aðra háskóla lands- ins, er hátt hlutfall fjarnema. „Fjar- námið er orðið ráðandi í náminu. Að minnsta kosti þrír fjórðu hluti allra nemenda á Bifröst eru fjar- nemar og það skapar skólanum ákveðna sérstöðu,“ segir Vilhjálm- ur. „Staðnám og fjarnám er kennt í sama rennsli. Hvort sem nemandi er í staðnámi eða fjarnámi þá skil- ar hann sömu verkefnum og tek- ur sömu prófin á sama tíma. Fjar- námið er því að öllu leyti sambæri- legt staðnáminu og gefur mörgum tækifæri til að stunda nám sem ann- ars myndu ekki hafa það,“ útskýrir Vilhjálmur en bætir því við að allt- af sé góður hópur fólks sem vill búa á Bifröst og mæta í kennslustundir frekar en læra í fjarnámi. Aðspurður segir Vilhjálmur með- alaldur stúdenta á Bifröst vera háan miðað við það sem gerist annars staðar. Það sé meðal annars vegna hás hlutfalls fjarnema. „Það er mik- ið fjölskyldufólk í fjarnámi og hefur lengi verið einkennandi fyrir skól- ann, en eins er margt fólk sem þeg- ar er á vinnumarkaði og vill bæta við sig menntun samhliða vinnu,“ segir hann. Stanslaus vinna að láta enda ná saman „Skólarekstur hefur aldrei ver- ið áhyggjulaus en það er eins og gengur. Þetta er alltaf heilmikil glíma,“ segir Vilhjálmur aðspurð- ur um rekstur skólans. „Við höfum þurft að taka á alls konar fortíðar- vanda og síðan lagt í ýmislegt sem skilaði sér ekki til baka. En það er eins og gengur, sumt skilar sér til baka og annað ekki,“ bætir hann við. Vilhjálmur segir að mikill halli hafi verið á rekstri skólans fyrir ekki löngu síðan. „Sérstaklega árið 2014 varð töluvert tap en það lagaðist mikið í fyrra og við vonumst til þess að reksturinn verði fyrir ofan strik- ið á þessu ári. En svo vitum við ekki almennilega hvar við stöndum fyrir árið 2017, við erum ekki búin að fá fjárlagatölurnar,“ segir hann. „Það er stanslaust verkefni að láta enda ná saman.“ Undirbúningur hafinn fyrir aldarafmælið Hvað varðar komandi ár segir Vil- hjálmur að skólinn sé núna að marka sér stefnu fyrir árin 2017-2020. „Skólinn verður 100 ára árið 2018 og undirbúningur fyrir afmælið fer að komast á fullan skrið. Við vilj- um minnast þess með veglegum hætti að skólinn sé að ná þeim ár- angri að verða 100 ára gamall. Það eru ekki margar stofnanir eða fyrir- tæki sem ná þeim aldri,“ segir Vil- hjálmur ánægður. „Skólinn hefur vissulega þróast og breyst mikið á þessum árum. En það sem skiptir máli er að hann hefur alla tíð verið trúr sínu hlutverki: Að mennta fólk til forystu í atvinnulífinu og samfé- laginu. Við munum halda áfram að reyna að uppfylla það hlutverk okk- ar, til gagns bæði fyrir atvinnulífið og samfélagið í heild.“ kgk Háskólinn á Bifröst: Hlutverk skólans að mennta fólk til forystu í atvinnulífinu og samfélaginu Rúmlega 120 nemar úr öllum deildum skólans voru útskrifaðir síðasta vor. Vilhjálmur Egilsson, rektor Háskólans á Bifröst. Meistaranemar í lögfræði flytja mál í Héraðsdómi Vesturlands síðasta vetur. Er það hluti af námskeiðinu Málflutningur fyrir dómi og veitir nemum þjálfun og innsýn í starf lögmanna. Ljósm. bifrost.is. Nemendafélag Háskólans á Bifröst stendur árlega fyrir keppni í sápubolta. Þar er knattspyrna leikin á plastdúk sem á er volgt sápuvatn. Nemendur og starfsfólk samei- nast í lið og klæða sig upp í ákveðnu þema. Ljósm. fengin af facebook-síðu nemendafélagsins. „Hvað er skemmtilegast við að byrja í skólanum?“ María Una Óskarsdóttir, 5. bekk, Auðarskóla: „Að fara í myndmennt og íþróttir.“ Birna Rún Ingvarsdóttir, 5. bekk, Auðarskóla: „Það verður gaman að fá að prófa erfiðara heimanám og vita hvað er að fara að gerast. Ég hlakka líka til að kynnast nýju krökkunum sem eru að koma í skólann. Svo finnst mér gaman að fara í sund og íþróttir.“ Benóní Meldal Kristjánsson, 3. bekk, Auðarskóla: „Íþrótt- ir eru skemmtilegar en þær geta verið aðeins erfiðar. Skemmti- legast hjá mér er stærðfræði. Sund er líka dálítið skemmtilegt en íþróttir eru skemmtilegri. Mér finnst skemmtilegast að fara á Laugar í Tarzan leik.“ Rúnar Már Jónasson, 1. bekk, Auðarskóla: „Það er gaman að fá skólatösku og skóladót.“ Spurning vikunnar

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.