Skessuhorn


Skessuhorn - 11.10.2017, Síða 11

Skessuhorn - 11.10.2017, Síða 11
MIÐVIKUDAGUR 11. OKTÓBER 2017 11 mennina til nafns létu þeir þögnina vera svar sitt við þeirri spurningu og skrúfuðu upp bílrúðuna. Eftir að hafa fylgst með atburðarásinni við Hraun- fossa nokkra stund og rætt við starfs- mann sinn, sem innheimti gjaldið samkvæmt fyrirmælum þeirra, óku mennirnir á brott. Fyrsti vinnudagurinn Allan þennan tíma stóð gjaldheimt- umaðurinn sína vakt samkvæmt fyr- irmælum vinnuveitenda sinna. Blaða- maður gaf sig á tal við hann og rædd- um við saman dágóða stund. Af þeim samræðum að dæma fer þar vænsti piltur, ungur maður frá Litháen. Sagðist hann hafa byrjað að vinna fyr- ir landeigendur Hraunsáss II þenn- an sama morgun. Fékk hann þau fyrirmæli að fara að Hraunfossum og innheimta bílastæðagjald. Vissi hann ekki til þess að gjaldtakan væri umdeild og enn síður að deilt væri um lögmæti hennar. Var honum því nokkuð brugðið þegar þegar nokkrir ferðalangar reiddust honum, neituðu að borga, sögðu gjaldtökuna ólöglega og hótuðu að hringja á lögregluna. Þegar lögregla kom á vettvang um fjögurleytið þennan dag kallaði hún manninn í bílinn til sín. Ræddi hann nokkra stund við lögreglu áður en honum var hleypt út að nýju. Steig hann þá upp í bílinn sinn, ók á brott og lét gott heita af gjaldtöku þann daginn. Lögreglumennirnir sögðust ekki geta tjáð sig um málið við Skessu- horn. Þannig lauk spennuþrungnum degi við Hraunfossa. Blaðamaður hripaði nokkra minnispunkta á blað, settist síðan upp í blaðfákinn og hélt heim á leið. kgk Gengið hefur verið frá skipun nýrr- ar verðlagsnefndar búvara. Krist- rún M. Frostadóttir hagfræðing- ur er formaður nefndarinnar til- nefnd af Þorgerði Katrínu Gunn- arsdóttur landbúnaðarráðherra. Auk formannsins tilnefndi Þor- gerður Katrín tvo af sjö í nefnd- ina, þau Dóru Sif Tynes og Þór- ólf Matthíasson hagfræðiprófess- or við HÍ. Bændasamtök Íslands skipa Sigurgeir Sindra Sigurgeirs- son formann BÍ og Arnar Árnason og loks skipa Samtök afurðastöðva í mjólkurframleiðslu þau Rögnvald Ólafsson og Jóhönnu Hreinsdótt- ur. Samtök launþega, þ.e. BSRB og stjórn ASÍ hafa ákveðið að nýta ekki rétt sinn til tilnefningar í verð- lagsnefnd. Samkvæmt lögum féll það því í hlut velferðarráðherra að tilnefna tvo fulltrúa auk Kristrúnar formanns. Skipan Þorgerðar Katrínar á Þórólfi Matthíassyni prófessor í verðlagsnefnd hefur farið einkar mikið fyrir brjóstið á bændum. Styðjast þeir við ummæli hans á ýmsum vettvangi. Nýlega var haft eftir Þórólfi í blaðaviðtali: „Gegnd- arlaus offramleiðsla á kindakjöti er rót þess vanda sem blasir við í sauð- fjárbúskap.“ Þar sagði hann bænd- ur verða að minnka framleiðsluna og laga hana að markaðinum í stað þess að seilast enn einu sinni í vasa skattborgara. Eins og vel er kunn- ugt hefur Þórólfur í áravís gagn- rýnt mjög íslenskan landbúnað og sagt bæði í ræðu og riti að hann sé óhagkvæmur. Í morgunþætti á Rás2 síðastliðinn fimmtudag lýsti hann þeirri skoðun sinni að honum þætti t.d. íslenskur gouda ostur vond- ur og því ætti fremur að flytja slíka vöru inn. Sagði hann jafnframt að Íslendingar borðuðu meira lamba- kjöt en aðrar þjóðir og því myndi neysla þess óhjákvæmilega minnka hér á landi. „Hann vill leggja niður land- búnað og flytja inn landbúnaðar- vörur. Ég vissi þessa skoðun hans svo sem fyrir en að hann myndi segja það svona blákalt kom mér á óvart,“ sagði Þóra Sif Kópsdóttir formaður Félags sauðfjárbænda á Snæfellsnesi í samtali við Skessu- horn eftir að hafa hlustað á Þórólf í fyrrnefndum útvarpsþætti. „Menn sem sjá ekki tækifæri og möguleika í viðskipum eru útbrunnir í starfi. Þennan mann skipar svo ráðherra í verðlagsnefnd búvara. Ég á ekki orð,“ segir Þóra Sif og segir skipan Þórólfs köldustu kveðju sem ráð- herra hefði mögulega getað sent ís- lenskum bændum. mm „Kaldasta kveðja sem mögulega hefði mátt senda bændum“ Þórólfur Matthíasson í viðtali á RUV. Ljósm. ruv.is Að morgni síðasta föstudags hófu landeigendur að Hraunsási II í Hálsasveit í Borgarfirði innheimtu bílastæðagjalds við Hraunfossa. Eru þeir málavextir raktir ítarlega hér til hliðar. Blaðamaður var á ferð- inni í Borgarfirði á föstudagsmorgun þegar hann frétti af því að gjaldtaka væri hafin. Hélt hann því rakleiðis að Hraunfossum til að fylgjast með gangi mála. Þegar þangað var komið beið maður í gulu vesti sem innheimti bílastæðagjald, frá 1.500 kr. og upp í 6.000. kr. eftir stærð bíla. Um 90% af bílastæðinu tilheyrir landi Hrauns- áss II en hinn hluti stæðisins tilheyr- ir Hraunsási, sem er meðal annars í leigu rekstraraðila veitingaskálans við Hraunfossa. Til að komast að veit- ingaskálanum þarf því að aka í gegn- um land Hraunsáss II. Gjaldtaka ólögmæt að mati UST og Vegagerðar Þórhildur María Kristinsdóttir, land- vörður hjá Umhverfisstofnun, var send að Hraunfossum þegar gjald- takan hófst. Hún átti að fylgjast með og skrá þá bíla sem borguðu fyrir að leggja á svæðinu. Hún vildi ekki tjá sig efnislega um málið en sagði að allir þyrftu að fara að lögum. „Sama hvað það er eða hver á í hlut þá þarf að fara að lögum og reglum,“ sagði hún í samtali við blaðamann. Mat Umhverfisstofnunar er að gjaltaka inn á friðlýst svæði Hraun- fossa krefjist leyfis stofnunarinnar. Það hafi ekki verið veitt og hún sé því ólögmæt. Vegagerðin benti síðan á að veg- urinn inn á svæðið væri skráður sem tengivegur og vísaði til laga- ákvæðis þess efnis að þjóðvegir séu opnir almennri umferð. Vegagerð- in, sem veghaldari þessa vegar, sagði að gjaldtaka fyrir notkun hans fæli í sér óleyfilega hindrun á umferð um þjóðveg og væri óheimil nema með leyfi Vegagerðarinnar. Rekstraraðilar veitingaskálans við Hraunfossa voru afar ósáttir við gjaldtökuna, töldu hana ólögmæta og vísuðu í álit UST og Vegagerðarinn- ar. Sögðu þeir aðsókn að Hraunfoss- um hafa snarminnkað frá því gjald- takan hófst um morguninn og veit- ingasala sömuleiðis. Bentu þeir all- nokkrum gestum, sem hugðust snúa við, á að leggja á þeim hluta bílastæð- isins sem tilheyrði þeirra landi, end- urgjaldslaust. „Svona lagað gerir mig reiðan“ Ásgeir Sverrisson leiðsögumaður kom að máli við blaðamann og var heitt í hamsi. „Ég þoli ekki þegar ekki er farið að lögum. Þetta er ólög- legt og óréttlát og svona lagað ger- ir mig reiðan,“ sagði Ásgeir, en hann hafði þá átt í nokkrum orðaskipt- um við manninn sem rukkaði gjald- ið inn á bílastæðið. Sagðist hann al- mennt fylgjandi gjaldtöku, hún hefði víðast hvar skilað sér í bættri aðstöðu. Hins vegar kvaðst hann ekkert hafa séð sem benti til þess að það væri ætl- un landeigenda Hraunsáss II. „Af- leggjarinn að Hraunfossum og bíla- stæðið er lagt fyrir opinbert fé. Síð- an koma hér einhverjir leigutakar og ætla að fara að rukka fyrir notkunina. Mér finnst þetta bara vera græðgi. Verst finnst mér samt hvað þetta er ósvífið, því þessir menn hafa engu að tapa með því að rukka inn. Á sama tíma er hér fólk sem hefur staðið fyrir myndarlegri uppbyggingu á svæðinu, rekstraraðilar veitingaskálans, sem á allt undir góðu orðspori staðarins,“ sagði Ásgeir ómyrkur í máli. Lágmarkskurteisi að láta vita Blaðamaður ræddi við rútubílstjóra sem sagðist einfaldlega hafa neit- að að borga. Kvaðst hann hafa sagt bílastæðaverðinum að hann vissi ekki betur en að gjaldtakan væri ólögmæt. Þá hafði hann orð á að sér þætti lág- markskurteisi þegar hefja ætti gjald- töku að láta ferðaþjónustufyrirtæki vita að slíkt stæði til svo þau gætu gert ráðstafanir. „Ég sem rútubílstjóri hef enga heimild til að skuldsetja minn vinnuveitanda, sama hvort skuldin hljóðar upp á 6.000 eða 600 þúsund krónur. Það þarf að liggja fyrir hvar þarf að greiða áður en lagt er upp í ferðalagið,“ sagði hann. Vildu ekkert tjá sig Þar sem blaðamaður stóð og fylgd- ist með atburðarásinni og ræddi við fólk kom vínrauður Dodge jeppi ak- andi inn á svæðið og lagði í eitt stæð- anna. Í bílnum sátu tveir karlmenn. Blaðamanni var bent á að þetta væru fulltrúar landeigenda, sem stæðu fyr- ir gjaldtökunni. Blaðamaður gekk upp að bílnum og spurði menn- ina hvort þeir væru fulltrúar land- eigenda að Hraunsási II. Þeir vildu ekki svara því en vísuðu á tengilið við fjölmiðla, Hödd Vilhjálmsdóttur lögmann. Þegar blaðamaður spurði Spennuþrunginn föstudagur við Hraunfossa Ásgeir Sverrisson leiðsögumaður átti í orðaskiptum við gjaldheimtumanninn þegar hann ætlaði að heimta gjald af vegfarendum í bílnum á undan honum. Ungi maðurinn innheimtir bílastæðagjald samkvæmt fyrirmælum vinnuveitenda sinna. Ferðamenn sem hugnaðist ekki að greiða gjaldið tóku að leggja utan vegar, meðal annars fyrir ofan svæðið. Þar er blindbeygja og erfitt að komast upp á veginn aftur. Þegar lögregla kom á vettvang kallaði hún gjaldheimtumanninn inn í bíl til sín og ræddi við hann. Blaðamanni var bent á að í þessum vínrauða Dodge jeppa væru fulltrúar landeigenda. Þeir vildu ekkert tjá sig við blaðamann. Einn gesta Hraunfossa þennan föstudag kom að máli við blaðamann og vakti máls á því að kennitölu fyrir- tækisins væri hvergi að finna á kvittun fyrir gjaldinu.

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.