Skessuhorn - 11.10.2017, Page 21
MIÐVIKUDAGUR 11. OKTÓBER 2017 21
Rosemary Lilja
Ríkharðsdóttir,
Búðardal
„Fyrst og fremst
he i lb r igð i ske r f -
ið. Ég er með strák
sem hefur þurft
á aðstoð að halda
og hefur meira
og minna verið á
stofnun í tvö ár. Öll
hans meðferð hefur
gengið mjög hægt
vegna skorts á bæði starfsfólki og fjármagni.
Maður finnur vel fyrir því þegar maður er í
þessum sporum, hvernig það er seinagangur
á öllu. Mér finnst líka sorglegt að sjá hvern-
ig farið er með ellilífeyrisþega og það þarf
virkilega að huga betur að þeim. Það þarf
líka virkilega að byggja upp landbúnaðinn
og hlúa betur að bændum og lambakjötinu
okkar, koma því á framfæri, kynna það betur
og ekki leyfa innflutning heldur styrkja það
sem við eigum sjálf. Ég býð bara eftir að sjá
framboðslista frá Flokki fólksins í mínu kjör-
dæmi, en ég vil sjá Ingu Sæland á þingi.“
Jón Ingi Ólafs-
son, Saurbæ
„Fyrsta verk hjá
stjórnmálamönn-
um ætti að vera að
sparka í rassinn á
samkeppniseft ir-
litinu svo bænd-
ur og afurðastöðv-
ar mættu hafa sam-
starf um útflutning
á lambakjöti. Ég hef
ekki hugmynd um
hvað ég mun kjósa, allir kostir eru slæmir.“
Steinunn
Matthíasdóttir,
Búðardal
„Mér er mjög of-
arlega í huga hús-
næðismál, sérstak-
lega með ungt fólk
í huga. Svo ættu
heilbrigðismál og
málefni eldri borg-
ara að vera ofarlega
á baugi. Ég er ekki búin að ákveða hvað ég
mun kjósa.“
Hafsteinn
Sverrisson,
Hvalfjarðar-
sveit
Að stjórnmála-
menn og konur
axli ábyrgð á sín-
um störfum, átti sig
á því að á Alþingi
starfi þau í umboði
fólksins og fyrir
fólkið eiga þessir
aðilar umfram allt
að vinna, en því miður hefur svo ekki verið
hingað til. Stjórnmál á Íslandi verða aldrei
neitt annað en um eiginhagsmuni líkt og
hefur verið hingað til. Það mun ekki breyt-
ast fyrr en þeim leikreglum sem Alþingis-
menn eiga að vinna eftir verði breytt og sett
verði á virkt eftirlit með störfum þingsins.“
Hafsteinn kveðst vera búinn að taka ákvörð-
un um hverja hann kýs.
Áki Jónsson,
Akranesi
„He i lb r igð i s má l
myndi ég setja á
oddinn. Ég er bú-
inn að ákveða hvað
ég mun kjósa en
ég halla mér að
vinstrinu.“
Hjalti Allan
Sverrisson,
Grundarfirði
„Áhersla ætti að
vera á að taka verð-
trygginguna af.
Málefni eldri borg-
ara og öryrkja þurfa
líka að komast í
gegn um kerfið, því
hefur verið lofað ár
eftir ár að gera eitthvað í þeirra málefnum
en aldrei gerist neitt.“ Hjalti Allan kveðst
ekki alveg viss um hvað hann muni kjósa.
María Lúísa
Kristjánsdóttir,
Hvalfjarðarsveit
„Fjölskyldumál og
húsnæðismál ættu
að vera í forgrunni
og ég er búin að
ákveða hvað ég ætla
að kjósa.“
Þorbergur Eg-
ilsson, Borgar-
nesi
„Ég er nú orðinn
sjötugur og segi
því að málefni eldri
borgara og heil-
brigðisþjónustan
ætti að vera efst á
baugi. Ég er búinn
að ákveða hvað ég
kýs. Það verður það sama og síðast.“
Jóhanna María
Þorvaldsdóttir,
Borgarnesi
„Heilbrigðiskerf-
ið ætti að vera of-
arlega á baugi og
svo þarf að betrum-
bæta aðstæður fyr-
ir barnafjölskyld-
ur. Mér finnst t.d.
barnabætur þurfa
að hækka og leikskólagjöld að lækka. Nú er
leikskóli formlega titlaður sem fyrsta skóla-
stig á Íslandi og því þætti mér eðlilegast að
skólaganga barna í leikskóla væri ókeypis.“
Jóhanna segist vera búin að ákveða hvað hún
ætlar að kjósa.
Guðrún Dadda
Ásmundardótt-
ir, Hvalfjarðar-
sveit
„Heilbrigðismál-
in og þá fyrst og
fremst málefni fatl-
aðra, eldri borg-
ara og þjónustu á
heilsugæslustöðv-
um. Það vantar sér-
staklega sérfræðilækna fyrir fatlaða og geð-
sjúka á heilsugæslustöðvarnar. Það er enginn
geðlæknir sem kemur á heilsugæslustöðvar
og enginn sérfræðingur í málefnum fatlaðra
með geðsjúkdóma. Það er mjög erfitt að fá
þjónustu fyrir allt sem er öðruvísi, t.d. fyr-
ir þá sem eiga langveik börn. Það er engin
pressa á að búa til úrræði fyrir þessa einstak-
linga. Ég hef t.d. leitað svara til heilbrigð-
isráðherra, framkvæmdastjóra Landspítal-
ans og framkvæmdastjóra geðsviðs um hvort
hægt sé að að fá stuðning fyrir fatlaða ein-
staklinga með geðsjúkdóma og alveg sama
hvað ég leita á þá gerist ekkert. Ég myndi
vilja sjá heilbrigðisráðherra standa fyrir því
að efla þessa þjónustu og t.d. fá heilsugæsl-
una úti á landi til að búa til aðdráttarafl svo
fólk fari frekar út í svona sérhæfingar. Við
sem vinnum með fötluðum eigum erfitt með
að finna lækna sem sérhæfa sig í fötluðum
og það vil ég sjá breytast.“ Guðrún Dadda
segir að öllu óbreyttu sé hún búin að ákveða
hvað hún muni kjósa. „Þó með smá glugga
opnum um hvað kemur fram á næstunni. Ég
vil líka sjá hvernig listarnir verða settir upp
áður en ég tek endanlega ákvörðun en mér
finnst skipta miklu hverjir eru á framboðs-
listunum.“
Inga Elín Cryer,
Akranesi
„Mér finnst heil-
brigðismálin og
allt í sambandi við
leigumarkað og
húsnæðismarkað
eiga að vera efst á
baugi stjórnmála-
manna. Ég er enn
frekar óákveðin um
hvað ég mun kjósa.“
Anna Birna
Ragnarsdóttir,
Stykkishólmi
„Ef þeir stæðu nú
einhvern tímann við
eitthvað væru það
fyrst og fremst heil-
brigðismálin. Fyrr-
verandi einn heil-
brigðisráðherra var
svo ánægður með
að biðlistar styttust, en hann gerði sér ekki
grein fyrir að fólk hreinlega dó, sem var ein
helsta ástæða fyrir styttri biðlistum. Það er
svo margt sem þarf að laga. Vegakerfið er t.d.
fyrir neðan allar hellur og svo þarf að taka á
landbúnaðarmálum af skynsemi. Það vantar
alla skynsemi í hvernig er farið með landbún-
aðinn, sérstaklega sauðfjárbúskapinn. Næst
myndu svo koma menntamálin. Ég er voða-
lega óákveðin eins og er um hvað ég mun
kjósa og ekki búin að taka neina ákvörðun.“
Guðrún Marín
Sigurðardóttir,
Borgarfirði
„Þar sem málið er
mér skylt finnst
mér að stjórnmála-
menn þurfi snar-
lega að koma hags-
munamálum sauð-
fjárbænda í lag. Í
þeim er allt í mikl-
um ólestri þar sem töf og vandræðagangur
hefur einkennt þeirra störf.“ Aðspurð um
hvort hún sé búin að ákveða hvað hún ætl-
ar að kjósa svarar Guðrún: „Nei það hef ég
ekki, en ég er búin að útiloka suma.“
KOSNINGAR 2017