Skessuhorn


Skessuhorn - 11.10.2017, Page 31

Skessuhorn - 11.10.2017, Page 31
MIÐVIKUDAGUR 11. OKTÓBER 2017 31 Klettagörðum 15 | 525 7700 | flytjandi.is DAGLEGA Á FERÐINNI MEÐ VÖRUR UM ALLT LAND Eimskip Flytjandi veitir samræmda flutningaþjónustu um land allt og eru áfangastaðirnir 80 talsins. Snæfell bar siguorð af Skallagrími, 73-84, í Vesturlandsslag Domino‘s deildar kvenna í körfuknattleik. Leik- urinn fór fram í Borgarnesi á sunnu- daginn. Leikurinn fór fremur hægt af stað. Snæfell setti fyrstu stigin en Skallagrímskonur áttu erfitt með að finna taktinn og hefðu ekki geta keypt sér körfu fyrstu mínúturnar. Snæfell komst í 0-10 áður en Skallagrímsliðið skoraði fyrstu stigin. Þegar þær loks- ins fundu körfuna var sem leikurinn snerist á punktinum. Þær tóku góð- an sprett á sama tíma og Snæfellslið- ið hætti að hitta og tapaði boltanum hvað eftir annað. Skallagrímur jafn- aði í 12-12 og leiddi 14-12 þegar leik- hlutinn var úti. Mikið jafnræði var með liðunum í öðrum fjórðungi sem einkennd- ist af mikilli baráttu. Snæfell jafn- aði metin en Skallagrímur komst yfir að nýju og leiddi með nokkrum stigum allt til hálfleiks. Þá var stað- an 34-28, Borgnesingum í vil. Baráttan hélt áfram í síðari hálf- leik. Snæfell jafnaði metin og spenn- an farin að magnast í salnum. Krist- en McCarthy var í miklu stuði þegar þarna var komið við sögu en það var Sigrún Sjöfn Ámundadóttir einnig og liðin skiptust á að skora. Snæfell leiddi með fimm stigum að loknum þriðja leikhluta, 55-60. Kristen skoraði fyrstu fimm stig lokafjórðungsins og kom Snæfelli tíu stigum yfir áður en Skallagrím- ur minnkaði muninn í fimm stig að nýju. Liðin skiptust á að skora næstu mínúturnar en þá var eins og lok hefði verið sett á báðar körfurnar. Allt þar til Kristen tók sig til og setti tvær mikilvægar körfur seint í leiknum og kom Snæfelli í 69-77 þegar rétt rúm- ar tvær mínútur lifðu leiks. Skalla- grímskonur freistuðu þess að komast inn í leikinn með því að stoppa klukk- una og senda gestina á vítalínuna. Þar brást andstæðingunum ekki boga- listin og þær kláruðu leikinn af lín- unni. Snæfell hafði að lokum sigur, 73-84. Ótrúlegur leikur Kristen Kristen McCarthy átti ótrúleg- an leik fyrir Snæfell. Hún skoraði hvorki fleiri né færri en 53 stig og tók 14 fráköst að auki. Næst henni kom Rebekka Rán Karlsdóttir með 15 stig, 5 fráköst og 5 stoðsending- ar. Carmen Tyson-Thomas var at- kvæðamest leikmanna Skallagríms með 25 stig og 12 fráköst. Sigrún Sjöfn Ámundadóttir var með 20 stig og 8 fráköst og Jóhanna Björk Sveinsdóttir skoraði 12 stig og tók 10 fráköst. Eftir fyrstu tvær umferðir Dom- ino‘s deildar kvenna hafa bæði Snæ- fell og Skallagrímur unnið einn leik og hafa tvö stig í deildinni. Næsta umferð verður leikin í dag, miðviku- daginn 11. október. Skallagrímur mætir Val á útivelli en Snæfell tekur á móti Haukum í Stykkishólmi. kgk Kristen með 53 stig í sigri Snæfells á Skallagrími Kristen McCarthy átti magnaðan leik og setti 53 stig fyrir Snæfell. Ljósm. fengin af Facebook-síðu kkd. Snæfells. Sigrun Sjöfn Ámundadóttir og stallsystur hennar í Skallagrími þurftu að játa sig sigraðar. Ljósm. fengin af Facebook-síðu kkd. Snæfells. ÍA tók á móti Hamri í annarri um- ferð 1. deildar karla í körfuknattleik á sunnudaginn. Leikurinn var jafn og spennandi en að lokum fór svo að gestirnir sigruðu naumlega, 72-76. Gestirnir úr Hveragerði byrjuðu betur en eftir það höfðu Skagamenn heldur undirtökin í fyrsta leikhluta. Þeir leiddu með örfáum stigum allt þar til undir lok fjórðungsins að Ham- arsmenn jöfnuðu í 17-17. Jafnt var á með liðunum framan af öðrum leik- hluta. Þá náðu gestirnir góðum kafla og mest 13 stiga forskoti. Skagamenn spýttu í og minnkuðu muninn í fimm stig áður en flautað var til hálfleiks í stöðunni 35-40. Skagamenn komu ákveðnir til síð- ari hálfleiks og jöfnuðu metin í 47-47 um miðjan þriðja leikhluta. Ham- ar komst fimm stigum yfir en aftur jöfnuðu Skagamenn og leikurinn í járnum fyrir lokafjórðunginn 55-55. Liðin skiptust á að leiða síðustu tíu mínúturnar og höfðu aldrei meira en fjögurra stiga forskot hvort á ann- að. Skagamenn leiddu með tveim- ur stigum þegar mínúta lifði leiks, 71-69 en gestirnir náðu að stela sigr- inum á lokasekúndunum. Lokatölur urðu 72-76, Hamarsmönnum í vil og Skagamenn þurftu að sætta sig við svekkjandi tap. Derek Shouse var stigahæstur Skagamanna með 20 stig. Tók hann 8 fráköst að auki. Fannar Freyr Helga- son og Jón Orri Kristjánsson settu báðir upp huggulegar tvennur. Fann- ar var með 19 stig og 10 fráköst en Jón Orri með 16 stig og 14 fráköst. Eftir tap naumt tap í fyrstu tveimur leikjum vetrarins eru Skagamenn án stiga. Næst leika þeir í deildinni 22. október þegar þeir mæta liði Gnúp- verja á útivelli. Í millitíðinni mæta þeir hins vegar liði Hattar í Mal- tbikarnum. Bikarleikurinn fer fram í íþróttahúsinu við Vesturgötu á Akra- nesi næstkomandi föstudagskvöld, 13. október. kgk Naumt tap ÍA gegn Hamri Fannar Freyr Helgason átti prýðisgóðan leik fyrir ÍA. Ljósm. jho. Skallagrímur vann öruggan sigur á Fjölni, 86-63, þegar liðin mættust í annarri umferð 1. deildar karla í körfuknattleik. Leikið var í Borgar- nesi á sunnudaginn. Heimamenn byrjuðu af krafti og höfðu undirtökin snemma leiks. Gestirnir hittu ekki úr skotum sínum og héldu skipulaginu ekki nógu vel. Fyrir vikið komst Skalla- grímur í 12-3 um miðjan upphafs- fjórðunginn. Gestirnir náðu þó að minnka muninn í sex stig áður en hann var úti, 20-14. Annar leikhluti var eign Skallagríms frá upphafi til enda. Þeir skoruðu nánast að vild og héldu gestunum í skefjum, en Fjölnir skoraði aðeins átta stig í öðrum fjórðungi. Staðan í hléinu 45-22 fyrir Skallagrím og heima- menn með unninn leik í höndun- um. Ekki fór mikið fyrir varnarleik í upphafi síðari hálfleiks og liðin skiptust á að skora auðveldar körf- ur. Skallagrímsmenn höfðu á einum tímapunkti 24 stiga forsystu en gest- irnir náðu aðeins að koma til baka eftir því sem leið á þriðja leikhluta. Forskot Skallagríms var hins vegar mikið, þeir leiddu með 17 stigum fyrir lokafjórðunginn. Gangur leiks- ins breyttist lítið í lokafjórðungnum, nema hvað að Skallagrímur jók for- skot sitt lítið eitt og vann að lokum stórsigur, 85-63. Zac Carter var stigahæstur leik- manna Skallagríms með 19 stig, en Eyjólfur Ásberg Halldórsson var með 18 stig, 12 fráköst og 5 stoð- sendingar. Kristján Örn Ómarsson skoraði 13 stig og Darrel Flake var með 10 stig, 6 fráköst og 5 stoð- sendingar. Skallagrímsmenn hafa sigrað tvo fyrstu leiki vetrarins og hafa því fullt hús stiga enn sem komið er. Næst leikur Skallagrímur föstudaginn 13. október. Þá mætir liðið Hamri suð- ur í Hveragerði. kgk Stórsigur Skallagríms á Fjölni Hjalti Ásberg Þorleifsson lyftir sér upp í leiknum gegn Fjölni. Ljósm. Skallagrímur/ Ómar Örn.

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.