Skessuhorn


Skessuhorn - 23.05.2018, Blaðsíða 2

Skessuhorn - 23.05.2018, Blaðsíða 2
MIÐVIKUDAGUR 23. MAÍ 20182 Á laugardaginn verða sveitarstjórnar- kosningar og vill Skessuhorn hvetja alla sem hafa náð kosningaaldri til að nýta lögvarinn rétt sinn og kjósa. Ef fólk hefur ekki tök á að mæta á kjör- stað á laugardaginn er hægt að kjósa utan kjörfundar. Á morgun, fimmtudag, er útlit fyrir suðaustanátt 5-13 m/s og rigning um landið austanvert og talsverð um tíma suðaustanlands, en suðvestanátt 5-10 m/s vestanlands og skúrir. Hiti á bilinu 4-12 stig, mildast á Norðausturlandi. Á föstudag er gert ráð fyrir suðvestan- átt 5-13 m/s og skúrir eða slydduél. Þurrt og bjart veður norðan- og aust- anlands. Síðdegis þykknar upp með vaxandi suðaustanátt og fer að rigna sunnan- og vestanlands um kvöld- ið. Hiti breytist lítið. Á laugardag og sunnudag er útlit fyrir suðlæga átt og rigningu með köflum en úrkomulítið og hlýtt norðaustanlands. Útlit er fyr- ir fremur hægar suðlægar áttir og milt veður með dálítilli vætu á mánudag. Í síðustu viku var spurt á vef Skessu- horns: „Hvað átt þú mörg pör af bux- um?“ Svarendur voru fremur nægju- samir, en 40% eiga 1-5 pör. 37% svar- enda eiga 6-10 buxnapör, 13% eiga 11-15 pör, 6% svarenda eiga 21 eða fleiri pör af buxum en fæstir eða 4% eiga 16-20 pör af buxum. Í næstu viku er spurt: Heldur þú upp á sjómannadaginn? Nú stendur sauðburður sem hæst og standa bændur margir hverjir sólar- hringsvaktir í fjárhúsunum. Alla jafnan geta bændur komið lömbunum með mæðrum sínum út á tún á þessum tíma en veðrið hefur ekki beint verið þeim hliðhollt að undanförnu. Sauð- fjárbændur sem standa í ströngu eru Vestlendingar vikunnar. Spurning vikunnar Til minnis Veðurhorfur Vestlendingur vikunnar Húsbíll fauk út af MELASVEIT: Húsbifreið á suðurleið fauk út af veginum við Höfn í Melasveit um kl. 17:30 í gær. Bifreiðin var kyrr- stæð eða á mjög lítilli ferð þeg- ar óhappið átti sér stað og tölu- vert hvasst var á svæðinu. Um tíma var einn farþeganna fast- ur í braki bifreiðarinnar. Náð- ist að losa hann og virtist hann ekki alvarlega slasaður, að því er fram kemur í tilkynningu lög- reglunnar. Aðrir farþegar voru með eymsli eða óslasaðir. All- ir fimm sem í bílnum voru voru fluttir til aðhlynningar á slysa- deild HVE á Akranesi. Bifreið- in er mikið skemmd eða ónýt. -kgk Nýr hjúkrunar- forstjóri Silfur- túns DALABYGGÐ: Ína Rún Þor- leifsdóttir hefur verið ráðin í starf hjúkrunarforstjóra dvalar- og hjúkrunarheimilisins Silf- urtúns í Búðardal. Hún hef- ur störf 1. ágúst næstkomandi. Þangað til mun Jóna Helga Magnúsdóttir, hjúkrunarfor- stjóri Fellsenda, sjá um hjúkr- unarstörf á Silfurtúni og Eyþór Jón Gíslason um starfsmanna- hald og annan rekstur. Þórunn B. Einarsdóttir hjúkrunarfræð- ingur annast RAI matið fyrir heimilið. -kgk Útskrifað úr framhalds- skólunum VESTUR- L A N D : Undir viku- lok verða útskriftar- athafnir í þremur framhalds- skólum á Vesturlandi. Föstu- daginn 25. maí klukkan 14:00 verður útskrift í Menntaskóla Borgarfjarðar í Borgarnesi og sama dag klukkan 15:00 hefst útskriftarhátíð Fjölbrautaskóla Snæfellinga í Grundarfirði. Laugardaginn 26. maí verða nemenur brautskráðir frá Fjöl- brautaskóla Vesturlands á Akra- nesi og hefst hátíðin á sal skól- ans klukkan 14:00. -mm Sýningin Freyjur og Freyjudætur STYKKISH: Síðastliðin laug- ardag opnaði Ingibjörg H Ágústsdóttir sýninguna Freyjur og Freyjudætur á vinnustofunni Tang & Riis í Stykkishólmi. Þar eru til sýnis 13 útskornar Freyj- ur og Freyjudætur málaðar í ís- lenska búninga, allt frá 18. aldar faldbúningum til 20. aldar upp- hluta. Sýningin stendur fram til næstkomandi sunnudag 27. maí. -arg/Ljósm. sá Síðastliðinn föstudag var skrifað undir viljayfirlýsingu í bæjarþings- alnum á Akranesi um að hefja með formlegum hætti undirbúning að þróunarverkefni sem miði að stofn- un nýs veitingastaðar á Akranesi. Sérstaða þessa veitingastaðar verður sú að þar verður boðið upp á fjöl- breyttan og spennandi mat af hlað- borði. En meginmarkmiðið er að fjölga atvinnutækifærum fyrir fólk með skerta starfsgetu í aðgengilegu umhverfi án aðgreiningar, þannig að hæfileikar hvers og eins fái not- ið sín. Að samkomulaginu standa Sansa veitingar ehf. með Þórð Má Gylfason í broddi fylkingar, en auk þess Starfsendurhæfing Vesturlands, Símenntunarmiðstöð Vesturlands, Vinnumálastofnun og Akraneskaup- staður. Þá nýtur verkefnið stuðnings félagsmálaráðuneytisins. Í viljayfirlýsingu þessara aðila seg- ir m.a.: Forsvarsmenn Sansa veit- inga ehf. hafa sýnt áhuga á að fyr- irtækið verði skipað starfsfólki þar sem margbreytileiki ríkir í starfs- mannahópnum og virðing sé bor- in fyrir fjölbreytileika fólks. For- svarsmenn fyrirtækisins vilja ráða til sín fólk með skerta starfsgetu til starfa í allt að sex stöðugildi, þar af þrjú stöðugildi fyrir fatlaða einstak- linga. Fulltrúar samstarfsaðila munu kanna hvort hægt verði að fara í samstarf til lengri tíma með framan- greind markmið að leiðarljósi og er stefnt að því að verkefnið fari í gang haustið 2019.“ Í kynningu á verkefninu áður en skrifað var undir viljayfirlýsinguna sagði Þórður Már Gylfason hjá Sansa veitingum að hugmyndin hafi kviknað fyrir nokkru. Hún hafi feng- ið afar jákvæðar viðtökur þeirra sem hlut eiga að máli og niðurstaðan sé fyrrgreind viljayfirlýsing sem komi málinu á betri rekspöl. Sagði Þórð- ur að stefnt væri að því að stofna veitingastaðinn Sansa streetfood þar sem daglega væri boðið upp á hlaðborð með fjölbreyttum rétt- um. Sagði hann draumastaðsetn- inguna nærri Akraneshöfn, en ekki væri búið að ákveða endalegan stað. Meginstefið í viðskiptahugmynd- inni væri að skapa fólki með skerta starfsorku tækifæri til starfa á eigin forsendum hvort sem væri í hluta- starfi eða fullu. Því hafi hann leit- að til fyrrgreindra samstarfsaðila um styrk og stuðning um að hrynda verkefninu í framkvæmd. Áætlað er að verkefni þetta kosti um 80 millj- ónir króna í stofnfjárfestingu. Viðstaddur kynningu á verkefninu á föstudaginn voru m.a. forsvars- menn stofnana sem í hlut eiga, bæj- arfulltrúar á Akranesi og Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra. Lýsti ráðherra ánægju sinni með hugmyndina og hét öllum þeim stuðningi sem í hans valdi stæði til að verkefni þetta fengi brautargengi. Vísaði hann til Vinnumálastofnunar sem framkvæmdaraðila. mm Viljayfirlýsing um veitingastað með nýrri nálgun Á Sansa streetfood mun starfa fólk með skerta starfsgetu Frá undirritun viljayfirlýsingar. Sitjandi við borð voru þau sem rituðu undir. F.v. Hafdís Fjóla Ásgeirsdóttir frá Símenntu- narmiðstöðinni á Vesturlandi, Guðrún S Gísladóttir frá Vinnumálastofnun, Þórður Már Gylfason framkvæmdastjóri Sansa, Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri og Inga Dóra Halldórsdóttir frá Starfsendurhæfingu Vesturlands. Sigurður Þór Sigursteinsson hefur verið ráðinn í starf framkvæmda- stjóra knattspyrnufélags ÍA. Tekur hann við starfinu af Huldu Birnu Baldursdóttur frá 1. ágúst næst- komandi. Sigurður er Skagamað- ur, uppalinn hjá ÍA og lék 106 leiki með meistaraflokki á árunum 1990 til 2001, auk þess að leika 16 leiki fyrir yngri landslið Íslands. „Það er mjög spennandi að taka við starfi framkvæmdastjóra knatt- spyrnufélags ÍA en ég þekki vel til félagsins sem leikmaður, fyrrum stjórnarmaður, foreldri og stuðn- ingsmaður. Einnig hef ég setið í meistaraflokksráði KFÍA og sinnt öðrum verkefnum hjá félaginu,“ segir Sigurður. „Ég hef sterkar til- finningar til félagsins og hlakka mikið til að starfa með öflugum hópi stjórnar, starfsmanna, iðkenda og þjálfara KFÍA. Framundan eru spennandi tímar uppbyggingar og framfara hjá félaginu og það eru forréttindi að fá tækifæri til að vera virkur þátttakandi í þeirri vegferð,“ segir hann. Magnús Guðmundsson, for- maður KFÍA, segir ánægjulegt að fá Sigurð til starfa hjá félaginu. „Við erum mjög spennt fyrir að fá Sigurð inn í starf framkvæmda- stjóra félagsins. Honum fylgir mikil reynsla af knattspyrnunni því Sig- urður og hans fjölskylda hafa verið áberandi í starfi félagsins í fjölmörg ár. Ég hef trú á því að Siggi sé frá- bær viðbót í annars mjög öflugan hóp starfsfólks hjá félaginu. Ég vil samtímis þakka Huldu Birnu fyrir hennar framlag til félagsins,“ segir Magnús. kgk Sigurður Þór ráðinn fram- kvæmdastjóri KFÍA Sigurður Þór Sigursteinsson ásamt Magnúsi Guðmundssyni, formanni knattspyr- nufélagsins. Ljósm. KFÍA.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.