Skessuhorn


Skessuhorn - 23.05.2018, Blaðsíða 18

Skessuhorn - 23.05.2018, Blaðsíða 18
MIÐVIKUDAGUR 23. MAÍ 201818 SVEITARSTJÓRNARKOSNINGAR X-2018 Við leggjum áherslu á velferð Skagamanna á öllum aldri og þess vegna er mikilvægt að standa vörð um heilbrigðisþjónustuna og stuðla þannig áfram að góðri samvinnu milli bæjarins og þeirra sem vinna að velferðarmálum í bænum. Við ætlum að sækja fram í umhverfismálum með ýmsum hætti, m.a. með því að auka flokkunarmöguleika og setja upp grenndarstöðvar í bænum. Framsókn og frjálsir gera sér fulla grein fyrir því að sterkt atvinnulíf er undirstaða öfl- ugs samfélags. Því eigum við að vera vakandi fyrir því að leita nýrra tæki- færa og styðja vel við það sem við höfum. Akranes er vel staðsett, m.a. til að sækja störf án staðsetningar. Til þess þarf pólitíska forystu. Vinna þarf að þarfagreiningu í skipulagsmálum bæjarins og for- gangsraða eftir því. Skagamenn eiga að geta treyst því að þeirri forgangs- röðun sé fylgt og því er nauðsyn- legt að auka gagnsæi í málaflokkn- um. Í öllum skipulagsmálum þarf að tryggja að jafnt aðgengi sé fyrir alla. Auk þessa viljum við bæta öryggi vegfarenda á Akranesi, hægja á um- ferð í íbúagötum og gera átak í merk- ingum svo að eitthvað sé nefnt. Hvað varðar menningar- og safn- amál þá sjáum við m.a. sóknarfæri í að tengja saman ferðaþjónustu, úti- vist og menningu. Til að menning og listir blómstri áfram á Akranesi þarf að skapa aðstöðu fyrir listamenn á hinum ýmsu sviðum. Framsókn og frjálsir ætla að auka íbúalýðræði en með því geta Skaga- menn valið á milli samfélagsverkefna með sérstakri íbúakosningu. Þetta er eingöngu brot af því sem finna má í stefnuskrá Framsóknar og frjálsra. Hún var borin í öll hús hér á Akranesi. Hana má einnig finna á Facebook síðu framboðsins: Fram- sókn og frjálsir Akranesi. Hverja metur þú a) helstu kosti þíns sveitarfélags og b) hvað þarf helst að bæta? Kostir Akraness eru gríðarlega margir. Það er stutt í alla þjónustu og lífsgæðin sem felast í því eru mik- il. Með því getum við fengið meiri tíma með fjölskyldu okkar og vin- um. Hér á Akranesi erum við jafn- framt svo lánssöm að hafa frábærar stofnanir, eins og heilbrigðisstofn- unina, alla skólana okkar og Höfða. Allar þessar stofnanir hafa frábæran mannauð og sá auður er mikilvægur fyrir samfélagið okkar. Það felast að mínu mati einnig mikil lífsgæði í náttúruperlum okkar Skagamanna. Skagamenn eru marg- ir duglegir að nýta sér þessar perlur, hvort sem það er við leik á Langa- sandi, synda í sjónum, skokka um bæinn okkar eða eiga góðar sam- verustundir í Skógræktinni okkar. Ég tel einnig að nálægðin við Reykjavík sé nokkur kostur. Þangað getum við m.a. sótt þá þjónustu sem við höfum ekki hér á Akranesi. Börn- in okkar hafa kost á að búa í foreldra- húsum á Akranesi og sækja háskóla til borgarinnar. Þeir sem það kjósa geta einnig sótt vinnu til höfuðborg- arinnar og það gerði ég til nokkurra ára. Það var samt alltaf góð tilfinning þegar ég sá borgina í baksýnisspegl- inum og nálgaðist Skagann. Í þessu samhengi get ég ekki ann- að en nefnt áhyggjur mínar af at- vinnumálum hér á Skaganum. Fjöldi fólks fer hvern einasta dag til vinnu í Reykjavík því tækifærin hafa ekki verið til staðar hér heima. Þessu þarf að breyta og við í Framsókn og frjáls- um erum með hugmyndir í þá veru. Undanfarnar vikur höfum við í Framsókn og frjálsum fundað með fjölda einstaklinga. Heimsótt stofn- anir bæjarins, fyrirtæki og fundað með ýmsum aðilum. Með þessu höf- um við fengið upplýsingar og séð að kominn er tími á uppbyggingu í mörgum innviðum okkar góða sam- félags. Við í Framsókn og frjálsum erum tilbúin til að ganga til þeirra verka, til að gera gott Akranes að enn betra Akranesi. Hvernig spáir þú að úrslitin verði í þínu sveitarfélagi? Eins og segir í kvæðinu; ,,vandi er um slíkt að spá.“ Ég vil þó taka það fram að við í Framsókn og frjálsum erum öflug liðsheild og við brenn- um öll fyrir því að gera gott Akra- nes að enn betra Akranesi. Fáum við brautargengi í komandi kosningum þá munum við vinna vel fyrir sam- félagið okkar í samvinnu við ykkur, Skagamenn. Sjálfstæðisflokkurinn á Akranesi Sjálfstæðisflokkurinn á Akra- nesi hefur listabókstafinn D. Rakel Óskarsdóttir er oddviti listans. Hver er konan? Ég er 42 ára gift Búa Örlygssyni og eigum við tvö börn, Ástu Maríu og Óskar Gísla. Ég er viðskiptafræð- ingur frá Háskólanum á Bifröst og með MS próf í markaðsfræði og al- þjóðaviðskiptum frá HÍ. Í dag rek ég Verslunina Bjarg með tengdafor- GERUM AKRANES SAMKEPPNISHÆFARA 2. sæti, Rúnar Ólason 4. sæti, Hörður Svavarsson3. sæti, Steinþór Árnason 1. sæti, Helga Jónsdóttir Fimm listar buðu fram í kosn- ingunum á Akranesi 2014; B- listi Framsóknar og frjálsra, D-listi Sjálfstæðisflokksins, S- listi Samfylkingarinnar, V-listi Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs og Æ-listi Bjartrar framtíðar. Bæjarstjórn er skipuð níu fulltrúum sem nú eru; fimm úr Sjálfstæðisflokki, tveir úr Samfylkingunni, einn úr Framsókn og frjálsum og einn frá Bjartri framtíð. Vinstri- hreyfingin grænt framboð náði ekki inn manni í kosning- unum fyrir fjórum árum og býður ekki fram nú. Meirihluti í bæjarstjórn skipa fimm Sjálf- stæðismenn og fulltrúi Bjartrar framtíðar. Nú bjóða fjórir listar fram á Akranesi, B-listi Fram- sóknar og frjálsra, D-listi Sjálf- stæðisflokks, M-listi Miðflokks og S-listi Samfylkingarinnar. Framsókn og frjálsir Framsókn og frjálsir bjóða fram undir listabók- stafnum B. Elsa Lára er oddviti listans. Hver er konan? Ég heiti Elsa Lára Arnardóttir og er oddviti Framsóknar og frjálsra á Akranesi. Ég er fædd 30. desemb- er 1975 og ég ólst upp, að hluta til, hér á Akranesi hjá ömmu og afa en einnig inni í Hvalfjarðarsveit og síðar á Höfn í Hornafirði. Ég er gift Rúnari G. Þorsteinssyni og saman eigum við Þorstein Atla (19 ára) og Þórdísi Evu (15 ára). Við eigum líka heimilisköttinn Ólaf Högnason (14 ára). Ég er mennt- aður grunnskólakennari og starfaði sem slíkur í nokkur ár eða þangað til ég settist á Alþingi árið 2013. Ég sat á þingi til ársins 2017 en gaf ekki kost á mér til áframhaldandi þing- starfa. Ástæðan var að mig langaði að nýta krafta mína og þekkingu til að vinna fyrir Skagamenn og bæinn okkar. Þess vegna gef ég kost á mér til bæjarstjórnar í kosningunum sem fram fara eftir nokkra daga. Hver eru helstu áhersluatriði þíns framboðs fyrir komandi kosning- ar? Framsókn og frjálsir leggja áherslu á Akranes sem fjölskylduvænt sam- félag. Fáum við brautargengi í kom- andi kosningum þá munum við tryggja fjölskyldum dagvistunarúr- ræði að loknu fæðingarorlofi. Við ætlum að byggja nýjan leikskóla sem getur leyst að hluta til húsnæðis- vanda leik- og grunnskólanna. Við munum efla góðu skólana okkar með auknum stuðningi og betri vinnuað- stæðum. Við viljum sveigjanleika milli skóla-, íþrótta- og æskulýðs- starfs til að tryggja meiri samfellu í starfi barnanna okkar. Við ætlum að ljúka heildarstefnumörkun á Jað- arsbakkasvæðinu og setja raunhæfa framkvæmdaráætlun. Fjórir listar bjóða fram á Akranesi Elsa Lára Arnardóttir, oddviti Fram- sóknar og frjálsra á Akranesi. Rakel Óskardóttir, oddviti Sjálfstæðis- manna á Akranesi.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.