Skessuhorn


Skessuhorn - 23.05.2018, Blaðsíða 30

Skessuhorn - 23.05.2018, Blaðsíða 30
MIÐVIKUDAGUR 23. MAÍ 201830 Í eftirfarandi frásögn langar mig að lýsa þeim vinnubrögðum sem við- höfð hafa verið hjá sveitarfélaginu Borgarbyggð við gerð deiliskipu- lags og auglýsingar á því. Upphaf- ið má rekja til ársins 2009 er faðir minn, Sæmundur Ásgeirsson, kaup- ir gamalt hús í uppsveitum Borgar- fjarðar og landsskika í kringum það ári síðar. Hugmyndin var að gera þarna fjölskyldureit, þar sem með- limir gætu komið sér upp sumar- húsum á landinu og gamla húsið yrði eins konar samkomuhús. Upplogið deiliskipulag Í júlí árið 2016 sjáum við í fun- dargerð Borgarbyggðar að rúmu ári áður, eða í júní 2015, hafði dei- liskipulag fyrir safn verið samþyk- kt á aðliggjandi landi. Jafnframt ke- mur fram í fundargerðinni að faðir minn sé umsagnaraðili að skipulag- inu þótt þessi tíðindi væru nýmæ- li fyrir hann. Í téðu skipulagi eru tilgreind bílastæðin inni á okkar landi og önnur sem sem loka myn- du aðkomunni að húsi okkar. Við frekari eftirgrennslan kemur í ljós að sveitarfélagið hafði leitað um- sagnar allra umsagnaraðila nema föður míns. Jafnframt kom í ljós að í B-deild stjórnatíðinda hafði landið verið auglýst undir öðru nafni og landnúmeri en gildir fyrir téðan skika og í ekkert landlýsingu sem benti til þess hvað væri verið að auglýsa. Fundgerðir sveitarfélagsins vegna þessa máls voru ekki gerðar opinberar fyrr en 13 mánuðum eft- ir birtingu auglýsingar, en kæru- frestur er 12 mánuðir. Óneitan- lega vakna spurningar um hverju það sæti. Eftir spurningar frá okkur feðgum voru fundargerðir færðar til í fundargerðabókhaldi sveitarfé- lagsins og hér vakna einnig spurn- ingar um lögmæti þess. Úrskurðarnefnd hlítir ekki úr- skurði Umboðsmanns Alþingis Í framhaldinu, sama ár, var málið kært til úrskurðarnefndar Umh- verfis- og auðlindamála, ÚUA sem vísar málinu frá á þeim forsendum að kærufrestur sé liðinn og neit- ar okkur um endurupptöku, þe- gar eftir því var leitað. En í kæ- runni höfðum við einnig krafist að þær litlu framkvæmdir sem haf- nar voru yrðu stöðvaðar á meðan beðið væri eftir niðurstöðu. Um- boðsmaður Alþingis tók málið fyrir í desember 2016 og krafðist með úrskurði í október 2017 að ÚUA tæki málið upp aftur, ef faðir minn óskaði þess, sem hann gerði. Rök umboðsmanns voru þau að þar sem verulegir annmarkar væru á fyrri úrskurði ætti ÚUA að flý- ta meðferð málsins. Það tók nef- ndina fimm mánuði að samþykkja að fylgja eftir fyrirskipunum um- boðsmanns og enn er beðið eftir niðurstöðu. Framkvæmdir hafnar án bygg- ingastjóra eða teikninga Í janúar 2018 var leitað til bygging- arfulltrúa Borgarbyggðar og óskað eftir yfirliti vegna framkvæmda á svæðinu. Þá kom í ljós að enginn byggingarstjóri eða iðnmeistari var skráður hjá sveitarfélaginu á þetta verk. Engar teikningar voru tiltæk- ar af þeim húsum sem voru í bygg- ingu, engin byggingaleyfi skráð og engar úttektir var að finna hjá fulltrúanum sem lauk samtalinu á þá lund að hann hefði ekki tíma til að standa í svona málum, við feðg- ar gætum fengið gögnin hjá Um- boðsmanni Alþingis. Síðar kom í ljós að teikningum fyrir annað hús- ið, sem var í byggingu, var skilað inn 12. mars 2018, tæpum tveimur árum eftir að framkvæmdir hófust og engri teikningu hefur verið skilað fyrir hitt húsið. Sitthvað er Jón og séra Jón Kjörinn fulltrúi sveitarfélagsins tjáði okkur feðgum í tölvupósti að barátta okkar við að reyna að fá leiðréttin- gar, tefji fyrir að skipulagsbeiðni ok- kar verði tekin fyrir. Skilja má þessi orð á þann veg að viðkomandi sé að viðurkenna að utanaðkomandi öfl ráði því hvaða mál séu tekin fyrir hjá sveitarfélaginu. Starfsmenn og kjörnir fulltrúar Borgarbyggðar hafa eytt milljónum af almannafé í lögfræðikostnað til að reyna að réttlæta ólöglegar gjörðir í skipulagsmálum. Eru svona vinnu- brögð í samræmi við vilja íbúa? Ásgeir Sæmundsson. Sönn saga af skipulagsmálum í Borgarbyggð Pennagrein Nýlega voru lögð fram drög að stefnu Borgarbyggðar um upplýs- ingamál og íbúasamráð. Með því að innleiða þá stefnu verður form- gert með hvaða hætti samráð íbúa sveitarfélagsins verði við ákvarð- anatöku. Fyrir liggur að kostnað- armeta þá þætti sem fram koma í stefnunni og þarf ný sveitastjórn að taka afstöðu til hennar. Það er stefna VG í Borgarbyggð að auka samráð við íbúa en þá þurfa verk- ferlar að vera skýrir þar sem fram kemur með hvaða hætti samráð eigi að fara fram. VG í Borgarbyggð vill að stjórn- sýsla Borgarbyggðar einkennist af skilvirkni og góðu upplýsingaflæði. Bætt og einfaldað upplýsingaflæði er nauðsynlegt til að stjórnsýsla sveitarfélagsins og bókhald sé eins opið og kostur er. Skýrar fundar- gerðir eru lykilatriði og gott að- gengi að ferlum mála er æskileg svo að auðveldlega sé hægt að fylgj- ast með framgangi einstakra mála. Þessu tengdu þá er afar brýnt að styðja betur við skipulagsmálin og telur VG í Borgarbyggð nauðsyn- legt að skipta umhverfis-, skipulags og landbúnaðarnefnd í tvær nefnd- ir, umhverfis og atvinnunefnd ann- ars vegar og skipulagsnefnd hins vegar. Gæði þjónustu ræður miklu um hvar einstaklingar, fyrirtæki og stofnanir setjast að. Þess vegna skiptir öllu máli að innviðir sam- félagsins séu í góðu lagi. Við eig- um sterka leik- og grunnskóla sem þarf að halda áfram að hlúa að og byggja upp. Hins vegar þarf sveit- arstjórn að einhenda sér í að efla samgöngur og bæta rafmagns- og nettengingar til að efla þá starfs- semi sem fyrir er og laða að nýja. Við viljum búa fyrirtækjum gott umhverfi þannig að þau nái að dafna með því að halda uppi öfl- ugri grunnþjónustu. Allt hangir þetta saman. Öflugt og fjölbreytt atvinnulíf eflir grunnstoðirnar, sem er grundvöllur fyrir þeirri blóm- legu byggð sem við viljum sjá alls- staðar í sveitarfélaginu. Markmið- ið á ávallt að vera aukin nýsköpun í atvinnuháttum og fjölgun starfa. Auk þess þarf að vinna í því að fá opinberar stofnanir fluttar í Borg- arbyggð sem mun styrkja byggðina enn frekar. Sveitarstjórnarfulltrúar sem og íbúar allir, við þurfum að hafa kjark, þor og síðast en ekki síst trú á sveit- arfélaginu og möguleikum þess til að gera betur í Borgarbyggð! Sigríður Júlía Brynleifsdóttir Höf. skipar 2. sæti á lista VG í Borgarbyggð Opnuð hefur verið ný vefsíða sveit- arfélagsins Snæfellsbæjar. Er hún aðgengileg á sömu vefslóð og áður, www.snb.is. Í frétt um málið á nýja vefnum segir að það sé von stjórn- enda Snæfellsbæjar að ný vefsíða geti stuðlað að auknu upplýsingaflæði til íbúanna og gegnsærri stjórnsýslu. Einfaldleikinn var hafður í fyrir- rúmi við hönnunina og að hafa nýju vefsíðuna notendavænni en þá eldri. Hún er bjartari yfirlitum en gamla vefsíðan og snjöll, það er að segja skynjar hvaða tæki er notað til að skoða síðuna og lagar sig að tækjum í samræmi við skjástærð. Þá er þess getið að vefsíður séu í stöðugri þróun og enn standi nokk- ur verk óunnin við nýju síðuna. Því kunni lesendur að verða varir við einstaka villur. Eru íbúar beðn- ir velvirðingar á því og beðnir að senda ábendingar um það sem bet- ur má fara á Heimi Berg Vilhjálms- son, markaðs- og upplýsingafulltrúa Snæfellsbæjar á netfangið heimir@ snb.is. kgk Ný vefsíða Snæfellsbæjar Þannig lítur ný vefsíða Snæfellsbæjar út. Glaðlega stúlkan á myndinni sem blasir við gestum nýju síðunnar heitir María Ýr Þráinsdóttir. Ljósmyndina tók Alfons Finnsson. Pennagrein Pennagrein Þær hafa ekki alltaf verið háar í loftinu eða miklar um sig Fram- sóknarkonurnar af Skaganum. Ef eitthvað er þá hafa þær ítrekað sannað að sentímetrar segja lítið sem ekki neitt um hversu öflugur einstaklingur er við að fylgja eftir sínum hugsjónum og hugðarefn- um, samfélagi sínu til hagsbóta. Ég heyrði fyrst af Elsu Láru Arnardóttur fyrir alþingiskosn- ingarnar 2013. Þá hafði hún vak- ið athygli fyrir mikið og gott starf sitt sem grunnskólakennari og þá umhyggju sem hún sýndi nem- endum sínum. Þegar hún ákvað að gefa kost á sér á lista Fram- sóknarmanna í Norðvesturkjör- dæmi og svo þegar hún tók sæti í þingflokki Framsóknarmanna eft- ir kosningar þá fengum við fljótt að kynnast því að Elsa Lára gerir ekkert af hálfum hug. Hvort sem um er að ræða hlaup upp og niður sitt heitt elskaða Akrafjall, endur- skoðun á húsnæðiskerfinu, um- breytingar á almannatryggingum eða annað það sem krefst úthalds og þrjósku. Því óskaði ég eftir að Elsa Lára tæki sæti í verkefnastjórn um framtíðarskipan húsnæðismála á mínum vegum og lagði hópurinn til viðamiklar breytingar á hús- næðiskerfi landsmanna. Þegar niðurstöður verkefnisstjórnarinn- ar voru kynntar fengum við báðar að heyra að taldar væru allar líkur á að tillögur hópsins myndu safna ryki líkt og fjöldamargar aðrar skýrslur um húsnæðismál. Svo var aldeilis ekki og á þeim grunni rís nú nýtt verkamannabústaðarkerfi, þ.m.t. 33 leiguheimili á Akranesi á vegum Bjargs íbúðarfélags, ASÍ og BSRB og þúsundir um allt land. Annað risaverkefni var heild- arendurskoðun á lögum um al- mannatryggingar sem unnið hafði verið að árum saman og lítið kom- ist áleiðis. Þar gaf Elsa Lára ekk- ert eftir sem varaformaður vel- ferðarnefndar í að tryggja fram- gang lagabreytinga á Alþingi. Sú breyting leiddi til tuga prósenta hækkana á lífeyri eldri borgara, ekki hvað síst þeirra sem minnst höfðu. Elsa Lára er leiðtogi, hún er réttsýn, ákveðin og með stórt hjarta og henni er einstaklega annt um bæinn sinn Akranes. Þetta eru allt eiginleikar sem góð- ur sveitastjórnarmaður á að hafa. Því hvet ég þig, kæri Skagamaður, til að kjósa Elsu Láru Arnardóttur í bæjarstjórn Akraness. Það gerir þú með því að setja X við B þann 26. maí n.k. Eygló Harðardóttir Höf. er fyrrverandi alþingismað- ur og ráðherra. Margur er knár þótt hann sé smár Gerum betur í Borgarbyggð

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.