Skessuhorn


Skessuhorn - 23.05.2018, Blaðsíða 27

Skessuhorn - 23.05.2018, Blaðsíða 27
MIÐVIKUDAGUR 23. MAÍ 2018 27 Hreinsunarátak í dreifbýli Hreinsunarátak vorið 2018 verður dagana 28. maí - 14. júní. Nú verður tímabilinu skipt í tvennt og markmiðið með því er að ná að sinna losun betur á hverju svæði fyrir sig. Gámar fyrir grófan úrgang, timbur- og málmúrgang verða aðgengilegir á eftir- töldum stöðum: Mikilvægt er að rétt sé flokkað í gámana og að úrgangi sé vel raðað svo plássið nýtist sem best. Þegar gámar eru við það að fyllast hafið samband við Gunnar hjá Íslenska gámafélaginu, í síma 840-5847. Umhverfis-og skipulagssvið Borgarbyggðar SK ES SU H O R N 2 01 8 28. maí - 5. júní Lyngbrekka Lindartunga Eyrin við Bjarnadalsá (Norðurárdalur) Högnastaðir 6. júní - 14. júní Bæjarsveit Brautartunga Bjarnastaðir - á eyrinni (ath. að hliðið á að vera lokað) Síðumúli XB FYRIR BETRA AKRANES 1. SÆTI 2. SÆTI Elsa Lára Arnardóttir 3. SÆTI Ragnar Sæmundsson Liv Åse Skarstad 4. SÆTI Karitas Jónsdóttir framsoknogfrjalsirframsoknakranes SK ES SU H O R N 2 01 8 Óskilamunir í íþróttamannvirkjum Akraneskaupstaðar Hægt er að vitja óskilamuna í öllum íþróttamannvirkjum Akraneskaupstaðar dagana 26.-30. maí næstkomandi. Við hvetjum alla þá sem sakna íþróttafatnaðar, útifatnaðar, sundfatnaðar eða annarra muna til að koma og athuga hvort þeir geti verið hjá okkur. Eftir 30. maí verða óskilamunir gefnir í fatasöfnun Rauða krossins. Í frétt á heimasíðu Dalabyggð- ar 17. maí sl. er upplýst að á 161. fundi sveitarstjórnar sem halda á þann 24. maí nk. verði til um- fjöllunar erindi Arnarlóns ehf. um breytingar varðandi kaupin á Laugum og Sælingsdalstungu. Það kemur mjög á óvart að sveit- arstjórn skuli ætla að taka málið til afgreiðslu því að á fundi sveitar- stjórnar 17. apríl sl. var samþykkt í einu hljóði að slíta viðræðum við Arnarlón ehf. Um nýtt mál er að ræða miðað við fyrri ákvörðun sveitarstjórnar. Ég hvet sveitar- stjórn til að fresta afgreiðslu þessa máls og eftirláta nýrri sveitarstjórn að taka við boltanum enda verður kosin ný sveitarstjórn 26. maí nk., tveimur dögum eftir 161. fund frá- farandi sveitarstjórnar. Sælingsdalstunga er lögbýli og bújörð, því gilda jarðalög nr. 81/2004 og ábúðarlög nr. 80/2004 um jörðina. Núverandi leigjendur hafa leigt jörðina frá árinu 2009. Hefur þeim verið boðin forkaups- réttur eins og umrædd lög kveða á um og er það til skjalfest? Á hvaða forsendum er hægt að veita Arnarlóni ehf. forkaupsrétt að hluta Sælingsdalstungu á föstu verði líkt og tillagan sem verður til umfjöllunar 24. maí kveður á um? Hefur sveitarstjórn boðið Ríkis- sjóði Íslands forkaupsrétt á heita- vatnsréttindum á jörðinni Laug- um? Í auðlindalögum nr. 57/1998, 12. gr., 2. mgr. segir: „Um sölu jarða, er jarðhitaréttindi fylgja, fer eftir ákvæðum jarðalaga, þó þannig að ríkissjóður skal hafa forkaups- rétt að þeim aðilum frágengnum sem hann er veittur með þeim lög- um eða við sölu jarðar frá sveitar- félagi.“ Hefur þetta verið gert og er það til skjalfest? Í leigusamning frá 15. maí 1994 um leigu lands undir íbúðarhúsið Laugafell segir í 9. gr.: „Komi til sölu á þessum eignum leigutaka á leigusali forkaupsrétt að þeim.“ Hefur leigusala – hinum eiganda jarðarinnar Laugar verið boðinn sá forkaupsréttur? Er það til skjal- fest? Í bréfi til sveitarstjórnar 16. apríl sl. frá Jóni Agli Jóhannssyni er spurt hvort hafi verið kannað hjá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga hvaða áhrif seljendalán líkt og Dala- byggð ætlar að veita hefur á fram- lög úr sjóðnum. Í nýsamþykktum ársreikningi Dalabyggðar kemur fram að tæp 40% af tekjum Dala- byggðar árið 2017 fyrir A-hluta sveitarfélagsins kemur frá Jöfnun- arsjóði. Í umræddu bréfi Jóns Eg- ils er minnst á að árið 2007 fékk Dalabyggð ákúrur frá Jöfnunar- sjóði fyrir að ætla að veita bílastyrk til starfsmanna á Silfurtúni. Er til skjalfest álit Jöfnunarsjóðs sveit- arfélaga á áhrifum seljendaláns á tekjur Dalabyggðar frá Jöfnunar- sjóði? Verði af þessari sölu hjá sveitar- stjórn, tveimur dögum fyrir kjör- dag þá spyr ég einnig hvernig verði staðið að gerð kaupsamnings? Ætl- ar sveitarstjórn að afsala sér eign- unum áður en lokagreiðsla seljen- daláns á öðrum veðrétti fæst? Ger- ir sveitarstjórn sé grein fyrir að þá gætu þeir fjármunir tapast? Ef eign er afsalað hefur sveitarstjórn ekk- ert um það að segja hversu mikið eignirnar verða veðsettar af kaup- anda. Ég minni fráfarandi sveitar- stjórn á að Arnarlón ehf. óskaði ítrekað eftir framlengingu á fyr- irvörum við kauptilboðið sem fé- lagið féll svo frá og gat ekki staðið við. Viðræðum var slitið 17. apríl sl. af hálfu sveitarstjórnar og fyrir þeim fundi lá tölvupóstur frá lög- fræðingi á vegum Dalabyggðar þar sem segir að; „hvorki Arnarlón né fasteignasalinn [geti] átt nokkra kröfu á hendur sveitarfélaginu vegna þess að það samþykki ekki 3. eða 4. veðrétt.“. Síðan er spurning hvort það sé skynsamlegt að eiga viðskipti við aðila sem fyrstu viðbrögð við mót- læti eru að hóta málsókn. Eru þá auknar líkur á áframhaldandi mál- sóknum viðkomandi aðila vegna alls er tengist kaupunum? Hver er kaupandinn? Erindið kemur frá Arnarlóni ehf., en skv. upplýsingum í fyrirtækjaskrá RSK eru til félögin Laugar Fasteignir ehf. kt: 480218-2130 og Sælings- dalstunga ehf. kt: 560318-0300. Í forsvari fyrir hvort félag er sami aðili og er í forsvari fyrir Arnar- lón ehf. Hefur sveitarstjórn ósk- að eftir gögnum úr Fyrirtækjaskrá um þessi félög og lagt fyrir sveitar- stjórnarfund? Eru þetta ekki gögn sem sveitarstjórnarmenn þurfa að kynna sér áður en þeir taka afstöðu til málanna? Þá spyr ég sveitarstjórn af hverju hún hafi aldrei vísað erindi til menningar- og ferðamálanefndar, sem fer með málefni Byggðasafns Dalamanna og upplýst nefndina um að til standi að leigja núverandi aðstöðu safnsins á 3 milljónir ár- lega næstu 10 árin af kaupanda. Á sama tíma fór fram mikil umræða í fræðslunefnd um íþróttamannvirki og kennslu íþrótta. Hvað veldur þessari málsmeðferð hjá sveitar- stjórn varðandi fastanefndir sínar? Ég hvet sveitarstjórn til að fresta afgreiðslu málsins og láta þá á það reyna fyrir dómstólum ef Arnarlón ehf. telur brotið á sér. Minni aftur á að um nýtt mál er að ræða þar sem sveitarstjórn samþykkti í einu hljóði að slíta viðræðum við Arn- arlón ehf. 17. apríl sl. Er það takmark fráfarandi sveit- arstjórnar að selja eignir sama hvað það kostar og í því hugarástandi að lítið er um upplýsta skynsemi. Ásgarði 21. maí 2018 Eyjólfur Ingvi Bjarnason. Höf. er bóndi í Ásgarði og fyrsti varamaður í fráfarandi sveitar- stjórn. Opið bréf til fráfar- andi sveitarstjórnar Dalabyggðar Pennagrein Fréttaveita Vesturlands www.skessuhorn.is

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.