Skessuhorn


Skessuhorn - 23.05.2018, Blaðsíða 10

Skessuhorn - 23.05.2018, Blaðsíða 10
MIÐVIKUDAGUR 23. MAÍ 201810 Síðastliðinn miðvikudag tóku Veit- ur í notkun nýja hreinsistöð skólps við Ægisbraut 31 á Akranesi. Bætist bærinn þar með í hóp þeirra sveitar- félaga sem uppfylla kröfur um skólp- hreinsun samkvæmt reglugerð og stórt skref er jafnframt stigið í um- hverfismálum. Fyrir uppbyggingu fráveitunnar rann óhreinsað skólp út um átta meginútrásir, nálægt fjöru- borði. Nú er skólpi veitt frá þessum útrásum og í hreinsistöðina við Æg- isbraut. Uppbygging kerfisins fól í sér, auk hreinsistöðvarinnar, upp- setningu á sex nýjum dælubrunnum sem dæla skólpinu frá gömlu útrás- unum í átt að hreinsistöðinni, nokkr- um kílómetrum af nýjum lögnum á landi auk sjólagnar. Stöðin hreins- ar öll gróf efni úr skólpinu auk þess að sía frá sand og fitu. Skólpinu er að endingu dælt um hálfan annan kíló- metra í sjó fram. Á sex stöðum á Vesturlandi Hönnun mannvirkisins hófst árið 2006 og var smíði þess boðin út í áföngum hrunárin 2007 og 2008. Árin 2008-2010 voru mannvirk- in byggð, dælubrunnar settir niður og lokið við megnið af lagnavinn- unni. Þar sem Orkuveita Reykjavík- ur, móðurfélag Veitna, fór illa út úr bankahruninu varð fjárhagur fyrir- tækisins afar erfiður og framkvæmd- um því slegið á frest. Þráðurinn var tekinn upp að nýju á Akranesi árið 2015 þegar lögð var lögn í sjó fram. Í Borgarbyggð reka Veitur nú fjór- ar tveggja þrepa hreinsistöðvar á Varmalandi, Reykholti, Bifröst og Hvanneyri. Á næstu vikum verður svo ný hreinsistöð sambærileg þeirri á Akranesi tekin í notkun í Borgar- nesi. Góð umgengni mikilvæg Undanfarin misseri hafa Veitur stað- ið fyrir átakinu „Blautþurrkan er martöð í pípunum,“ sem ætlað er að vekja athygli á því að klósett eru ekki ruslafötur. Í þau eiga ekki að fara blautþurrkur, bindi, eyrnapinn- ar, tannþráður eða aðrar hreinlætis- vörur. Á hverjum degi berst gríðar- legt magn af rusli í hreinsistöðvan- ar Veitna. „Mikil vinna og kostnað- ur felst í því að hreinsa dælur og farga ruslinu. Með því að minnka magn óæskilegra hluta og efna sem við sendum í fráveituna getum við lækkað kostnað verulega. Til við- miðunar þá sturtum við fjórfalt meira niður af slíku en Svíar. Fita og olía á heldur ekki heima í frá- veitukerfinu. Fita og blautklút- ar eru til dæmis slæm blanda. Úr þeim efnivið geta orðið til svokall- aðir fituhlunkar, eða „fatbergs“ eins og þeir heita upp á ensku. Þeir eru stórt vandamál í fráveitukerf- um víða um heim og hér á landi einnig. Málning, leysiefni, lyf og önnur efni eiga heldur ekkert er- indi í niðurföllin, því skal skila í endurvinnslu.“ mm/ Ljósm. Hrafnhildur Harðar- dóttir. Lögreglustjórinn á Vesturlandi stöðvaði síðastliðinn miðvikudag, að beiðni Vegagerðarinnar, meinta ólögmæta innheimtu bílastæða- gjalda við Hraunfossa í Borgarfirði sem þá hafði staðið í hálfan annan dag. Frá málinu var greint í síðasta Skessuhorni. Í tilkynningu sem lögreglustjóri gaf út á miðvikudaginn sagði m.a.: „Gjaldtaka einkaaðila hófst í gær að nýju á vegi að Hraunfossum og Barnafossi í Hvítá í Borgarfirði en fossarnir eru friðlýstir sem náttúru- vætti.“ Þá segir að Vegagerðin vísi til þess að þjóðvegir séu opnir almennri umferð skv. 1. mgr. 8. gr. vegalaga og að Vegagerðin, sem veghaldari umrædds vegar skv. 13. gr. vegalaga, hafi ekki veitt heimild til gjaldtöku fyrir notkun á þessum vegi. Vega- gerðin vísar til þess að gjaldtaka, án heimildar skv. 17. gr. vegalaga, fyr- ir notkun vegarins feli í sér óleyfi- lega hindrun á umferð um þjóðveg. „Vegagerðin hefur farið þess á leit að lögreglan gefi þeim sem standa fyrir slíkri gjaldtöku af vegfarendum fyr- irmæli um að láta af þeirri háttsemi og framfylgi þeim fyrirmælum.“ Loks minnir lögreglustjóri á að brot á vegalögum og reglugerðum, sem settar verða samkvæmt þeim, varði sektum nema þyngri refsing liggi við samkvæmt öðrum lögum. Telja athæfið ótækt Á fundi byggðarráðs Borgarbyggð- ar síðastliðinn fimmtudag var fjallað um innheimtu vegtolla við Hraun- fossa. Byggðarráð bókaði eftirfar- andi: „Hraunfossar hafa verið frið- lýst svæði frá árinu 1987. Umhverf- isstofnun ber ábyrgð á Hraunfoss- um og nánasta umhverfi þeirra samkvæmt sérstakri auglýsingu nr. 410/1987. Umhverfisstofnun hefur einnig komið að fjármögnun á upp- byggingu göngustíga og útsýnispalla í þeim tilgangi að ferðafólk geti not- ið fegurðar Hraunfossa án þess að spilla nærliggjandi umhverfi. Einn- ig ber Umhverfisstofnun ábyrgð á landvörslu á svæðinu. Vegagerðin hefur lagt veg að svæðinu fyrir opin- bert fé svo og byggt upp bílastæði. Borgarbyggð hefur einnig lagt fjár- magn í uppbyggingu á aðstöðu á svæðinu til að auðvelda aðkomu ferðafólks að því og tryggja vernd náttúrunnar á hinu friðlýsta svæði. Einnig hefur Borgarbyggð kostað hreinlætisaðstöðu við Hraunfossa um langt árabil. Því vekur það furðu að leigutakar jarðarinnar Hraunsáss II skuli á nýjan leik hefja töku veg- tolla fyrir eigin ábata inn á fyrrgreint svæði án þess að hafa á nokkurn hátt lagt fé til uppbyggingar á þeirri að- stöðu sem er þar til staðar. Byggðar- ráð Borgarbyggðar telur slíkt athæfi ófært og skorar á lögreglustjórann á Vesturlandi og Umhverfisstofnun að tryggja að innheimtu vegtolla við Hraunfossa verði tafarlaust hætt.“ mm Lögregla stöðvaði innheimtu vegtolla við Hraunfossa Hér tilkynnir lögregla síðastliðinn miðvikudag Guðlaugi Magnússyni hjá H-fossum ehf. um ákvörðun lögreglustjórans um að stöðva innheimtu meintra ólögmætra bílastæðagjalda. Skólphreinsistöð formlega tekin í notkun á Akranesi Svipmynd úr safni Skessuhorns frá 2015 þegar unnið var við sjólögnina frá Akranesi. Hreinsistöðin við Ægisbraut á Akranesi. Ljósm. Veitur. Guðrún Erla Jónsdóttir stjórnarfor- maður Veitna, Inga Dóra Hrólfsdóttir framkvæmdastjóri Veitna og Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri. Svipmynd innan úr nýju stöðinni.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.