Skessuhorn


Skessuhorn - 23.05.2018, Blaðsíða 6

Skessuhorn - 23.05.2018, Blaðsíða 6
MIÐVIKUDAGUR 23. MAÍ 20186 Réðist á bílstjóra BORGARNES: Farþegi sem tók sér far með Strætó í Borg- arnes síðastliðinn miðviku- dagsmorgun lét hendur skipta í átökum við vagnstjóra. Á frétta- vef RUV er greint frá því að far- þeginn hafi látið höggin dynja á bílstjóra strætó þá um morg- uninn, þegar reynt hafi ver- ið að vísa honum út úr vagnin- um í Borgarnesi. Vagnstjórinn var með áverka á höndum eft- ir átökin og þurfti að leita að- hlynningar læknis. Farþeginn hafði greitt fyrir far frá Reykja- vík í Borgarnes en vildi samt lengra. Þegar það var ekki í boði lét hann hendur skipta. Maður- inn var handtekinn og látinn sofa úr sér vímuna í fangaklefa í Borgarnesi. Hann var sagður í annarlegu ástandi. -mm Námskeið og nýjungar hjá Hér núna AKRANES: „Í haust verða fræðarar hjá Hér núna orðnir fleiri þannig að við getum tek- ið stærri hópa og til dæmis séð um starfsdaga hjá fyrirtækj- um,“ segir í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu. „Þá fer einnig af stað Uppfræðslan, fræðsla fyrir unglinga á fermingaraldri sem byggir ekki á trú en innihaldið byggir á því sem sálfræðin hef- ur rannsakað að skapar gott líf. Fjallað verður um dygðir, gildi, styrkleika og tilfinningar, svo eitthvað sé nefnt. Loks verður námskeiðinu Blómstrun, ýtt af stað. Það er sjálfstætt framhald af Styrkleikunum þínum. Það verður nokkurra vikna nám- skeið sem á að styðja við það að fólk blómstri, sem sagt líði bet- ur og gangi betur með það sem það er að gera í lífinu. Innihald kynnt betur síðar. Látið ykkur hlakka til.“ Nánari upplýsing- ar gefur Steinunn Eva Þórðar- dóttir í síma 893-1562. Skrán- ing er í: http://her-nuna.is. -mm Lífrænt ferskt pasta í fram- leiðslu AKRANES: Kaja organic ehf., í samvinnu við Sóknaráætlun Vesturlands, kynnir með stolti nýja íslenska framleiðslu; lífrænt ferskt pasta unnið úr Demeter vottaðri Semolinu frá Ítalíu og lífrænum eggjum frá Nesbú en pastað er framleitt á Café Kaju á Akranesi. Pastanu er pakkað í 200 gr neytendaumbúðir sem eru eins umhverfisvænar og hægt er fyrir svona framleiðslu. Notaður er pappabakki í stað plastbakka en enn sem komið er eru ekki til aðrar lausnir en plast þegar kemur að lofttæm- ingu. Hægt er að nálgast pastað hjá Bændum í bænum, Heilsu- húsinu Kringlunni og Laugar- vegi, Hagkaupum, Melabúðinni og Matarbúri Kaju Akranesi. -fréttatilk Fimm sóttu um stöðu rektors B O R G A R B Y G G Ð : Sunnudaginn 13. maí síð- astliðinn rann út umsókn- arfrestur vegna starfs rekt- ors Landbúnaðarháskóla Ís- lands. Fimm sóttu um stöð- una; Magnús Örn Stefáns- son, Ph.D. í stofnerfða- fræði, Ragnheiður I. Þórar- insdóttir, Ph.D. verkfræði og MBA, Sigurður Sigurðs- son MS verkfræði og MBA, Snorri Baldursson, Ph.D. plöntuerfðafræði og Þorleif- ur Ágústsson, Ph.D. fiskalíf- eðlisfræði. Athygli vekur að Dr. Sæmundur Sveinsson, sem skipaður var rektor síð- astliðið haust tímabundið til eins árs, er ekki meðal um- sækjenda um starfið nú. -kgk Slysalaus helgi en mikið um hraðakstur VESTURLAND: Hvíta- sunnuhelgin gekk vel fyrir sig í umdæmi Lögreglunnar á Vesturlandi. „Að vanda var haldið uppi öflugu eftirliti og ekki urðu alvarleg slys í um- dæminu. Allt of margir öku- menn óku þó of hratt, en 242 ökutækjum var ekið of hratt þar sem lögreglumenn voru við hraðamælingar. Sá sem hraðast ók mældist á 128 km hraða,“ segir í frétt LVL. -mm Samkvæmt frétt Stöðvar2 síð- astliðinn fimmtudag er Sigurð- ur Ingi Jóhannsson samgöngu- ráðherra, í samráði við Vegagerð- ina, búinn að ráðstafa þeim fjórum milljörðum króna sem ríkisstjórn- in ákvað að verja til aukinna vega- framkvæmda á þessu ári, umfram fjárlög. Ráðstöfun þessarar upp- hæðar fer því ekki formlega leið í gegnum Alþingi. Athygli vekur að upplýsingar um ráðstöfun fjárins hafa ekki verið birtar opinberlega á upplýsingavefjum ráðuneytisins né Vegagerðarinnar. Samkvæmt frétt Stöðvar 2 er eina vegafram- kvæmdin sem kemur til fram- kvæmda á Vesturland uppbygg- ing þriggja kílómetra langs veg- arkafla í Laxárdal í Dölum, frá Lambeyrum að Gröf. Er sú fram- kvæmd talin kosta 200 milljónir króna. Það framlag er um 5% af fyrrgreindu viðbótarframlagi rík- issjóðs. Samgönguráðherra og vega- málastjóri hafa nú, samkvæmt fréttinni, gefið vegagerðarmönn- um fyrirmæli um að láta þessa peninga sem um ræðir komast strax í vinnu. 2,4 milljarðar króna, eða um 60 prósent framlagsins fer til viðhalds eldri vega. „Viðhalds- þörfin er mjög mikil og síðan er hægur leikur að auka þar við um- fang verka, þannig að það er þægi- legra að koma þeim fjármunum í vinnu,“ segir forstöðumaður við- haldsdeildar Vegagerðarinnar í samtali við Stöð 2. Stærstu við- haldsverkin verða á Gullna hringn- um í uppsveitum Árnessýslu. Meðal stærstu nýframkvæmda, samkvæmt frétt Stöðvar 2, eru Grindavíkurvegur, Dettifossveg- ur og Borgarfjörður eystri meðal þeirra sem njóta góðs af þessu við- bótarfé. Til nýframkvæmda fara 1.640 milljónir króna en þeim fjármunum verður meðal annars ráðstafað til að stækka verkáfanga, sem þegar eru í framkvæmd, eins og á Dettifossvegi. 350 milljón- um verður bætt í Grindavíkurveg, ofan á 200 milljónir, sem áður voru ákveðnar. Þar verða akstursstefn- ur skildar að á sex kílómetra kafla milli Bláalónsvegar og Reykjanes- brautar, og hraðaeftirlitsmynda- vélar settar upp. Í Reykjanesbraut fara 50 milljónir til að undirbúa tvöföldun í gegnum Hafnarfjörð, milli Kaldárselsvegar og Krýsuvík- urvegar. Ljúka á gerð útboðsgagna svo unnt verði að bjóða verkið út snemma árs 2019. Í Suðurlands- veg um Ölfus fara 300 milljónir, sem fyrsti áfangi að breikkun milli Hveragerðis og Selfoss, en fram- kvæmdin kostar alls 5,5 milljarða króna. Í Þingvallaveg um þjóð- garðinn fara 250 milljónir. Bæta á veginn frá þjónustumiðstöð að Vallavegi. Til norðanlands fara 70 milljónir í malbik að Dagverðar- eyri og 200 milljónir í Dettifoss- veg, milli Súlnalækjar og Ásheið- ar. Áætlað er að enn vanti 1.400 milljónir til að klára Dettifossveg að vestanverðu. Austanlands fara 220 milljónir í slitlag á tvo kafla til Borgarfjarðar eystri. Af þeim fara 120 milljónir í Borgarfjarðarveg við Vatnsskarðsvatn og í Njarð- vík og 100 milljónir í Njarðvíkur- skriður. mm/ Heimild visir.is og Stöð2. Fimm prósent aukins vegafjár á Vesturland Yfirlögn vegar í Norðurárdal í Borgarfirði. Ljósm. úr safni Skessuhorns.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.