Skessuhorn


Skessuhorn - 23.05.2018, Blaðsíða 25

Skessuhorn - 23.05.2018, Blaðsíða 25
MIÐVIKUDAGUR 23. MAÍ 2018 25 kostlegt,” segir hún. “Það er samt mjög skrítið að fara í sturtu án sund- fata í sundlaugunum eins og tíðkast hér,” bætir hún við og verður skrít- in á svipinn. Roomane var einnig í skýjunum með ferðina. “Það er allt svo frábært hérna. Fegurðin í lands- laginu og útsýnið. Ég er samt sam- mála Clémence að sturtuferðirn- ar eru skrítnar,” segir hún. “Það er mjög góður matur hérna þó hann sé frábrugðinn. Við erum ekki vön að fá egg og beikon í morgunmat sem mér finnst mjög gott,” bætir hún við. “Svo er mjög skrítið að skólinn sé opinn og ólæstur og allir á sokk- unum inni. Það er ekki svoleiðis heima,” segir Roomane. “Í Frakk- landi er borin meiri virðing fyrir kennurunum en strákarnir þar eiga það þó til að vera óþekkir,” bætir hún við. “Ég ætla svo sannarlega að koma aftur til Íslands,” segir Room- ane að lokum. Þegar kveðjustundin rann upp aðfararnótt laugardagsins 19. maí voru ófá tárin sem runnu niður rjóða vanga en krakkarnir höfðu augljóslega tengst sterkum vináttu- böndum þrátt fyrir tungumálaörð- ugleika og ólíkan uppruna. Allir ís- lensku krakkarni voru harðákveðn- ir í að fara í heimsókn til Paimpol í nánustu framtíð en hvort að það takist verður tíminn að leiða í ljós. tfk www.skessuhorn.is Starfsmaður óskast í heimaþjónustu Markmið heimaþjónustu er að efla viðkomandi til sjálfsbjargar og gera honum kleift að búa sem lengst í heimahúsi, við sem eðlilegastar aðstæður. Um er að ræða tímavinnu og/eða sumarafleysingar. Helstu verkefni og ábyrgðarsvið: Almenn þrif• Stuðningur og hvatning• Aðstoð við persónulega umhirðu• Hvetja til sjálfshjálpar• Vera vakandi yfir andlegri og líkamlegri líðan þjónustuþega• Helstu hæfniskröfur: Hæfni í mannlegum samskiptum• Frumkvæði og skipulagshæfni• Hæfni til að starfa sjálfstætt• Æskilegt er að umsækjandi hafi reynslu af heimilisstörfum• Starfsmaður þarf að hafa bíl til umráða. Nánari upplýsingar gefur Elín Valgarðsdóttir, deildarstjóri heimaþjónustu í síma: 840 1525. Umsóknarfrestur er til 30. maí 2018. Umsóknir berist til borgarbyggd@borgarbyggd.is. SK ES SU H O R N 2 01 8 Þessir hressu nemendur fóru í kayakferð með Vestur Adventures. Einn af frönsku nemendunum lætur sig flakka fram af bryggjunni en það var margt brallað á meðan þau voru hér. F.v. Paul Lemarchand, Jules Carriou, Awelann Fichou, Clémence Thepaut og Roomane Sayec. Jón Björgvin Jónsson nemandi í Grunnskóla Grundarfjarðar er hér að kryfja þorsk í náttúrufræðitíma en frönsku nemendunum var ekki skemmt. Helstu verkefni og ábyrgð:  Þjónusta og ráðgjöf við fólk með fötlun og þátttaka í þverfaglegri teymisvinnu s.s. með skólum, leikskólum og öðrum þjónustu- stofnunum vegna málefna fullorðinna einstaklinga, barna og fjölskyldna.  Annast meðferð mála einstaklinga og fjölskyldna innan félagsþjónustu.  Vinnsla barnaverndarmála. Menntun og hæfniskröfur:  Starfsréttindi sem þroskaþjálfi eða félagsráðgjafi.  Þekking og reynsla af vinnu með fólki með fötlun.  Þekking og reynsla af vinnu á sviði félagsþjónustu, barnaverndar og meðferð fjölskyldumála æskileg.  Lipurð í mannlegum samskiptum.  Frumkvæði, sjálfstæði og sveigjanleiki í starfi.  Skipulagshæfileikar og sjálfstæð vinnubrögð.  Áhugi á þverfaglegri teymisvinnu. Félagsþjónusta Borgarbyggðar óskar eftir þroskaþjálfa eða félagsráðgjafa. Um er að ræða 50 - 70% starf afleysingastarf í óákveðinn tíma. Þroskaþjálfi eða félagsráðgjafi óskast til starfa hjá félagsþjónustu Borgarbyggðar Umsóknir með upplýsingum um menntun, starfsreynslu og umsagnaraðilum berist til borgarbyggd@borgarbyggd.is fyrir 1. júní nk. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélag. Samkvæmt jafnréttisstefnu Borgarbyggðar eru karlar jafnt sem konur hvött til að sækja um starfið. Frekari upplýsingar um starfið veitir Inga Vildís Bjarnadóttir, félagsmálastjóri í síma 433-7100/ 898-9222, vildis@borgarbyggd.is og Anna Magnea Hreinsdóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs í síma 840-1522 annamagnea@borgarbyggd.is BORGARBYGGÐ [Cite your source here.]

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.