Skessuhorn


Skessuhorn - 23.05.2018, Blaðsíða 26

Skessuhorn - 23.05.2018, Blaðsíða 26
MIÐVIKUDAGUR 23. MAÍ 201826 Krossgáta Skessuhorns Hér er ný krossgáta fyrir lesendur að spreyta sig á. Auk þess birtum við lausn á krossgátu síðustu viku. Þeir sem vilja geta sent Skessuhorni lausnarorð/in á netfang- ið: krossgata@skessuhorn.is fyrir klukkan 15 á mánudögum. Athugið að fullt nafn og heimilisfang þarf að fylgja með lausninni. Þeir sem ekki hafa aðgang að tölvu- pósti sendi lausnir á: „Skessuhorn - krossgáta, Kirkjubraut 56, 300 Akranesi (póst- leggja þarf lausnir í síðasta lagi á föstudegi). Dregið verður úr réttum innsendum lausnum og fær vinningshafinn bókargjöf frá Skessuhorni. Alls bárust 108 lausnir við krossgátunni í blaðinu í síðustu viku. Lausnin var: „Rólegheit.“ Vinningshafi er Jóhann Magnús Hafliðason, Furugrund 70, 200 Kó- pavogur. Hæð For- faðirinn Kraum- aði Eldstó Ílát Skíma Okið Þrep Lugt Vafrar Vesæl Kona Frón Kerald Átt Hófdýr Elskar Valdi Skinn Bára Ónar Ekki Kropp Gort Mauk Ókunn Púkar Botn Fljóit- fær Stakur 17 12 Þvotta- stag Flan Bál- reiður 14 9 Svar Misk- unn Hita Hryss- urnar Sk.st. Erfiði Sónn 2 Mistök Dýrkun Önugur Enni Elur 5 20 Ískrar Fnykur 18 Örn Gelta Skjögra Áhald Trúr 3 6 Finnur leið Dropana Ekla Hvílum Titill Reipi Hermir Röst Blik Útt. Rauð- aldin 1 Yfir- höfn Bitlaus 10 Nóa Erill Mói Hljóm Hinst Einnig 4 Skip Reifi Sýl Erta Ólm Vissa Rifti Plægja Vanþökk 11 8 19 Hreinn Bifa Berg- málar Nót 13 Ærslast Yfir- höfn 7 Þvarg 16 Sam- hljóðar Tangi Sér- stæður Píluna Tvíhlj. Pípa Hrekkir Suddi Nafn- laus Alltaf Víð Ílát Skoðaði Sönglag Tákn 15 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 Á H E L G I G Á L Y F L Í K U R E R A U S A M I I I G A M A N F L A G G P A R U L L I G A T A S K O R A H R A T I K T F A L D A N R R O K S Á I R S K E D L L O G F E I T R E L I A L A S K A N N E I E F R A S P A N N R Y K Y L A R Æ O F I Ó Ó N S A N S S Ó T D O K A R I I N N T I R A K U R Á R A R S Æ M E N A R G Ð V H F T R A F G R U G G A A T Á Á U N U N Á A R L M V L K U L A R Ó A R A L L A R N Ú A N E N N A Æ S T A R Ó R Ó L E G H E I T L A U S N Ú R S ÍÐ A S T A B L A Ð I Söguboltinn er samstarfsverk- efni mennta- og menningarmála- ráðuneytis, barnabókahöfunda og RÚV. Verkefnið er liður í kynn- ingarátaki ríkisstjórnarinnar í að- draganda heimsmeistaramótsins í fótbolta í Rússlandi í júní. Mark- mið verkefnisins er að tengja skemmtilega saman tvo hluti sem samofnir eru þjóðarsál okkar; fót- bolta og bókmenntir. „Við erum stolt af okkar frá- bæra hæfileikafólki, bæði á fót- bolta- og ritvellinum. Sögubolta- verkefnið er leið til þess að hugsa á skapandi hátt um bolta og bækur og skemmta sér og fræðast í leið- inni. Ég hvet alla, sérstaklega fjöl- skyldurnar og unga fólkið okkar, til þess að taka þátt, fylgjast með og lesa. Það geta allir verið með,“ segir Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra. Nú í maí sameinast landsliðs- fólk í fótbolta og landslið ís- lenskra barnabókahöfunda í skap- andi og líflegri umfjöllun um bolta og bækur. Fjórir sjónvarpsþætt- ir verða sýndir á dagskrá RÚV dagana 22., 24., 29. og 31. maí. Þættirnir eru fjölbreyttir, fyndn- ir og fræðandi – og hvetjandi til umræðu og lestrar, ekki síst utan skólatíma. Rithöfundar sem taka þátt í verkefninu eru: Jóna Valborg Árnadóttir, Eva Rún Þorgeirs- dóttir, Bergrún Íris Sævarsdóttir, Gunnar Helgason, Marta Hlín Magnadóttir, Ævar Þór Bene- diktsson, Andri Snær Magnason, Vilhelm Anton Jónsson, Kristín Ragna Gunnarsdóttir, Þorgrím- ur Þráinsson, Birgitta Elín Has- sel, Kristín Tómasdóttir, Sævar Helgi Bragason og Kjartan Yngvi Björnsson. Framhald verður síðan á verk- efni þessu næsta haust. Hægt verður að fræðast og fylgjast með Söguboltanum á Facebook-síðum Listar fyrir alla og KrakkaRÚV. -fréttatilkynning Söguboltinn rúllar af stað Hin árlega reiðsýning nemenda við Háskólann á Hólum í Hjaltadal fór fram á laugardaginn. Þessi sýning hefur skapað sér sess sem hápunkt- ur lokadagskrár hjá BS-nemum í reiðmennsku og reiðkennslu, sem nú hafa lokið öllum sínum próf- um. Nemendur sýndu í verki margt af því sem þeir hafa lært í reið- mennsku í þriggja ára námi sínu við skólann. Mette Mannseth, yfirreið- kennari skólans, lýsti því sem fram fór fyrir gestum sem fjölmenntu á sýninguna. Í lok sýningar færði svo Siguroddur Pétursson, varaformað- ur FT, nemana í hina bláu einkenn- isjakka með rauða kraganum. Hann veitti auk þess viðurkenningu fyrir bestan árangur á lokaprófi í reið- mennsku og var það að þessu sinni Klara Sveinbjörnsdóttir frá Hvann- eyri í Borgarfirði sem vann til þeirra verðlauna. Hún hlaut einnig Morg- unblaðshnakkinn, sem veittur er fyrir besta heildarárangur í öllum reiðmennskugreinum í BS-námi í reiðmennsku og reiðkennslu. Sýning reiðnemanna var haldin á reiðvelli Hólaskóla og var felld inn í dagskrá hestaíþróttamóts UMSS og Skagfirðings, sem haldið var „heima á Hólum“ um helgina. Að sýningunni lokinni riðu hinir blá- klæddu knapar til hefðbundinnar myndatöku við Hóladómkirku og að því búnu var þeim og fjölskyld- um þeirra boðið til kaffisamsætis á Undir byrðunni. mm Klara náði bestum árangri við útskrift Hólanema Vestlendingar á Hólum. F.v. Siguroddur Pétursson varaformaður Félags tamningamanna, Sigrún Rós Helgadóttir frá Mið- Fossum, Flosi Ólafsson frá Breiðabólsstað, Klara Sveinbjörnsdóttir, Mette Manset og Anton Páll Níelsson. Ljósm. se. Klara Sveinbjörnsdóttir er hér ásamt stoltum foreldrum, þeim Sveinbirni Eyjólfs- syni og Ingu Vildísi Bjarnadóttur.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.