Skessuhorn


Skessuhorn - 23.05.2018, Blaðsíða 39

Skessuhorn - 23.05.2018, Blaðsíða 39
MIÐVIKUDAGUR 23. MAÍ 2018 39 Á Akranesi er gott að búa. Þegar við hjónin áttum von á okkar öðru barni ákváðum við að flytja upp á Akra- nes og var megin ástæðan fyrir því að þar væri gott að ala upp börn og ég vissi af eigin reynslu að þar væri gott að alast upp. Við höfðum aft- ur á móti ekki tekið með í reikning- inn að þar sem dóttir okkar var fædd í apríl gætum við lent í vandræðum með að komast aftur í nám og vinnu að loknu fæðingarorlofi. En við vor- um heppin og vegna liðlegheita okkar yndislegu dagforeldra komum við dóttur okkar að á miðjum vetri. Þegar börn koma inn á miðjum vetri þurfa dagforeldrar að geyma pláss- in og fá ekki greitt fyrr en barnið er komið. Það hljómar undarlega að segja að við höfum verið heppin að fá pláss og hvað þá pláss á miðjum vetri en allir foreldrar sem hafa ver- ið í þessari stöðu skilja hvað ég á við. Það að eitt helsta áhyggjuefni for- eldra sem tengist barneignum að fá dagvistunarpláss að loknu fæðingar- orlofi, en slíkt er alls ekki í lagi. Við í Samfylkingunni viljum tryggja að börn fái dagvistunarpláss að loknu fæðingarorlofi og við viljum hækka mótframlag til foreldra vegna vist- unar hjá dagforeldrum frá 9 mán- aða aldri. Við viljum einnig leggja áherslu á að dagvistunarúrræði sem taka við að loknu fæðingarorlofi verði fyrirsjáanlegri, bæði fyrir for- eldra og þá sem starfa í dagvistunar- málum barna. Leik- og grunnskólar Á Akranesi höfum við framúrskar- andi leik- og grunnskóla sem við getum verið stolt af. Það er því mik- ilvægt að horfa til framtíðar og búa til skýra aðgerðarstefnu sem snýr að því að standa vörð um þetta frábæra starf. Við viljum bæta starfsumhverfi í leikskólum og minnka áreiti og álag bæði á börn og starfsfólk. Það getum við m.a. gert með því að auka rými barna og starfsfólks á leikskólum og með heildarúttekt á húsnæði og starfsaðstæðum í leikskólum. Íbúum á Akranesi fjölgar og Samfylkingin á Akranesi ætlar að tryggja leikskóla- vist frá 18 mánaða aldri. Því er mik- ilvægt að horfa til framtíðar og hefja strax hönnun og undirbúning á nýj- um leikskóla með ungbarnadeild og tilheyrandi aðstöðu. Tónlistarskólinn Við í Samfylkingunni á Akranesi vilj- um hlúa enn betur að góðu samstarfi grunnskólanna og tónlistarskólans með það að markmiði að vekja at- hygli á mikilvægi tónlistaruppeldis. Eins viljum við að börn geti stundað tónlistarnám óháð efnahag. Frístundastarf Vel skipulagt íþrótta- og tómstunda- starf er mikilvæg samfélagsleg auð- lind á Akranesi. Í frístundastarfi gef- ast spennandi tækifæri til að vinna með félagsfærni og sjálfsmynd barna, virkja skapandi hugsun þeirra, lík- amlegt atgervi, seiglu og sjálfstæði. Eins er mikilvægt að minnast á að þátttaka í íþrótta- og tómstunda- starfi hefur mikið forvarnagildi. Á Akranesi er gríðarlega gott og öflugt íþrótta- og tómstundastarf sem við megum vera stolt af. Þetta eins og annað er ekki sjálfgefið og því leggj- um við áherslu á mikilvægi þess að vera í virkri samvinnu við alla sem að starfinu standa. Við viljum hækka tómstundaframlag til að tryggja að öll börn geti tekið þátt í íþrótta- og tómstundastarfi við hæfi og að öll börn hafi aðgang að frístundastarfi, óháð efnahag og uppruna. Mörg börn fara í frístundaheim- ilin þegar skóla lýkur á daginn og þar er unnið mjög gott starf. Við í Samfylkingunni á Akranesi viljum auka sjálfstæði frístundaheimila fyrir yngstu bekki grunnskólans og styðja við uppbyggingu á öflugu og faglegu frístundastarfi á þeim vettvangi. Við viljum tryggja frístundaheimilum góða aðstöðu og mæta gæðaviðmið- um um starfsemi þeirra. Sem fyrrum starfsmaður félags- miðstöðvar og auðvitað ungling- ur veit ég hve mikilvægt það er að styðja við það góða starf sem unnið er í Arnardal og Hvíta húsinu. Það að unglingar taki virkan þátt í skipu- lögðu félagsmiðstöðvarstarfi hefur mikið forvarnargildi en félagsmið- stöðvar eru byggðar upp á mennt- unar- og forvarnargildum. Góður stuðningur við börn og unglinga mun skila sér margfalt út í samfélagið. Bára Daðadóttir Höfundur skipar 3. sæti á lista Samfylkingarinnar á Akranesi til bæjarstjórnarkosninga í vor. Fjölskyldubærinn Akranes Pennagrein Við lok kjörtímabils og þegar kosn- ingabarátta um skipan næstu bæj- arstjórnar stendur hæst er ekki úr vegi að líta yfir farinn veg og huga að þeim kostum sem íbúar á Akra- nesi standa frammi fyrir í kjörklef- anum á laugardaginn. Í síðustu kosningum hlaut Sjálf- stæðisflokkurinn hreinan meiri- hluta í bæjarstjórn og hefur því ásamt Bjartri framtíð borið höfuð- ábyrgð á rekstri og stefnu bæjar- félagsins síðustu fjögur ár. Meiri- hlutinn setti sér mörg markmið en í stuttu máli voru þau helst að veita bæjarbúum góða þjónustu með hagsmuni þeirra að leiðarljósi en jafnframt að tryggja ábyrga stjórn- sýslu og fjármálastjórnun og stuðla að góðu samstarfi við alla flokka í bæjarstjórn. Um margt er erfitt að mæla á einhlítan hátt hvort stór samfélög stefni í átt til blómlegri byggðar og betra mannlífs. Til þess eru þarf- ir og væntingar íbúanna of ólíkar og mælitækin óræð á köflum. Fjár- hagslegu mælitækin hafa alltaf ver- ið til staðar og á síðari árum hefur með könnunum og samanburði á milli sveitarfélaga tekist að greina betur hversu góða leið samfélögin stefna. Undanfarna daga og vikur hafa borist fjölmargar fréttir sem með óyggjandi hætti staðfesta að á allra síðustu árum hefur rekstur Akra- neskaupstaðar og mannlíf í bæjar- félaginu stefnt hraðbyri í rétta átt. Fjárhagslegur styrkur Akranes- kaupstaðar er nú einn þriggja bestu á landinu þegar horft er til sveitar- félaga og á sama tíma er hér ódýr- ast að búa með tilliti til skatta og gjalda bæjarfélagsins. Þá eru íbúar á Akranesi með þeim ánægðari þegar kemur að þjónustu leik- og grunn- skóla bæjarins. Eftirsókn eftir bú- setu hér sannar þetta líka ágætlega, enda fjölgar íbúum hratt. Hér er einfaldalega best að búa. Þrátt fyrir staðfestu bæjarfulltrúa og starfsmanna bæjarfélagsins hefði sá góði árangur, sem náðst hefur á yfirstandandi kjörtímabili, ekki orðið raunin nema með miklum stuðningi bæjarbúa. Þeim stuðn- ingi hafa bæjarfulltrúar Sjálfstæðis- flokksins fundið fyrir og vilja þakka hann nú. Frambjóðendur Sjálfstæðis- flokksins vilja halda áfram á þessari braut. Aukinn fjárhagslegur styrk- ur hefur nú skapað meira rými til framkvæmda og ennþá betri þjón- ustu við bæjarbúa. Á undanförnum vikum höfum við kynnt viðamikla stefnuskrá okkar. Við viljum áfram stuðla að iðandi mannlífi í fallegum bæ með sterku skólasamfélagi og fjölbreyttu atvinnulífi sem byggir á traustum innviðum. Margvíslegar framkvæmdir eru nú þegar hafnar og fleiri hafa verið skipulagðar til að mynda þjónustuíbúðir fyrir aldr- aða við Dalbraut og undirbúningur á uppbyggingu nýs íbúðakjarna fyr- ir fólk með skerta færni. Þetta get- um við gert með góðu skipulagi án þess að raska fjárhagslegum styrk. En baráttan fyrir betra samfélagi snýst ekki einungis um rekstur bæj- arfélagsins sjálfs. Við munum berj- ast áfram fyrir hagsmunum íbúa á Akranesi á landsvísu hvar sem því verður við komið. Þar horfum við sérstaklega til löngu tímabærra að- gerða í samgöngumálum og upp- byggingu atvinnulífs. Á laugardaginn er komið að vali íbúa Akraness. Í góðum byr með rétta og árangursríka stefnu viljum við áfram halda um stjórnvölinn. Með góðum stuðningi bæjarbúa tekst okkur það. Höldum áfram og kjósum XD. Rakel Óskarsdóttir og Ólafur Adolfsson Höfundar skipa 1.sæti og 4. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins á Akranesi við bæjarstjórnarkosningarnar í vor. Höldum áfram! Pennagrein SK ES SU H O R N 2 01 8 Sveitarstjórnarkosningar 2018 Kjörfundur vegna sveitarstjórnarkosninga í Dalabyggð verður haldinn laugardaginn 26. maí 2018 kl. 10 - 22 í félagsheimilinu Dalabúð í Búðardal. Kjósendum ber að framvísa persónuskilríkjum á kjörstað. Allir kjósendur í Dalabyggð eru í kjöri, nema þeir sem löglega eru undanþegnir skyldu til að taka kjöri og hafa fyrir fram skorast undan því. Samkvæmt þessu hafa Halla Sigríður Steinólfsdóttir Ytri-Fagradal, Ingveldur Guðmundsdóttir Stórholti og Jóhannes Haukur Hauksson Brekkuhvammi 1 skorast undan að taka kjöri. Kjörskrá fyrir Dalabyggð vegna sveitarstjórnarkosninga liggur frammi á skrifstofu Dalabyggðar, Miðbraut 11, Búðardal, frá og með 15. maí til kjördags, mánudaga - föstudaga kl. 10:00 -14:00. Kjörstjórn Dalabyggðar Kjörstaður er í Stjórnsýsluhúsinu við Innrimel 3. Kjörfundur hefst kl. 09:00 og lýkur kl. 22:00. Talning atkvæða fer fram í Stjórnsýsluhúsinu að loknum kjörfundi. Kjósendur eru hvattir til að koma snemma á kjörstað og hafa persónuskilríki meðferðis. Kjörstjórn S K E S S U H O R N 2 01 8 Kjörfundur í Hvalfjarðarsveit vegna sveitarstjórnarkosninga laugardaginn 26. maí 2018 Í komandi sveitarstjórnarkosning- um þann 26. maí skipa ég 2. sæti D-listans í Grundarfirði. Eftir nokkurra ára dvöl í Reykja- vík fluttumst við mæðgur aft- ur heim í Grundarfjörð og líður okkur hvergi betur. Ég finn fyrir auknum áhuga ungs fólks sem er að mennta sig að flytja aftur heim. Við þurfum að geta tekið við þessu unga fólki. Við erum sem betur fer í upp- byggingarfasa hér á Snæfellsnesi og hefur það skapað vaxtarverki sem meðal annars greinast í skorti á íbúðum. Við erum að horfa á að fólk fái ekki húsnæði hvorki til leigu eða kaups. Vantað hef- ur skýrari stefnu í fjölgun lóða og uppbyggingu íbúða. Nú hefur far- ið fram vinna við endurskoðun og endurgerð aðalskipulags Grundar- fjarðar þar ætti stefnan að skýrast, ef rétt er haldið á spöðunum. Í Grundarfirði hefur verið tak- mörkuð námsaðstaða fyrir há- skólanema og úr því þarf að bæta. Við viljum að það sé hvetjandi fyr- ir íbúa Grundarfjarðar að fara í nám og verðum að skapa umhverfi til að auðvelda fólki það. Sjávarútvegurinn er Grundar- firði afar mikilvægur og ber okkur að standa vörð um hann. Á sama tíma megum við ekki gleyma því að samfélagið okkar hefur breyst. Á örfáum árum hefur Grundar- fjörður breyst í mikinn ferða- mannabæ. Tækifærin hafa aldrei verið fleiri en nú og við verðum að nýta þessi tækifæri. Við þurfum að marka okkur skýra stefnu í upp- byggingu innviða, forgangsraða og setja okkur langtíma markmið. Gerum góðan bæ enn betri og kjósum D-listann! Heiður Björk Fossberg Óladóttir Höfundur skipar 2. sætið á D-lista Sjálfstæðisflokks í Grundarfirði. Gerum góðan bæ betri Pennagrein

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.