Skessuhorn


Skessuhorn - 23.05.2018, Blaðsíða 4

Skessuhorn - 23.05.2018, Blaðsíða 4
MIÐVIKUDAGUR 23. MAÍ 20184 Kirkjubraut 54-56 - Akranesi - Sími: 433 5500 - www.skessuhorn.is Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14.00 á þriðjudögum. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Skráningarfrestur smá- auglýsinga er til kl. 12.00 á þriðjudögum. Blaðið er gefið út í 3.700 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu. Áskriftarverð er 2.976 krónur með vsk. á mánuði. Elli- og örorkulífeyrisþegar greiða kr. 2.580. Rafræn áskrift kostar 2.337 kr. Rafræn áskrift til elli- og örorkulífeyrisþega er 2.160 kr. Áskrifendur blaðs fá 50% afslátt af verði rafrænnar áskriftar. Verð í lausasölu er 750 kr. SKRIFSTOFA BLAÐSINS ER OPIN KL. 9-16 VIRKA DAGA Útgefandi: Skessuhorn ehf. skessuhorn@skessuhorn.is Ritstjórn: Magnús Magnússon, ritstjóri s. 894 8998 magnus@skessuhorn.is Kristján Gauti Karlsson kgauti@skessuhorn.is Anna Rósa Guðmundsdóttir arg@skessuhorn.is Auglýsingar og dreifing: Hrafnhildur Harðardóttir auglysingar@skessuhorn.is Umbrot og hönnun: Tinna Ósk Grímarsdóttir tinna@skessuhorn.is Bókhald og innheimta: Guðbjörg Ólafsdóttir bokhald@skessuhorn.is Prentun: Landsprent ehf. Með von um snjóléttan kjördag Ekki er alveg laust við að ég fagni því að nú sér fyrir endan á stuttri og fremur rólegri kosningabaráttu. Á laugardaginn kjósum við hrepps- nefndir eins og séra Geir myndi kalla það. Ekki held ég að það sé sagt til að gera lítið úr vægi stjórnvaldsins, miklu fremur að honum finnst einfaldlega fínt að nota gamla stjórnsýsluheitið. Við erum jú öll sveitafólk inn við beinið. Til sanns vegar mætti hins vegar færa að vald sveitarstjórna í dag er hlutfallslega miklu minna en það var fyrir fimmtíu eða hundrað árum þegar ekki þekktist annað stjórn- sýsluheiti og vammlitlir og óumdeildir héraðshöfðingjar unnu kosn- ingarnar ítrekað. Í seinni tíð hafa sveitarfélög nefnilega verið bund- in á klafa laga og ægivalds „að sunnan“ sem markvisst hefur gert þau að valdlitlum afgreiðslustofnunum með þröngan og jafnvel vonlaus- an fjárhag. Þau hafa engu að síður mikilvægum skyldum að gegna og skulu t.d. sjá til þess að skólamálin séu í lagi, málefni fatlaðra eru á þeirra herðum og ekki síst skipulagsmál sem mér sýnist vera helsta þrætuepli samtímans. Svo ef útsvarið hrekkur ekki til þarf sveitar- stjórnarfólk að fara bónferð til bjargar inn í einhverja stofnunina í Reykjavík, nú eða að leita á náðir Alþingis, og reyna að grenja út meiri pening. Ekki má jú skuldsetja sveitarfélögin umfram lögbundið há- mark af veltu þeirra. Yfirleitt er það nefnilega svo að þegar búið er að greiða það sem skólamálin og önnur lögbundin þjónusta kostar, þá er sáralítið eftir til framkvæmda og sýnilegra verka, svo sem malbikunar gatna, viðhalds göngustíga og þess háttar sem telst til munaðar í dag. Hreppsnefndir liðins tíma voru hins vegar miklu valdameiri og höfðu að ég hygg oft á tíðum betri fjárhag en þekkist í dag. Miðað við hvernig hlutverk hreppsnefndarfólks hefur breyst í tím- ans rás og kjör þess, tek ég ofan fyrir þeim sem gefa kost á sér til starfa í sveitarstjórnum. Mér skylst að launin fyrir hreppsnefndarstörf séu knöpp í hlutfalli við framlagða vinnu og áreiti af ýmsum toga. Einkum á þetta við í smæstu hreppunum sem hafa ekki efni á að ráða embættismenn til að sinna þessum skyldum og draga úr áreitinu. Það er nefnilega svo að þrátt fyrir tilburði í þá veru hefur ekki tekist að þoka upp lögbundnum lágmarksfjölda í hverjum hreppi og þeir því fámennir. Nýlegt dæmi um skyndilega fjölgun íbúa í Árneshreppi um heil fjörutíu prósent, nægir að nefna til að sjá hversu veikburða þessar stjórnsýslueiningar eru og varnarlausar þegar reynt er að hafa utan- aðkomandi áhrif á sjálfstæða ákvarðanatöku hreppsbúa. Þar koma því upp deilur um kjörgengi og búsetu og allt fer á annan endan. Upp koma deilur sem vafalítið munu ekki gróa í einn eða tvo mannsaldra. Nær okkur man ég eftir fleiri dæmum þar sem fámennið gerði mönn- um erfitt að leysa mál á friðsamlegum nótum. Ég óska frambjóðendum til sveitarstjórna velfarnaðar um helgina og að þeir uppskeri eins og til hefur verið sáð. Jafnframt óska ég þess að snjólétt og hæglátt veður verði á kjördag svo kjósendur komist allir sem einn heilu og höldnu á kjörstað. Niðurstaðan eftir að búið verð- ur að telja upp úr kjörkössunum verður sú lýðræðislegasta sem í boði er. Í blaðinu í dag leggjum við lóð á vogarskál þess að frambjóðendur komi málum sínum á framfæri í formi viðtala og birtingu aðsendra greina. Sé fólk í vafa ætti það að kynna sér þetta efni vel. Þótt munur á framboðum virðist á yfirborðinu lítill, má þó eygja tilburði til að- greiningar. Magnús Magnússon Leiðari Eins og fram kom í frétt Skessu- horns í síðasta mánuði var sam- þykkt á fundi sveitarstjórnar Dala- byggðar að slíta viðræðum við Arn- arlón ehf. um sölu á eignum Dala- byggðar. Var það vegna ágreinings um veðröð lána. Vildi sveitarstjórn ekki ábyrgjast skuldabréf sem væri neðar en á öðrum veðrétti á fast- eignum. Sveinn Pálsson sveitar- stjóri greindi frá því á vef Dala- byggðar í síðustu viku að fulltrú- ar Arnalóns ehf. hafi gert athuga- semdir við þessa afgreiðslu máls- ins þar sem um hafi verið að ræða drög að samningum til umræðu en ekki endanlega samninga til sam- þykktar eða synjunar. „Úr þessu fæst ekki skorið nema fyrir dóm- stólum,“ skrifar Sveinn. Í fréttinni á vef Dalabyggðar segir að 13. maí síðastliðinn hafi Arnarlón ehf. lagt fram tillögu að lausn á málinu án þess að um nýtt tilboð væri að ræða. Sveinn greinir þannig frá í frétt á dalir.is: „Tilla- gan felst í því að jörðin Sælings- dalstunga verði undanskilin í við- skiptunum og kaupverð lækki sem nemur andvirði jarðarinnar í til- boðinu. Hins vegar fái Arnarlón kauprétt á þeim hluta Sælings- dalstungu sem ætlaður er fyrir frístundahúsabyggð og golfvöll. Megin hluti jarðarinnar (um 2.465 ha. af um 2.830 ha.) yrði þá un- danskilinn sölu og kauprétti, þar með megnið af beitarlandi jarða- rinnar. Jafnframt að kauprétturinn gildi til ársloka 2022 og kaupverð verði hið sama og hlutur jarðarin- nar í tilboðinu. Verði kaupréttu- rinn ekki nýttur hafi Arnarlón for- kaupsrétt að þessum hluta jarðar- innar.“ Gangi þetta eftir fær Da- labyggð sama söluandvirði fyrir eignirnar eins og áður hafði verið ætlað en heldur eftir megin þor- ra lands Sælingsdalstungu. Sel- jandalán Dalabyggðar yrði á 2. veðrétti á eftir láni Byggðastofnu- nar.“ Málið verður til umfjöllunar á fundi sveitarstjórnar Dalabyggðar á morgun, 24. maí. mm Í liðinni viku afhenti Skúli Þórðar- son sveitarstjóri Hvalfjarðarsveit- ar Héraðsskjalasafni Borgarfjarðar til varðveislu skjalasöfn Hvalfjarð- arstrandarhrepps, Innri-Akranes- hrepps, Leirár- og Melahrepps og Skilmannahrepps. Um er að ræða skjöl sem ná fram til þess tíma er sveitarfélögin voru sameinuð í júní- mánuði 2006 og Hvalfjarðarsveit varð til. Frá því í febrúar síðastliðnum hafa Birna Mjöll Sigurðardóttir og Erla Dís Sigurjónsdóttir, skjala- og upplýsingafræðingar, unnið fyrir Hvalfjarðarsveit að flokkun, skrán- ingu og pökkun skjala og gagna frá umræddum sveitarfélögum. „Verk- inu skiluðu þær með miklum sóma þann 9. maí síðastliðinn og eru þeim færðar þakkir fyrir vel unnið starf, fagleg vinnubrögð og vandað- an frágang,“ segir Skúli Þórðarson sveitarstjóri. „Það er afar ánægju- legt að tekist hafi að ljúka verkefni þessu en sveitarstjórn Hvalfjarð- arsveitar hefur lagt áherslu á að koma þessum menningarverðmæt- um í aðgengilega skrá og varanlega geymslu.“ Það var Jóhanna Skúladóttir, hér- aðsskjalavörður í Safnahúsi Borgar- fjarðar, sem tók á móti skjalasafn- inu en eins og sést á meðfylgjandi myndum er það mikið að vöxtum eða um 245 öskjur með um 14,5 hillumetrum af skjölum. Skjölin eru mikilsverð heimild um starf og sögu hreppanna auk þess að tryggja upplýsingarétt einstaklinga sem góðar stjórnsýsluvenjur krefjast. mm/ Ljósm. Hvalfjarðarsveit Skjalasöfn gömlu hreppanna afhent hérðasskjalasafni Skúli Þórðarson og Jóhanna Skúladóttir héraðsskjalavörður glugga hér í gömul gögn hreppanna. Skjalasafnið er mikið að vöxtum. Hér er það á brettum og við þau standa Birna Mjöll, Skúli og Erla Dís. Arnarlón vill kaupa Laugar en undanskilja Sælingsdalstungu

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.