Skessuhorn - 31.10.2018, Page 11
MIÐVIKUDAGUR 31. OKTÓBER 2018 11
*
Fjölbrautaskóli Vesturlands
Innritun á vorönn 2019
Fjölbrautaskóli Vesturlands
Vogabraut 5, 300 Akranesi
Sími 433-2500 skrifstofa@fva.is www.fva.is
Námsbrautir í boði
Stúdentsbrautir – 3 ára brautir
Náttúrufræðabraut
Félagsfræðabraut
Opin stúdentsbraut
Íþrótta- og heilsusvið
Listnámssvið
Opið svið
Tungumálasvið
Viðskipta- og hagfræðisvið
Afreksíþróttasvið
Iðnnám
Húsasmíði
Húsgagnasmíði
Vélvirkjun
Grunndeild bíliðngreina
Rafvirkjun
Sjúkraliðanám
Framhaldsskólabraut
Starfsbraut
Viðbótarnám eftir iðn- og starfsnám
Dagskóli
Innritun fyrir nám í dagskóla á vorönn 2019 fer fram
rafrænt á menntagatt.is eða á skrifstofu skólans dagana
1.-30. nóvember.
Dreifnám
Opnað hefur verið fyrir umsóknir í húsasmíðanám,
vélvirkjanám og sjúkraliðanám í dreifnámi fyrir vorönn
2019*.
Umsóknareyðublað er að finna á heimasíðunni,
www.fva.is og umsóknum skal skilað á skrifstofu skólans
fyrir 1. desember 2018.
Nánari upplýsingar gefa Guðrún Sigríður Guðmundsdóttir,
náms- og starfsráðgjafi, gudruns@fva.is og Jónína
Víglundsdóttir, áfangastjóri, jonina@fva.is.
Við afgreiðslu umsókna nemenda í dreifnám gerir skólinn fyrirvara um inntöku,
m.a. vegna hópastærða
Snorrastofa í Reykholti
Sögusýning og fyrirlestur
Snorrastofa, menningar- og miðaldasetur
í Reykholti
Sími 433 8000
www.snorrastofa.is
snorrastofa@snorrastofa.is
Árið 1918 í Borgarfirði
Laugardagurinn 3. nóvember 2018 kl. 14
Í hátíðarsal Snorrastofu, héraðsskólahúsinu
Á sýningunni raðast saman munir og
minningar; ljósmyndir, sendibréf og önnur
slík minn ingar brot sem skapa stemningu
– tilfinningu fyrir tíðaranda ársins. Fréttir
af borgfirskum málefnum eru einnig fengnar
úr prentuðum blöðum – og ennfremur stuðst
við hand rituð blöð sem Þorsteinn Jakobsson
(1884–1967) skráði.
Óskar Guðmundsson fylgir sýningunni úr
hlaði með fyrirlestrinum, Borgfirðingurinn
í heiminum og heimurinn í honum.
Páll Guðmundsson á Húsafelli flytur tónlist.
Verið öll velkomin
FULLVELDI ÍSLANDS 100 ÁRA
LEIÐBEININGAR UM NOTKUN OG MEÐFERÐ MERKIS
Laust fyrir klukkan fimm á sunnu-
dagsmorgun barst björgunarsveit-
inni Ósk í Búðardal beiðni um
aðstoð vegna bíla sem sátu fast-
ir á norðanverðri Bröttubrekku.
Vonskuveður var á brekkunni um
þetta leyti, um 25 m/s og snjó-
koma. Starf björgunarsveitar-
manna gekk þó vel. Greiðlega
gekk að losa bílana og koma þeim
niður af brekkunni. Menn og tæki
voru komnir í hús laust fyrir kl. sjö
sama morgun, þreyttir og blautir
eftir annasama nótt, að því er fram
kemur á Facebook-síðu björgun-
arsveitarinnar. kgk
Bílar sátu fastir á Bröttubrekku
Svipmynd frá vettvangi. Ljósm. Björgunarsveitin Ósk.
Alþýðusamband Íslands hefur nú í
fyrsta skipti í 102 ára sögu félags-
ins kosið konu til að gegna forystu,
en Drífa Snædal var á föstudag-
inn kjörin forseti ASÍ. Hlaut hún
65,8% atkvæða, en mótframbjóð-
andi hennar Sverrir Mar Alberts-
son hlaut 34,2%.
Drífa Snædal er 45 ára viðskipta-
fræðingur frá Háskóla Íslands auk
þess að vera með meistarapróf í
vinnumarkaðsfræðum og vinnurétti
frá Háskólanum í Lundi. Drífa hef-
ur starfað sem framkvæmdastjóri
Starfsgreinasambands Íslands frá
árinu 2012 en áður var hún fram-
kvæmdastjóri Vinstri hreyfingar-
innar – græns framboðs og Sam-
taka um Kvennaathvarf.
Vilhjálmur Birgisson formaður
Verkalýðsfélags Akraness var kjör-
inn 1. varaforseti ASÍ með um 60%
atkvæða. Guðbrandur Einarsson,
formaður VS og LÍV, var einnig
í framboði. Áður en til kosning-
ar kom hafði Ragnar Þór Ingólfs-
son formaður VR dregið framboð
sitt til 1. varaforseta til baka. Krist-
ján Þórður Snæbjarnarson formað-
ur Rafiðnaðarsambands Íslands var
sjálfkjörinn í embætti 2. varforseta.
mm
Drífa kosin forseti ASÍ og
Vilhjálmur fyrsti varaforseti
Ný forysta ASÍ. F.v. Vilhjálmur, Drífa og Kristján.
Bæjarráð Akraness samþykkti á síð-
asta fundi sínum samkomulag við
Þroskahjálp. Í því felst að húsbygg-
ingarsjóður Þroskahjálpar mun sækja
um og Akraneskaupstaður úthluta
sjóðnum lóð að Beykiskógum 17 í
því að skyni að reisa þar leiguíbúðir
ætlaðar fötluðu fólki, ásamt viðbót-
arrými. Bæjarráð samþykkti úthlutun
lóðarinnar. Einnig var samþykkt að
veita Þroskahjálp stofnframlag, sam-
tals 16% af byggingarkostnaði, sam-
kvæmt ákvæðum laga um almennar
íbúðir.
Gert er ráð fyrir því að Þroska-
hjálp sæki um stofnframlag frá Akra-
neskaupstað og ríkinu nú í október-
lok með umsókn til Íbúðarlánasjóðs.
Áætlað er að byggingakostnaður
vegna íbúðanna verði um 160 millj-
ónir króna. Stofnframlag Akranes-
kaupstaðar yrði því 26,6 milljónir.
Þar af eru gatnagerðargjöld um 11,8
milljónir króna. Stofnframlag bæjar-
félagsins er skilyrt við endurgreiðslu í
samræmi við lög um almennar íbúð-
ir. „Fallist ríkið á ósk félagsins um að
falla frá endurgreiðslu á sínum hluta
áskilur Akraneskaupstaður sér rétt til
að taka málið á ný til ákvörðunar,“
segir í fundargerð bæjarráðs.
kgk
Beykiskógar 17 eru á horni Beykiskóga og Seljuskóga.
Leiguíbúðir fyrir fatlaða á
döfinni á Akranesi
Fréttaveita Vesturlands
www.skessuhorn.is