Skessuhorn - 31.10.2018, Síða 17
MIÐVIKUDAGUR 31. OKTÓBER 2018 17
Vökudagar á Akranesi
25. október - 4. nóvember
Upplýsingar um dagskrána
á www.skagalif.is
ALZHEIMERKAFFI
Í BORGARBYGGÐ
F I M M T U D A G I N N
8 . N Ó V . K L . 1 7 : 0 0 - 1 8 : 3 0
í F é l a g s b æ , B o r g a r b r a u t 4
Tenglar í Borgarbyggð Guðný Bjarnadóttir & Ólöf S. Gunnarsdóttir
kynna sig. Vilborg Gunnarsdóttir framkvæmdastjóri
Alzheimersamtakanna kynnir starfsemina.
Kaffi og meðlæti í boði, svo tökum við lagið og gleðjumst saman.
• • • •• • •
Nánari upplýsingar: www.alzheimer.is & alzheimer@alzhiemer.is
Menningarhátíðin Norðurljósin
var haldin í fimmta sinn í Stykk-
ishólmi um liðna helgi. Dagskrá-
in í ár var að vanda þétt skipuð og
fjölbreytt en lagt var upp úr því að
allir gætu fundið eitthvað við sitt
hæfi. Hátíðin var sett með opn-
unartónleikum í Stykkishólms-
kirkju á fimmtudagskvöldinu. Þar
komu fram þær Hallveig Rúnars-
dóttir sópran og Hrönn Þráins-
dóttir píanóleikari og fluttu þær
dagskrá um Íslenska sönglagið,
ferðalag um söguna. Einnig komu
fram Karlakórinn Kári, Söngsveit-
in Blær og nemendur úr Tón-
listarskólanum í Stykkishólmi.
Þá heiðraði bæjarstjórn Stykkis-
hólmsbæjar fjóra Hólmara fyr-
ir störf sín í þágu menningar- og
félagsmála, þau Hannes Gunnars-
son, Björgvin Þorvarðarson, Þór-
hildi Pálsdóttur og Kristján Lár-
entsínusson.
Sýning um aðdraganda
fullveldis
Á föstudeginum var m.a. Tón-
listarskólinn í Stykkishólmi með
opið hús og söngstund í tilefni
100 ára fullveldisafmælis Íslands,
Söngsveitin Blær var með tón-
leika og boðið var uppá ljóðalestur
í heimahúsi. „Laugardagurinn var
þétt skipaður en opnuð var sýning
á Amtsbókasafninu sem haldin er
af Ljósmyndasafni Stykkishólms
og Byggðasafni Snæfellinga og
Hnappdæla í tilefni 100 ára full-
veldisafmælis Íslands. Þar er m.a.
hægt að sjá manntal yfir þá íbúa
sem hér bjuggu fullveldisárið 1918
auk þess sem hanga uppi myndir af
Stykkishólmi og Hólmurum sem
hér bjuggu á þessum tíma. Einn-
ig var lesið upp úr bréfum sem Jón
Sigurðsson fékk send frá Hólmur-
um á 19. öld,“ segir Þórunn Sig-
þórsdóttir einn af skipuleggjend-
um Norðurljósahátíðarinnar.
Myndlistasýning
leikskólabarna
Sævar Helgi Bragason, oft kall-
aður Stjörnu-Sævar, hélt fræðslu-
stundi bæði með börnum og full-
orðnum um hvernig norðurljós-
in verða til. Þá var 80 ára afmæli
Umf. Snæfells fagnað og Leik-
félagið Grímnir frumsýndi leik-
verkið Blóðsystur eftir Guðmund
L Þorvaldsson og Unglingadeild
Leikfélags Kópavogs. Börnin í
Leikskólanum í Stykkishólmi settu
upp myndlistasýningu í gluggum
verslunar Skipavíkur. „Þar eiga
öll börnin eina mynd og þær voru
settar í hæð barnanna í gluggan-
um. Þetta hefur vakið mikla lukku
og er mjög skemmtilegt,“ segir
Þórunn.
„Vel var mætt á alla viðburði
og það var sérstaklega ánægju-
legt hversu bæjarbúar voru dug-
legir að mæta. Svona hátíð er ekki
hægt að halda nema með góðum
vilja heimamanna. Það voru marg-
ir hópar sem lögðu fram óeigin-
gjarna vinnu við alla þessa við-
burði, það er ómetanlegt,“ segir
Þórunn að endingu.
arg/ Ljósm. sá
Vel heppnuð Norðurljósahátíð
í Stykkishólmi
Opnunarhátíðin fór fram í Stykkishólmskirkju og komu þar m.a. fram Karlakórinn
Kári.
Þau Hannes Gunnarsson, Björgvin Þorvarðarson, Þórhildur Pálsdóttir og Kristján Lárentsínusson voru heiðruð fyrir störf sín í
þágu menningar- og félagsmála.