Skessuhorn


Skessuhorn - 31.10.2018, Side 22

Skessuhorn - 31.10.2018, Side 22
MIÐVIKUDAGUR 31. OKTÓBER 201822 Fjölbreyttir Vökudagar standa nú yfir á Akranesi Menningarhátíðin Vökudagar hófst á Akranesi síðastliðinn miðvikudag og stendur til sunnudagsins 4. nóvember næst- komandi . Mjög þétt dagskrá ýmissa menningarviðburða er að finna á dagskrá hátíðarinnar og ástæða til að hvetja íbúa og nágranna að kynna sér hana vel. Kolbrún Ingvarsdóttir ljósmyndari Skessuhorns hefur verið á ferð og flugi á liðnum dögum og fangað nokkur augnablik í menningarlífinu, en það skal tekið fram að fjölmargt fleira hefur verið í gangi og verð- ur næstu daga. mm Jón Ólafsson og Gunnar Þórðarson voru með upptakt að Vökudögum í Tónbergi á miðvikudagskvöld. Þá var hátíðin sett og veitt menningarverðlaun Akraneskaupstaðar, eins og fram kemur í annarri frétt í blaðinu. Svipmynd frá bingói fyrir eldri borgara í Vinaminni. Ásta Ósk Sigurðardóttir sýnir málaða trémuni á jólagalleríi í af- greiðsluhúsi tjaldsvæðisins við Kalmansvík. Rósa Björk Árnadóttir hreif börn og fullorðna með í krakkajóga sem var á Café Kaja. Tinna Royal er með sýninguna Glassúr á Bókasafni Akraness. Hér er hún ásamt Bellu dóttur sinni sem einnig klæðist kleinuhringjapeysu eins og mamma sín. Áslaug Benediktsdóttir sýnir málverk á Bókasafni Akraness. Katrín Ósk Jóhannsdóttir gaf nýverið út barnabókina Mömmugull. Hún las upp úr henni á Bókasafni Akraness á laugardaginn og bregður hér á leik með Thelmu Líf Vilhjálmsdóttur. Hluti gesta á upptakti að Vökudögum í Tónbergi. Ullarfíkúrur Áslaugar Rafnsdóttur vöktu mikla athygli.Sólveig Sigurðardóttir, Sissa, sýndi á Höfða.Sigríður Rafnsdóttir opnaði málverkasýningu á Höfða. Gunnar Sturla Hervarsson spilaði og söng fyrir gesti á Höfða. Ljósmyndafélagið Vitinn opnaði á föstudaginn sýningu í anddyri Tónlistarskólans. „Það sem auga mitt sér,“ er ljósmyndasýning á Höfða þar sem fimm ára börn á Garðaseli munda myndavélina.

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.