Skessuhorn


Skessuhorn - 07.11.2018, Blaðsíða 2

Skessuhorn - 07.11.2018, Blaðsíða 2
MIÐVIKUDAGUR 7. NÓVEMBER 20182 hópnum segir að afköst Heim- is hafi verið mikil þótt árin yrðu ekki mörg. „Eftir Heimi Klem- enzson liggur ótrúlega mikið af tónlistarefni, útgefið og óútgefið, að ógleymdum þeim ótal tónlist- arviðburðum sem hann átti þátt í eða stóð fyrir. Píanó og orgel voru hans aðal hljóðfæri en hann samdi einnig mikið af tónlist. Hæfileik- ar Heimis lágu víðar en þegar kom að tónlistartengdum verkefnum þá var sá tími sem í þau fór aldrei talinn eftir. Hlutverk Minningar- sjóðs Heimis Klemenzsonar verð- ur að standa við bakið á ungu og efnilegu tónlistarfólki í Borgar- firði og heiðra á þann hátt minn- ingu hans.“ Fyrstu tónleikarnir framundan Fyrsta verkefni minningarsjóðsins verður að standa fyrir fjáröflunar- tónleikum sem verða í Reykholts- kirkju í Borgarfirði föstudaginn 16. nóvember klukkan 20:30. Fjöldi tónlistarfólks leggur fram krafta sína á tónleikunum og gefur vinnu sína. Það eru: Karlakórinn Söng- bræður, Soffía Björg, Emma Ey- þórsdóttir, Agnes Björgvinsdóttir, Heiðmar og Jakob, Borgarfjarðar- dætur, Halli Reynis, Eyrún Mar- grét og Tinna, Viðar og Barbara, Ásta Marý, Uppsveitin og Jónína Erna. Sjá nánar í auglýsingu. mm Næsta sunnudag, 11. nóvember, er feðradagurinn. Það vill svo til að sama dag er dagur einhleypra. Lesendur Skessuhorns eru því hvattir til að gera vel við alla feður, ekki síst einstæða feður. Næsta fimmtudag verður austan 8-15 m/s og víða rigning, en úrkomulítið á Norðurlandi. Um kvöldið styttir upp um landið vestanvert. Hiti 3 til 8 stig. Á föstudag eru líkur á suðaustan 8-15 og dálítilli rigningu, einkum suðaustan til á landinu, en þurrt norðan- og vest- anlands. Hiti 0 til 8 stig, hlýjast syðst. Á laugardag er útlit fyrir austlæga átt og rigningu, en yfirleitt þurrt um landið norðan- og vestanvert. Hiti 2 til 7 stig. Á sunnudag lítur út fyrir að verði rign- ing eða slydda með köflum, en úrkomu- lítið suðvestanlands. Hiti 1 til 6 stig. Á mánudaginn er útlit fyrir áframhaldandi slyddu eða snjókomu norðan til á land- inu, en þurrt og bjart veður sunnan- lands. Hiti í kringum frostmark. „Veistu lengra en nef þitt nær?“ var spurningin sem lesendum Skessuhorns gafst færi á að svara á vefnum í síðustu viku. Flestir eru vissir um sína visku og svöruðu „Já, mun lengra,“ eða 37%. 23% svöruðu „Já, aðeins“ en 12% svöruðu „Nei, er með svo stórt nef.“ 10% svar- enda sögðust aðeins vita langleiðina, og 10% svöruðu „Nei, en er samt með það ofan í öllu“. 8% svarenda sögð- ust ekki vera með nef og voru því ráð- þrota hvernig þeir ættu að svara spurn- ingunni. Í næstu viku er spurt: Þarftu að hafa fyrir að „komast í kjólinn fyrir jólin?“ Albert Svavarsson framkvæmdastjóri Ísfisks ehf. er Vestlendingur vikunnar. Hann hefur nú flutt fyrirtækið sitt frá Kópavogi og startaði í liðinn viku fimm- tíu manna vinnustað á Akranesi í fyrrum húsakynnum HB Granda. Spurning vikunnar Til minnis Veðurhorfur Vestlendingur vikunnar Nokkur óhöpp vegna hálku VESTURLAND: Umferð- aróhöpp voru nokkuð áber- andi í umdæmi Lögreglunn- ar á Vesturlandi í vikunni sem leið. Einkum var mánudag- ur annasamur. Voru lögreglu- þjónar alloft kallaðir út vegna umferðaróhappa sem rekja má til hálku og leiðinlegrar færð- ar. Ökumaður missti stjórn á bifreið sinni í hálku þar sem hann ók um Snæfellsnesveg með þeim afleiðingum að bíll- inn hafnaði utan vegar. Eng- ann sakaði en bíllinn er mik- ið skemmdur eða ónýtur og þurfti að flytja burt á kranabíl. Tvö óhöpp urðu á Akranesi, annars vegar árekstur á gatna- mótum Ketilsflatar og Þjóð- brautar, þar sem bíll rann út á gatnamótin í veg fyrir ann- an bíl. Þá varð einnig árekstur sem rekja má til hálku á Esju- braut. Aftanákeyrsla varð við Kúludalsá í Hvalfirði á mánu- dag, en lítil sem engin meiðsl urðu á fólki. Öll þessi óhöpp má rekja til hálku. Samkvæmt upplýsingum lögreglu er lang- algengasta orsök hálkuslysa í umferðinni sú að fólk er á vanbúnum bílum og/eða ekur ekki eftir aðstæðum. Einn ökumaður var tekinn við ölv- unarakstur í umdæmi LVL í liðinni viku og þá stöðvaði lögregla annan sem hafði ekki ökuréttindi. -kgk Bjuggust til leitar DALIR: Á sjöunda tíman- um síðastliðið sunnudags- kvöld voru björgunarsveit- ir við Húnaflóa og af Vestur- landi ræstar í útkall til leitar að manni í Dölum. Um klukku- stund síðar hafði maðurinn komið í leitirnar heill á húfi og var útkallið því afturkallað. -mm Kvenfélag Hvít- ársíðu nírætt BORGARBYGGÐ: Kven- félagskonur í Kvenfélagi Hvít- ársíðu bjóða til kvöldvöku í Brúarási á föstudagskvöld kl. 20:30, í tilefni af 90 ára af- mæli félagsins. Rifjað verður upp starf kvenfélagsins í gegn- um tíðina og boðið upp á kaffi. Aðgangur að kvöldvökunni er ókeypis en söfnunarbaukur verður á staðnum. Auk þess verður haldið bögglauppboð. Gestir eru hvattir til að taka skotsilfrið með sér þar sem ekki verður tekið við greiðslu- kortum. Allur ágóði sem safn- ast í baukinn og af uppboðinu mun renna óskiptur til dvalar- og hjúkrunarheimilisins Brák- arhlíðar. -kgk    Stofnaður hefur verið Minning- arsjóður til minningar um Heimi Klemenzson tónlistarmann frá Dýrastöðum í Norðurárdal og á döfinni eru fyrstu tónleikarn- ir sem sjóðurinn stendur fyrir. Það eru vinir, ættingjar og sam- verkamenn Heimis sem vilja með stofnun sjóðsins halda minningu hans á lofti og sérstaklega elju hans og fagmennsku á tónlistar- sviðinu. Ráðgert er að sjóðurinn verði sjálfseignarstofnun. Í undir- búningshópnum eru Viðar Guð- mundsson, Eiður Ólason, Jónína Erna Arnardóttir, Jakob G Sig- urðsson og Jómundur Rúnar Ingi- bjartsson. Í tilkynningu frá undirbúnings- Stofna Minningarsjóð Heimis Klemenzsonar Sumarið 2014 gaf Heimir Klemenzson út sína fyrstu sólóplötu. Hún bar nafnið Kalt. Ljósm. úr safni Skessuhorns/mm. Föstudaginn 2. nóvember var síð- asti opnunardagur Arionbanka í Grundarfirði. Fjölmargir lögðu leið sína í útibúið og kvöddu starfs- fólkið en gestum var boðið upp á súkkulaðiköku. Það voru þau Guð- rún Margrét Hjaltadóttir, Eyjólf- ur V Gunnarsson og Gissur Arn- arsson sem voru á vaktinni þenn- an síðasta opnunardag. Framvegis þurfa viðskiptavinir sem eiga erindi í bankann að aka inn í Stykkishólm til að sækja þjónustu. tfk Síðasti opnunardagur Arionbanka í Grundarfirði Friðbjörn Ásbjörnsson aðstoðar- framkvæmdastjóri Fisk Seafood hef- ur tekið við sem framkvæmdastjóri félagsins. Í tilkynningu frá Þórólfi Gíslasyni stjórnarformanni fyrir- tækisins er Friðbirni óskað velfarn- aðar í nýju starfi. Jafnframt er frá- farandi framkvæmdastjóra, Jóni E Friðrikssyni, þakkað vel unnin störf, en hann hefur látið af störfum sem framkvæmdastjóri FISK Seafood ehf. Jón starfaði hjá félaginu í 22 ár og; „stýrði kröftugri uppbyggingu þess og daglegum rekstri af mikilli elju. Stjórn fyrirtækisins þakkar Jóni farsælt og gott starf,“ segir í tilkynn- ingunni. mm Friðbjörn tekur við fram- kvæmdastjórn Fisk Seafood Friðbjörn Ásbjörnsson.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.