Heimsmynd - 01.06.1990, Side 84

Heimsmynd - 01.06.1990, Side 84
SVIÐSLJÓS íris Grönfeldt: Það er óhætt að segja að það geisli af íris Grön- feldt þegar við spjöllum saman um íþróttir. íþróttir hafa verið hennar líf alla tíð. Héraðs- met. Landsmót. íslandsmet. Bandaríkin. Tvennir Ólympíuleikar. Meistaratitlar í tveim- ur löndum. Gleði. Sorg. Sigrar. Töp. Allt að baki og hún aðeins 27 ára. íris Inga Grönfeldt er Borgnesingur í húð og hár. Fædd í febrúar 1963. Hún er íslandsmeist- ari í spjótkasti og var á tímabili með þeim bestu í heiminum í sinni grein. Ákveðin, glaðlynd og með íþróttir á heilanum. Komin heim í Borgar- nes og byrjuð að gefa til baka eitthvað af því sem hún hefur lært „Mér finnst það allt að því skylda mín að gefa eitthvað til baka af því sem ég hef lært og haft gagn og gaman af í gegnum lífið. Ég er komin heim með ákveðna menntun og reynslu sem mér ber að miðla til allra sem þess óska. Það er það sem ég er að gera í dag,“ segir íris og segist vera á fullu allan daginn við kennslu og þjálfun. Hún kennir líkamsrækt, er með frjálsar íþróttir og ekki síst kennir hún vatnsleikfimi. Vatnsleikfimi? Er það nýj- asta heilsuræktaræðið? „Ég kynntist kennslu í vatnsleik- fimi úti í Bandaríkjunum en þar var ég við nám í íþrótta- fræðum við háskólann í Alabama. Eins og nafnið bendir til er þetta leikfimi í vatni. Hún er vel fallin til að byggja upp. Vatnið veitir frelsi til hreyfinga en jafnframt veitir það mótstöðu sem færir átök í hreyfingarnar. Það er líka auðvelt fyrir fólk á öllum aldri að iðka vatnsleikfimi. Við þekkjum það að hreyfing í vatni er oft notuð til endur- hæfingar en það er ekki síður gott fyrir þá sem vilja stunda alhliða líkamsrækt.“ Skyldi íris hafa skilið spjótið eftir á bakkanum þegar hún hóf að kenna vatnsleikfimi og aðrar íþróttir í Borgar- nesi? „Já! Ég á ekki von á því að ég taki upp spjótið með það í huga að komast aftur á toppinn. Ég hef lítið kastað síðan á Ölympíuleikunum í Seoul. Ég varð fyrir meiðsl- um í keppni í Noregi nokkru fyrir leikana í Suður-Kóreu og hvíldi ekki sem skyldi. Þegar ég kom síðan í keppnina var handleggurinn einfaldlega ekki tilbúinn og árangur- inn eftir því. Fyrir Ólympíuleikana hafði ég náð mjög góðum köstum og við miklu var búist af mér. Ég get ekki með nokkrum orðum líst þeirri tilfinningu sem bærðist með mér þegar ég kom inn á völlinn og fann að hand- leggurinn var ekki tilbúinn. Þrátt fyrir að hafa hitað upp eins og ég mögulega gat og pínt úr mér sársaukann var alveg vonlaust að ég næði góðu kasti - ég held að það hafi verið vissan um þetta sem náði tökum á mér þarna fyrir framan þúsundir og milljónir og skapaði ástand sem ómögulegt er að lýsa.“ Það fer ekki á milli mála að það eru vonbrigði í röddinni þegar þetta ber á góma. „Öxlin hefur ekki náð sér vel síðan og þessa stundina er ég kom- in of langt með starf mitt í Borgarnesi til að fara að slíta mig frá því. Ef ég ætlaði mér aftur í fremstu röð í spjót- inu þýddi það æfingar og aftur æfingar sem gerðu það starf sem ég er byrjuð á hér að engu. Ég held ég geti sagt að ég hafi lagt spjótið á bakkann.“ Nú einbeitir íris sér að því að koma upp öflugum hópi íþróttamanna í Borgarnesi sem verða staðnum til sóma þegar kemur að Landsmóti í Borgarnesi árið 1996. „í dag snýst málið um að koma upp öflugu liði til að sýna að það að velja Borgarnes fyrir Landsmót var rétt ákvörðun. Við verðum að standa okkur vel og fá meðbyr frá fólkinu á staðnum svo hægt sé að gera nauðsynlegar endurbætur á íþróttaaðstöðunni fyrir mótið. Ég lít einnig svo á að íþróttir séu einn mikilvægasti þátturinn í að byggja upp heilbrigða og sterka æsku. Við vitum öll um hættuna sem fylgir eit- urlyfjum og óreglu. íþróttir hjálpa krökkum til að standa sterk frammi fyrir þeim áföllum, stórum og smáum, sem lífið býður þeim. Hér í Borgarnesi og reyndar víðar á smærri stöðum út á landi eru íþróttir einnig stór hluti af félagslífi krakkana. Ég hef ákveðn- ar skoðanir um hvernig eigi að byggja upp hér góðan hóp íþróttafólks og nú er ég komin á kaf í það og ætla ekki að hætta í miðjum klíðum" Vendum okkar kvæði í kross. íris stundaði nám í framhaldsskóla í Reykjavík og tók stúdentspróf þegar hún var 19 ára. Það sama ár hafði hún getið sér gott orð fyrir afrek sín í spjótkasti og haft var samband við hana frá Alabama háskólanum í Bandaríkjunum. Sá skóli hafði á að skipa einhverju sterkasta háskólaliði Bandaríkjanna í frjálsum íþróttum. Skyndilega var hún komin í hringiðu lífs í stórum háskóla í suðurríkj- um Bandaríkjana þar sem menntaskóla-enskan dugði varla til að biðja um hamborgara. „Já, fyrsta árið var frekar erfitt. Maður heldur að maður sé fær í flestan sjó þegar maður er 19 ára og kominn með stúdents- próf en svo opnast manni nýr heimur. Það hjálpaði mér mikið að þarna voru íslendingar fyrir og við héld- um nokkuð saman. Svo munaði auðvitað miklu að mér gekk vel í spjótkastinu og náði meðal annars að verða háskólameistari Bandaríkjana í tvígang. Ala- bama skólinn er ríkur skóli og við vorum borin á gull- stólum. Ég var þarna á fullum námsstyrk og íþróttirn- ar gáfu mér tækifæri á að ferðast um Bandaríkin þver og endilöng. Þessi skóli var gífurleg reynsla sem á eft- ir að skila sér í lífi manns um ókomna tíð.“ Var þetta kannski toppurinn á tilverunni? „Ætli toppurinn hing- að til hafi ekki verið þegar ég varð háskólameistari í fyrra skiptið. Þá náði eg ekki aðeins að vinna mótið og setia Islandsmet, heldur náði ég einnig lágmarkinu fyrir Ólympíuleikana í Los Angeles. Þetta allt í einum pakka olli tilfinningaflóði sem mjög erfitt er að lýsa.“ Iris Grönfeldt er ekki búin að segja sitt síðasta í heimi íþróttanna þó spjótið sé komið úr hendi hennar - sannið þið til.□ 84 HEIMSMYND ODD STEFÁN

x

Heimsmynd

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.