Heimsmynd - 01.09.1990, Blaðsíða 21

Heimsmynd - 01.09.1990, Blaðsíða 21
Eftir að deilur hófust um þátttöku ís- lands í vestrænu varnarsamstarfi fannst mörgum sem ótilhlýðilega náið samband væri milli Sveins og sendimanna Banda- ríkjastjórnar og vilja sumir telja að það hafi haft sín áhrif við myndun ríkisstjórn- ar Stefáns Jóhanns Stefánssonar, sem komst á laggirnar eftir 118 daga stjórnar- kreppu. Af ævisögum stjórnmálamanna sem skrifað hafa um þetta tímabil verður þó ekkert ráðið um sannleiksgildi slíkra ásakana. Hitt má fullyrða að embættið var mun virkara pólitískt í embættistíð Sveins, en það hefur nokkurn tíma verið síðan. Sérstaklega gekk Sveinn langt í af- skiptum sínum í stjórnarkreppunni í árs- byrjun 1950, þegar Framsókn og Sjálf- stæðisflokki gekk mjög erfiðlega að mynda stjórn. Þá hótaði hann þinginu fullum fetum að mynda utanþingsstjórn undir forystu síns ágæta vinar Vilhjálms Þórs, sem setið hafði í utanþingsstjórn- inni 1942 til 1944. Skyndilega gekk sam- an um myndun stjórnar - en ekki gekk það alveg hljóðalaust fyrir sig: í ævisögu Olafs Thors segir Matthías Johannessen frá ræðu sem Olafur hélt á Varðarfundi um þessar mundir. Þar sagði hann: „Og ég sagði við minn flokk - ég vil fá að hugsa mig um það tvisvar sinnum, hvort ég kem inn fyrir dyrnar á þingsalnum, ef hér kemur utanþingsstjórn. Eg kæri mig ekki um að vera eins og máttlaust lítið peð á Alþingi, þar sem þarf að sækja fimm karla eða sex utan af götu til að tefla refskákina og svo geta þeir ekki teflt rétt. Það er enginn möguleiki til að vinna þá skák, það er bara möguleiki til að tapa. Eg vil ekki vera eins og lítið peð á því borði.“ Og Ólafur er ekki bara að tala út frá teóríu, þegar hann mælir þessi orð, heldur hefur hann í huga reynsluna af utanþingsstjórninni 1942. Að öðru leyti mótaði Sveinn Björns- son þjóðhöfðingjaembættið á þjóðlegan, yfirlætislausan hátt, sem verður að teljast mjög við hæfi. Stóreignamaðurinn og kratinn Sigurður Jónasson hafði fært rík- inu Bessastaði að gjöf fyrir bústað þjóð- höfðingjans. Bú var rekið á Bessastöðum á vegum embættisins og hélst það til árs- ins 1966. ísland var enn að verulegu leyti bændasamfélag, að hugsunarhætti ef ekki í veruleikanum. Því þótti við hæfi að þjóðhöfðinginn hefði á sér svip og yf- irbragð bændahöfðingja og fórst Sveini það vel úr hendi. Hann var ekki beint al- þýðlegur, en átti þó gott með að um- gangast háa og lága, hafði á sér hlýlega og hóglega ímynd þess föður sem þó vissi jafnan best og tók af skarið þegar honum þótti börnin haga sér óskynsamlega. Hin danska eiginkona Sveins Björns- sonar var af þeirri kynslóð, sem gerði sér far um að vera „hinn ósýnilegi andi húss- ins“, studdi hann með ráðum og dáð, en gætti þess vendilega að berast ekki á. Sonardóttir hennar Brynhildur segir í bók sinni skemmtilega sögu, sem lýsir sambandi þeirra hjóna. Georgía hafði lengi rætt við mann sinn um nauðsyn þess að fá grænt teppi á stofugólfið en FORSETAEMBÆTTIÐ OG FJÁRLÖGIN Fjölmiðlum hefur verið tíðrætt um að forsetaembættið hafi keyrt harðar fram úr fjárlögum en flestar stofnanir aðrar. Rétt er það að þeg- ar bornar eru saman tölur fjárlaga og ríkisreiknings er munurinn þarna á milli 34,4 prósent árið 1985, þá 17.1 prósent, 187,0 prósent 1987, ár- ið eftir 17,6 prósent og síðastliðið ár 19.1 prósent. En með því er sagan ekki öll sögð. Flestir fara fram úr fjárlögum sem því nemur sem verð- bólga fer fram úr því sem ráð er fyr- ir gert. Þar við bætist að á árunum 1987 og 1988 voru gagngerðar end- urbætur á húsum Bessastaða færðar á kostnað embættisins. Frá og með 1989 er sá kostnaður færður á sér- stakan fjárlagalið og ætti það ár þá að verða sambærilegt við árin 1985 og 1986. Reiknað á föstu verðlagi síðastliðins árs hefur kostnaður ver- ið þessi samkvæmt ríkisreikningi: 1985: 40 milljónir; 1986: 41.338; 1987: 97.674; 1988: 62.145; 1989: 57.153. Niðurstaðan er þá sú að hækkun milli sambærilegra ára 1985 til 1989 er 42 prósent. Það er þó at- hyglisvert að hækkun launaliðs er sáralítil eða um 550 þúsund krónur á föstu verðlagi. Viðhald hækkar úr 4,5 milljónum í 8,0 og önnur gjöld úr tæpum 18 milljónum í rúmar 29 milljónir. MAKI SKIPTIR MALI Það er áberandi í vangaveltum fólks um hugsanleg forsetaefni, að maki skiptir verulegu máli í hugum manna. Þessi eða hin(n) er snarlega útilokaður af því að menn finna makanum eitthvað til foráttu: skort á menntun, fágun í framkomu, starfsframa, sem ekki samrýmist hugmyndum manna um náinn fylgi- hnött forsetans. Hugmyndin um karlmanninn, sem höfuð fjölskyld- unnar er enn ríkur þáttur í hugar- farinu, og líkt og gerist erlendis þar sem fólk á enn í erfiðleikum með að finna drottningarmanni sess við hæfi, á þetta enn frekar við um kon- ur. Fólk á jafnerfitt með að hugsa sér eiginmann forsetans í fullu starfi á eigin framabraut úti í bæ og það á auðvelt með að hugsa sér að eigin- kona gefi slíkt upp á bátinn og taki sér stöðu við hlið bónda síns, sem annar helmingur embættisins. Lík- lega er það fremur styrkur en veik- leiki fyrir konu, sem gefur kost á sér, að vera einhleyp. Það gagn- stæða gildir um karlmann. Honum er eins gott að hafa vandað vel valið á konuefni sínu. fyrir daufum eyrum. Þegar kvikmynda- stjarnan Marlene Dietrich var hér á ferð og var boðin til Bessastaða brá Georgía á það ráð að ræða þessi vandræði sín við hana. Dietrich hafði svo á orði við for- setann, hve grænt teppi á stofugólfið mundi eiga vel við og lífga upp á um- hverfið. Skömmu síðar var teppið komið á sinn stað. Sveinn Björnsson var einn af stofn- endum Frímúrarareglunnar hér á Iandi. ÁSGEIR ÁSGEIRSSON Eftir lát Sveins Björnssonar kom í fyrsta sinn til kasta þjóðarinnar að kjósa forseta beinni kosningu. Samsteypu- stjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar var þá við völd og komu stjórnarflokk- arnir sér saman um frambjóðanda: Sr. Bjarna Jónsson vígslubiskup, sem þótti hressilegur kennimaður, hispurslaus og ákveðinn í tali og framgöngu, gaman- samur alvörumaður. Sr. Bjarni mun hafa sett það sem skilyrði að samstaða væri um framboð sitt meðal stærstu stjórn- málaflokkanna. Sá stuðningur reyndist honum hins vegar dýrkeyptur. Kosninga- baráttan snerist nefnilega í höfuðatriðum um það hvort stjórnmálaflokkarnir ættu að hafa bein afskipti af vali þjóðhöfðingj- ans, eða hvort hann og embætti hans væri betur komið án slíks stuðnings og forsetinn því óháður þeim. Með kjöri Asgeirs Asgeirssonar hefur verið talið að það sjónarmið hafi orðið ofan á, að for- setakjör færi ekki eftir flokkspólitískum línum og síðan hafa stjórnmálaflokkarnir farið varlega í bein afskipti af forseta- kjöri. Þverstæðan er sú að þarna var stjórnmálamaður kjörinn til að varðveita sjálfstæði forsetaembættisins gagnvart stjórnmálaflokkunum og tekinn fram yfir embættismann, sem forðast hafði bein afskipti af stjórnmálum, en var fram- bjóðandi á vegum pólitískra flokka. Fylgismenn Asgeirs héldu því fram að slíkur maður gæti auðveldlega orðið handbendi eða leiksoppur í stjórnmála- taflinu. Asgeir Ásgeirsson þótti afburða glæsi- legur maður og átti þegar hér var komið sögu nær samfelldan þriggja áratuga stjórnmálaferil að baki. Hann hafði verið forseti sameinaðs þings og stjórnað Al- þingishátíðinni 1930 í krafti þess embætt- is. Verið fræðslumálastjóri, forsætisráð- herra í skammærri stjórn Framsóknar og Sjálfstæðisflokks, og loks bankastjóri Út- vegsbankans. Hann var þingmaður Vest- ur-ísfirðinga frá 1924, fyrst á vegum Framsóknar, síðan óháður og loks á veg- um Alþýðuflokksins. Skiptar skoðanir voru þó um tilþrif hans og framgöngu á vettvangi stjórnmálanna og andstæðingar hans völdu honum iðulega háðsglósuna „loðinn" til að lýsa skoðunum hans. Það varð honum þó síður en svo fjötur um fót í baráttunni um forsetaembættið. Menn voru ekki að velja sér hörkustjórn- málamann, heldur mann sem hefði til þess skynsemi og reynslu að miðla mál- um þegar á þyrfti að halda. HEIMSMYND 21
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.