Heimsmynd - 01.09.1990, Blaðsíða 73

Heimsmynd - 01.09.1990, Blaðsíða 73
Sverrir Þórðarson, blaðamaður á Morgunblaðinu Gunnlaugur Þórðarson________________________________ hæstaréttarlögmaður og Herdís Þorvaldsdóttir leikkona á brúðkaupsdegi sínum. Sveinn Þórðarson og kona hans Þórunn J. Hafstein ásamt börnum sínum Ellen, Marínó og Þórði. „HERFORINGINN" Ellen Kaaber var mikil samkvæmiskona og vildi hafa Iíf og fjör í kringum sig. Hún átti ógrynni af skemmtilegum barna- bókum og alls konar spilum og kunni kynstrin öll af leikjum. Eins og bóndinn var hún líka ræktunarmanneskja og prófaði ýmsar nýjungar í matjurtagarðinum, ól einnig upp svín, kálfa og jafnvel gæsir og kalkúna til matar. Aldrei iðraðist hún þess að hafa flutt til hins fjarlæga íslands en hélt miklu bréfasam- bandi við ættingja sína í Danmörku, heimsótti þá reglulega og það flaug jafnvel fyrir að hún fjarstýrði þeim með bréfaskrift- um. Börn hennar stríddu henni á því að hún væri herforingi. Um æðruleysi og glettni húsmóðurinnar á Kleppi vitnar sagan um það þegar hún varð sein fyrir niður í bæ og fólk vildi fylgja henni austur að Kleppi sem var drjúg ferð myrkri og yfir óbyggð svæði að fara. Hún sagði það óþarft: „Morðinginn fylgir mér.“ Fólkið vissi ekki : hvaðan á sig stóð veðr- ið og varð skelfingu lostið. En þetta var meinlaus sjúklingur á Kleppi, sem hafði víst ranglega verið grunað- ur um morð og gekk ) alltaf undir þessu gæl- unafni. Hann var fastur fylgdarmaður frúarinn- ar í bæjarferðum á vetrarkvöldum og vei þeim sem hefði reynt að gera henni mein. Arið 1935 lærbrotn- aði Þórður og gat ekki gengið síðan. Eftir það sat hann í stól sínum og tók á móti gestum. Fjörið var til staðar til hinstu stundar og sagt var um hann að hann héldi áfram að þroskast fram á gam- als aldur. Hann lét af störfum sem yfirlæknir á Kleppi árið 1939 og þau hjónin fluttu í bæinn og settust að á Suðurgötu 13. Þórður lést árið 1946 en Ellen varð háöldruð. Meðan hún gat og raunar lengur varð hinn stóri hópur barna hannar og barnabarna að vera gestir hennar á aðfangadagskvöld. Þegar kom að gjöfum og jólatrénu fór hún inn í stofuna, þar sem þetta var, og lokaði að sér. Allir stóðu við dyrnar og hlustuðu nú á samtal hennar við jólasveininn. Það fór fram á íslensku vegna barnanna en danskan var henni alla tíð tamari. Jóla- sveinninn spurði hana á bjagaðri íslensku um öll litlu börnin og hvort þeim hefðu orðið á yfirsjónir á árinu. Hún vissi alltaf hvaða yfirsjónir þurfti að minnast á og þau ræddu um það hvernig fyrirgefa skyldi svo að barnið gæti fengið jólagjöf. Hugkvæmni hennar í þessu ímyndaða samtali var mikil og svipurinn á börnunum fyrir utan dyrnar eftir því. Loks var allt klappað og klárt og dyrnar opnuðust. Þarna blasti við jólatréð og gjafirnar en jólasveinninn hafði þurft að flýta sér í önnur hús og var horfinn. SPARISJÓÐSSTJÓRI OG BRIDGESPILARI Þau Þórður og Ellen eignuðust sjö börn og urðu flest þeirra þjóðkunn. Verða þau nú talin upp og börn þeirra. 1. Hörður Þórðarson (1909-1975). Hann lauk lögfræðiprófi við Háskóla íslands 1933 og starfaði síðan við Landsbankann, var meðal annars formaður Starfsmannafélags Landsbankans um skeið. Þá stofnaði hann fyrirtækið Electric og var meðeigandi þess en seldi sinn hlut í því árið 1942 er hann tók við stöðu sparisjóðsstjóra í Sparisjóði Reykjavíkur og nágrennis (SPRON) en þeirri stöðu gegndi hann til dauðadags. Hörður þótti ærslafeng- inn ungur maður, eins og hann átti kyn til, og fékk oft hugdettur en sem sparisjóðsstjóri var hann gætinn og flanaði ekki að neinu. Hann var fremur íhaldssamur að eðlisfari en fylgdist þó vel með nýjungum. Hörður var einn af fremstu bridgespil- urum landsins og margfaldur íslandsmeistari, ennfremur fyrsti formaður Bridgefélags Reykjavíkur. Sveit hans hefur náð lengst allra íslenskra bridgesveita er hún varð þriðja í röðinni á Evrópumeistaramótinu í bridge og tveir liðsmenn hennar voru síðan valdir til að keppa fyrir hönd Evrópu í heimsmeistara- keppni. Hörður var lengi í yfirkjörstjórn Reykjavíkur og til- nefndur dómari í mörgum gerðardómsmálum. Kona hans var Ingbjörg hattnri, dóttir Odds Bjarnasonar, skósmiðs í Reykja- vík. Þau eignuðust tvö börn. a. Eldri er Þórður Harðarson (f. 1940) doktor í hjartasjúk- framhald á bls. 88 Tvö í hópi þekktustu fjölskyldumeðlimanna, systkinin Tinna og Hrafn Gunnlaugsbörn. HEIMSMYND 73
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.