Heimsmynd - 01.09.1990, Blaðsíða 72

Heimsmynd - 01.09.1990, Blaðsíða 72
Úlfar Þórðarson augnlæknir, eiginkona hans Unnur Jónsdóttir og börn: Þórður Jón sem fórst í ferjuflugi 1963, Ellen Elísabet, búsett á Flórída, Unnur, fréttamaður á Sjónvarpinu, og Sveinn hagfræðingur. rithöfundur ásamt eiginkonu sinni Fiildigunni, tengdamóður sinni Soffíu, sonunum Ugga, Sveini, Úlfari, tengdadætrum og barnabörnum. líffræðingur, einkadóttir Nínu Thyru Þórðardóttur tannsmiðs. Agnar Þórðarson vatnslækningar hans sem miklar blaðadeilur stóðu um. Hann taldi geðveiki oftar en ekki stafa af truflunum á svitakirtlum og með sterkheitum böðum í kerjum og einnig tíðum fótaböð- um mætti endurvekja þá og lækna geðveikina. Hann taldi reyndar vatnslækningar lækna fleiri mein svo sem blóðleysi, exem, magakvilla, höfuðkvilla og jafnvel opin berklasár. Þá taldi Þórður einnig sult lækna geðveiki og setti sjúklinga á langa sultarkúra. Framanaf var Þórður trúlaus og hafði jafnan litlar mætur á kirkjunni. Börn hans voru skírð en ekki fermd. Ellen lét skíra þau er Þórður var fjarverandi og þá nokkur í senn. Upp úr 1910 gerðist Þórður ákafur spíritisti og varð einn af leiðtogum sálarrannsókna á íslandi og dyggur stuðningsmaður þeirra Einars H. Kvaran og Haralds Níelssonar í þeim efnum. Orð- stír hans flaug langt út í lönd er hann fór eitt sinn úr líkaman- um og kom fram á miðilsfundi í Kaliforníu í lifanda lífi. Um þetta var getið í blöðum í Bandaríkjunum og kom í heims- pressunni. Hann trúði á endurholdgun. Skoðun hans var einn- ig sú að geðveiki stafaði oftast af ásókn anda eða jafnvel af fullkominni andsetni. BORGARALEGJAFNAÐARMENNSKA Eins og áður sagði var Þórður Sveinsson áhugamaður um stjórnmál á námsárum og árið 1920 var hann kosinn í bæjar- stjórn í aukakosningum. Þar fór hann ekki troðnar slóðir. Tvær meginfylkingar höfðu myndast um bæjarmál á þessum tíma, annars vegar voru jafnaðarmenn, sem voru í mikilli sókn, en hins vegar fylktu borgaraleg öfl sér saman í félaginu Sjálfsstjórn og síðar fylkingu sem kallaði sig Borgaraflokk. Það var undanfari Sjálfstæðisflokksins. Þórður bauð sig fyrst fram gegn frambjóðanda Sjálfsstjórnar og naut stuðnings jafn- aðarmanna, Tímaklíkunnar svokölluðu, liðsins í kringum dag- blaðið Vísi, gamalla vina, sem margir voru voldugir í Reykja- vík, og ekki síst félaga sinna úr Sálarrannsóknarfélaginu. Næstu ár myndaði hann oft bandalag við annan lækni í bæjar- stjórn, vin sinn Gunnlaug Claessen. Þeir voru kallaðir lækn- arnir í bæjarstjórn og fóru oft bil beggja, jafnaðarmanna og íhaldsmanna. Þetta var eins konar miðjuflokkur. Þeir beittu sér fyrir mörgum framfaramálum og mynduðu þá stundum bandalag með jafnaðarmönnum en í öðrum málum fylgdu þeir hinum borgaralegu öflum. Valtýr Stefánsson sagði síðar að af- staða Þórðar til málefna Reykjavíkur hefði yfirleitt mótast af kreddulausu frjálslyndi og borgaralegri jafnaðarmennsku. Svo fór þó að lokum að Þórður gekk í Borgaraflokkinn þegar hon- um fundust jafnaðarmenn vera orðnir of róttækir og byltingar- sinnaðir. Hann sat samfleytt í bæjarstjórn til 1930 og var talinn áróðursmaður „par exellance“ og átti oft í hörðum ritdeilum í blöðum. Arið 1923 birtust palladómar um bæjarfulltrúa í Morgun- blaðinu og var meðal annars vitnað til þeirra í upphafi greinar- innar. Þar sagði að hann talaði ósköpin öll á bæjarstjórnar- fundum og væri ótemja bæjarstjórnarinnar, hið órólega blóð, hinn sívakandi eldur. Maðurinn væri jafneinkennilegur í sjón, fasi, málfari og hugsun. Miklir dáleikar væru milli hans og Gunnlaugs Claessen í bæjarstjórn en ólíkari menn fyndust ekki. Classen væri rólegur, prúðmáll og gætinn en Þórður sí- felldur funi, hvassyrtur, ákaflyndur og óvæginn. Og ennfrem- ur: „Hann talar ólíkt öllum bæjarmönnum. Og hann hugsar með allt öðrum hætti en þorri manna - að minnsta kosti á aðra lund en allir bæjarfulltrúarnir. - Það er ekki undarlegt að hann dragi að sér athyglina.“ Þórður var latínumaður svo mikill að hann talaði latínu og brá nú öðruvísi við en í æsku er hann gat ekki lært latínu. Á bæjarstjórnarfundum kryddaði hann ræður sínar með fjölda tilvitnana úr hinum gömlu rómversku höf- undum svo að hinir bæjarfulltrúarnir gláptu á hann hissa og héldu að Quintus Horatius Flaccus, Virgilus eða Ovidius væru risnir upp úr gröf sinni og farnir að þylja yfir þeim verk sín. HEIMILIÐ Á KLEPPI Heimilið á Kleppi var eitt stærsta heimili landsins og þar var býsna sérkennilegt sambýli milli fjölskyldu Þórðar, hjúkrunar- fólks og geðsjúklinga. Börnin léku sér við sjúklingana. Ai- gengt var að börnin væru dregin á teppi á fleygiferð eftir göng- um sjúkrahússins. Eitt sinn slapp kona út í æðiskasti, reif Gunnlaug, einn son þeirra hjóna, upp úr barnavagni og ætlaði að sveifla honum langar leiðir þegar að var komið og ógæfu forðað. Stundum komu konur, sem höfðu verið teknar frá börnum sínum ungum, og voru að stela börnum læknishjón- anna og taka upp í rúm til sín. Engu að síður einkenndi hlýja alla þessa undarlegu samveru á Kleppi og Þórður lagði ríkt á við börn sín að hæða ekki né spila með sjúklingana, þó þeir væru með óra og kátlegt rugl, hann hafði unun af blómum og sagði að sjúklingarnir væru að sínu leyti eins og blómjurtir, sem verða kyrkingslegar vegna erfiðra vaxtarskilyrða, en ættu þó sama rétt og aðrar mannverur. Alls konar tröllasaögur voru sagðar frá Kleppi á þessum árum og staðurinn varð ógn- vekjandi í huga þeirra sem ekki þekktu til. Meðal annars varð landfleyg sú saga að helsta læknisaðferð Þórðar á Kleppi væri sú að láta sjúklinga bera sand á aðra hæð í húsi og steypa hon- um niður um trekt en þegar þeir kæmust að því að þeir væru alltaf að bera saman sandinn, væru þeir taldir læknaðir. Sú saga átti við engin rök að styðjast en af þessari sögu er dregið orðið kleppsvinna. Mjög gestkvæmt var á heimilinu og börnin ólust upp við heimspekilegar og skarplegar umræður, ekki síst þegar merkir gestir komu í heimsókn, vinir Þórðar, svo sem Gunnlaugur Claessen, séra Kristinn Daníelsson, Guðmundur Thoroddsen prófessor, Einar Arnórsson prófessor, Jón Stefánsson listmál- ari, Fontenay, sendiherra Dana, og Sveinn Björnsson, síðar forseti. 72 HEIMSMYND
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.