Heimsmynd - 01.09.1990, Blaðsíða 22

Heimsmynd - 01.09.1990, Blaðsíða 22
„Guðrún hefur áunnið sér virðingu samþingmanna sinna og kjósenda almennt fyrir hóglátan, skörulegan og málefnalegan málflutning. Hún hefur líka vakið athygli erlendis, hœði meðal karla og kvenna . . “ [inn kafli þessarar kosningabaráttu átti eftir að draga langan slóða um þjóðfélagið. Stuðningur tengda- sonar Ásgeirs, Gunnars Thorodd- sens, við framboð hans í trássi við samþykktir flokksins. Greri aldrei um heilt í Sjálfstæðisflokknum vegna þessa svo lengi sem Gunnar lifði og átti eflaust sinn þátt í því að Gunnar missti af forsetaem- bættinu, þegar hann sóttist eftir því. Miklar sviptingar voru í stjórnmálun- um á þessum tíma. Upp úr samstarfi Framsóknar og Sjálfstæðisflokks slitnaði og Alþýðuflokkur og Framsókn freist- uðu þess fyrir kosningarnar 1956 að ná hreinum meirihluta á Alþingi með minnihluta atkvæða í skjóli úreltrar kjör- dæmaskipunar. Það mistókst að vísu, en vinstri stjórn var mynduð, sem meðal annars hafði það yfirlýsta markmið að færa út fiskveiðilögsöguna og koma varnarliðinu úr landi. Hvort tveggja leiddi til ágreinings við samherja okkar í NATÓ. Stjórnin féll í desember 1958 og eftir langa stjórnarkreppu var komið á minnihlutastjórn Alþýðuflokksins, sem beitti sér nú fyrir leiðréttingum á kjör- dæmaskipuninni. Tvennar kosningar fóru fram 1959 og niðurstaða seinni kosninganna skapaði grundvöll fyrir samstarfi Sjálfstæðisflokks og Alþýðu- flokks, sem átti eftir að standa í tólf ár og kennt hefur verið við Við- reisn. Þetta er lengsta stöðugleikatímabil í ís- lensku stjórnarfari frá upphafi. Að margra áliti átti Asgeir Ásgeirs- son ómældan þátt í þeirri atburðarás sem kom þessari framvindu í kring. Hversu mikinn er ekki hægt að fullyrða. Það hefur verið ein af goðsögnunum sem myndast hafa í kringum forsetaembættið að fjöl- miðlar hafa ekki átt að kafa í stjórnmálaaf- skipti þess og afleiðing- ar þeirra, né bollaleggja um þátt þess í fram- vindu mála. Slíkt heitir að „draga forsetaem- bættið inn í dægurþras og ríg“, en það eigi að vera hátt yfir allt slíkt hafið. Það er hins vegar fráleitt að þau embætt- isverk forseta sem hafa áhrif á stjórnmálaþró- unina - oft úrslitaáhrif til langframa - eins og getur átt sér stað við stjórnarmyndanir - séu ekki rædd og krufin til mergjar í fjclmiðlum, eins og hverjir aðrir stjórnmálaviðburðir. Slík áhrif eru snar þátt- ur í hlutverki þjóðhöfðingjans, og hljóta að hafa visst vægi, þegar kjósendur gera upp hug sinn um hæfni frambjóðenda. Því er raunar nauðsynlegt að málefnaleg umræða eigi sér stað um gerðir forseta í þeim efnum, jafnsjálfsagt og það er að forðast smáskítlegt pex um daglega emb- ættisfærslu. Eftir að Viðreisnin var komin í kring sat Ásgeir Ásgeirsson á friðarstóli það sem eftir var embættistíma síns til 1968. Eftir því sem leið á embættistíma hans fannst þó mörgum sem gætti vaxandi til- hneigingar til pomps og prjáls í kringum embættið, auk þess sem menn grunuðu forsetann um þá græsku að vinna að því öllum árum að tengdasonurinn, Gunnar Thoroddsen, yrði arftaki sinn. Eiginkona Ásgeirs, frú Dóra Þórhalls- dóttir, var vel sýnileg við hlið manns síns og kom þá gjarnan fram á skautbúningi. Við opinberar athafnir var því yfir þeim hjónum virðuleikablær, sem átti vel við tíðarandann og vísaði þó aftur til fyrri hluta aldarinnar, áranna fyrir heimsstyrj- öldina. Ásgeir Ásgeirsson var einn æðsti mað- ur frímúrara hér á landi og margir þótt- ust taka eftir því að þeir sjálfstæðismenn sem brugðust kalli flokksforystunnar um að kjósa séra Bjarna kæmu einkum úr hópi frímúrara. KRISTJÁN ELDJÁRN Það fylgir stöðugleikatímabilum í stjórnarfari að þegar á líður fer mönnum að leiðast og telja sig jafnframt sjá vax- andi spillingu í kringum valdhafana eftir því sem þeir telja sig öruggari í sessi og þurfi minna tillit að taka til almennings- álitsins. Unga kynslóðin kemur til skjal- anna hundleið á því að sjá alltaf og heyra „sömu, gömlu, ógeðslegu kallana“ og vill nota kosningaréttinn til að breyta til, hræra upp í kerfinu. Samt virtist allt stefna hraðbyri í að Gunnari Thorodd- sen tækist fyrirhafnarlítið að tryggja sér forsetaembættið, að tengdaföður sínum gengnum, einfaldlega vegna þess að menn komu ekki í fljótu bragði auga á verðugan andstæðing, sem gert gæti sér vonir um að halda til jafns við Gunnar. Þá kom inn nýr og óvæntur þáttur, sjón- varpið. Sjónvarpið hóf göngu sína 1967 og náði skjótt feiknalegri útbreiðslu. Strax um haustið var Kristjáni Eldjárn þjóðminjaverði falin umsjón þáttar um þjóðminjasafn, fornminjar og íslenska menningu. Er skemmst frá því að segja að hann vann hug og hjarta þjóðarinnar og þarna eygðu glöggir og skjótráðir menn loks þann frambjóðanda sem tefla mætti gegn Gunnari Thoroddsen. Megininntak andstöðunnar gegn Gunnari beindist ekki að honum pers- ónulega. Mörgum fannst hins vegar að með kjöri hans væri verið að koma að vísi að ættgengi embættisins. Einnig fannst mönnum aðdragandi málsins þannig að vissar höfðingjaættir væru farnar að ráðstafa embætti þjóðhöfðingja eins og sinni eign, og mætti að minnsta 22 HEIMSMYND
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.