Heimsmynd - 01.09.1990, Blaðsíða 77

Heimsmynd - 01.09.1990, Blaðsíða 77
ig hefur aldrei dreymt um ævintýraprinsa. Og dreymi engan um ævintýraprinsa hjá okkur, dreymir hann um himnaföðurinn eða alls ekki neitt. Mig hefur dreymt himnaföðurinn síðan ég var fimm ára og mér var sagt að þessi skeggjaði uppi í skýjunum með hvikula augnaráðið og valdsmannslega vísifingurinn væri faðir minn. Mér hefur aldrei þótt vænt um föður minn, þann jarðneska, af því að hann sagði mér að ég mætti ekki ganga í buxum og ekki sýna á mér fót- leggina, himneski faðirinn gaf mér von um að einhvern dag mætti ég fara í buxur eins og bróðir minn og láta fótleggina sjást eins og á Angelinu, dóttur Carasotti verkfræðings. Ég teiknaði hinn mikla föður á barnarúmið í her- berginu mínu og vísifingur hans var ekki valdsmannslegur, ég gat falið hann í litlu höndunum mínum sem tóku utan um hann af barnslegri ást. Þá kom hann inn og sagði að ég myndi fara til helvítis af því að ég guðlastaði og hann skildi ekki að ég elskaði guð. Ég var orðin stálpuð þegar ég ákvað að ganga í klaustur. Ég stundaði menntaskólanám með litlum árangri og öllum til skapraunar. (leiðinlegum latínutímum horfði ég út um gluggann og hugs- aði um að Hann væri að horfa á mig og ef til vill brosti ég til hans án þess að vita af því. Eiginlega var það ekki ég sem tók þá ákvörðun að fara í menntaskóla heldur voru það úrslitaskilyrði föður míns („Annaðhvort ferðu i skólann eða þú verður heima") sem leiddu til þess að ég kaus heldur að verma skóla- bekkinn en eilífar setur við vefstólinn eða við niðursuðu á heilu fjalli af tóm- ötum. Ég var ekkert sérstaklega hneigð fyrir heimilisstörf og enn minna fyrir menntaskólanám, ef til vill var ég ekki hæf til neins, en eitthvað varð ég að gera, fyrst og fremst til að sýna fram á að ég ætlaði ekki að láta neinn ungan mann af góðu fólki taka mig að sér. Bekkjarsystur mínar dreymdi ævintýraprinsa. Þegar þær fóru að heiman voru þær í síðum rósóttum pilsum og hvitum blúndublússum. Þegar þær komu í skólann læstu þær sig inni á klóinu með femme fatale útbúnað: Varagljáa samkvæmt nýjustu Parísartískunni, augnskugga og kinnalit, eins og þær höfðu séð á ein- hverri þekktri leikkonu . . . Hvað hét hún aftur?. . . Það var. . . Nei, það var hin, þú ruglar þeim saman. Þá hnepptu þær blússunum frá, tveimur efstu tölunum, tóku heila Kleenexpakka upp úr töskunum og brátt varð barmurinn bústinn og þrýstinn, pilsunum var lyft hærra, þau voru tekin þrengra saman í mittið og snúið upp á strenginn og faldurinn var kominn upp fyrir hné svo það sást i sportsokkana sem náðu upp á kálfa og gróf- gerða drengjaskóna sem venjulega voru teknir í arf frá ömmu og mamma hafði gengið í, til að viðhalda hefðinni. íðan hef ég þjáðst af svefnleysi, ég fæ martraðir á næturnar og verð að sofa við Ijós. Og að minnsta kosti einu sinni í viku dreymir mig að allir frændur mínir taki mig með valdi, hver á fætur öðrum, um tíma hefur mig líka dreymt að faðir minn og bróðir minn taki mig með valdi. En hann dreymir mig aldrei. Rosanna vaknaði og kom að dyrunum sem hann hafði ekki einu sinni getað verið svo tillitsamur að loka. Hún leit til okkar og og ég tók eftir því að hún fékk æðisglampa í augun. Þá sagði hún við mig: „Un ti preoccupari, Anne, ca poi nescia u latti. . . Ekki vera hrædd, Annetta, mjólkin fer að koma . . Andartak skildi ég ekki neitt í neinu, hann hló og sagði við mig- :“ Bonu e u latti, Anne. Te assaggilu ! Mjólkin er góð Annetta! Fáðu þér, prófaðu. Þá skildi ég og lagði á flótta. Ég hljóp af stað í náttkjól og inniskóm, gegn- um þessar götur sem voru alls engar götur, innan um gras og fjósalykt. Ég fór framhjá nokkrum bílum og fylliraftarnir spurðu mig hvert ég væri að hlaupa, venjulegt fólk horfði hissa og forvitið á mig. Ég hataði frænku mína því hún hafði ekki komið heim þetta kvöld, ég hataði frænku mína sem hafði látið viðgangast að hann notaði einnig dóttur sína, þetta svínO einnig dætur sínar. Þarna hefst nýtt skeið í þroskasögu Annettu, ekki síst vegna þess að kona frændans leyfir henni að lesa dagbók sína, sína þroskasögu, sem er dapurleg saga sikileyskrar húsmóður sem býr við ofbeldi og niðurlægingu. Og þarna fær Annetta loks tækifæri til að fara í buxur, þótt það verði á annan hátt en hún hafði hugsað sér í byrjun. Þá mátar hún hólkvíðar buxur frændans og finnst hún verða hlægileg eins og trúður. Þar með losar hún sig við drauminn um buxurnar. að er aðalpersónan Annetta sem segir sjálf söguna en Lara Cardella hefur tekið skýrt fram að hún sé ekki sjálfsævisögu- leg. Hins vegar sé hún engu að síður sönn því hún sé byggð á því sem hún hafi heyrt skóla- systur sínar segja frá. Þessi bók er enginn þurr og bitur „félagsmálaskýrsla“, þetta er safaríkur og mergjaður bók- menntatexti, og Lara Cardella hefur auk þess ríkulega kímnigáfu. Málið kryddar hún svo með því að bregða fyrir sig sikil- eyskri mállýsku. Hún lýsir af mikilli nær- færni umhverfi þar sem hitinn er böl, karlmenn stjórna með því að beita beltis- ólinni óspart og konum er ætlað að vera lokaðar innan veggja heimilisins. Þeirra eina dægrastytting er slúðrið, la sparlat- ina. I fásinninu í sikileyskum smábæ verður ein fjöður auðveldlega að fimm hænum. Annetta verður tvisvar fyrir kynferðis- legri áreitni frænda síns, fyrst tíu ára, síðan sex árum síðar. Lara Cardella lýsir þessum atburðum af mikilli nærgætni og næmri tilfinningu fyrir líðan fórnar- lambsins. En hún verður bitur og hvöss þegar hún fjallar um viðbrögð hina full- orðnu og þegar málið er þaggað niður sýnir hún fræga samheldni ítölsku fjöl- skyldunnar í heldur neikvæðu ljósi. A Sikiley eru heldur engin Stígamót . . . Hún minnir á þá kaldranalegu stað- reynd að það er ekki alltaf „ókunni vondi maðurinn" sem getur reynst börn- um hættulegur. Börn eru vöruð við því að þiggja sælgæti af ókunnugum, fara upp í bíl með ókunnugum. En þau eru varnarlaus gagnvart ofbeldi þeirra sem þau halda að þau geti treyst. A þessa staðreynd hefur einmitt margsinnis verið minnt nú, einnig hér á landi, þegar um- ræða um börn og kynferðislegt ofbeldi hefur verið dregin fram í dagsljósið. Fyrir síðustu jól sendi Vigdís Gríms- dóttir frá sér skáldsöguna Ég heiti ís- björg, ég er Ijón, sögu sem vakti verð- skuldaða athygli og var tilnefnd til ís- lensku bókmenntaverðlaunanna. Saga Vigdísar um ísbjörgu er mótunarsaga ungrar stúlku frá fyrstu bernskuárunum til 21 árs aldurs. Henni svipar á þann hátt til Volevo i pantaloni og ísbjörg og Annetta verða báðar fyrir svipaðri lífs- reynslu. Þær lenda báðar í átökum um framhald á bls. 94 HEIMSMYND 77
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.