Heimsmynd - 01.09.1990, Blaðsíða 41

Heimsmynd - 01.09.1990, Blaðsíða 41
Hún var næstyngst í systkinahópnum og rifjar upp hlæjandi hvernig hún hafi í þeirra og ekki síst eigin augum verið litla bollan. Eins og eldri systkinin var hún send á heimavistarskóla til Englands yfir sumartímann frá níu ára aldri. „Mamma og pabbi vildu að við hlytum góða menntun og lærðum góða siði sem önnur tungumál. Það. var erfitt að fara að heiman svona ung en ég bý svo sannarlega að því nú. Ég var mikið ein og lærði að treysta á sjálfa mig. Ég var fjögur sumur í Englandi, tvö sumur í Þýskalandi og tvö sumur í Frakklandi. Ég varð fljótt staðráðin að binda mig ekki við nám á íslandi. En ég var alltaf spenntust fyrir Bandaríkjunum. Kannski vegna þess að mamma og pabbi lærðu þar á sínum tíma og Anna móður- systir mín býr þar.“ itt er víst að hún talar enskuna hreimlaust og getur þakkað það sumarskólum í Englandi ár eftir ár. Hæpið er að hún hefði fengið nokkur tilboð í leiklistinni í Bandaríkjunum ef hún hefði talað enskuna með hreim. Illugi segir mér einnig frá því að svo hart leggi Hanna að sér við æfingar á handriti að hún hljóðriti hvert einasta orð svo framburðurinn verði fullkominn. „Hún liggur yfir hverju smáatriði og er mjög tæknileg, kann hvert orð staf fyrir staf og er nánast haldin fullkomnunaráráttu. Að auki er hún með þennan íslenska vinnu- móral.“ Fyrsta árið sem þau voru við nám í Banda- ríkjunum dvöldu þau í smábæ í Illinois. „Ég þorði ekki að kasta mér út í leiklistarnám strax,“ viðurkennir Hanna. „Því fór ég í leikhúsfræði. Eldri systkinin eru öll há- skólagengin, einn læknir, annar líffræðingur, einn kírópraktor og hjúkrunarfræðingur. Við ólumst upp við góðan efnahag og því lá einhvern veginn í loftinu að maður yrði að undirbúa sig fyrir framtíð þar sem maður gæti sjálfur skapað sér öryggi. Leiklistin fellur ekki beinlínis inn í þá mynd. Ég spurði pabba mikið hvað honum fyndist að ég ætti að gera. Hann sagði: „Gerðu það sem þú vilt, Hanna mín. Gerðu nákvæmlega það sem þig langar að gera.“ Mér fannst þetta voðalega erfitt og ég þorði ekki að segja frá því að mig langaði til að verða leik- kona. Og að mig langaði til að hasla mér völl erlendis. í Ver- sló tók ég þátt í leikuppfærslum og lék í Rocky Horror Show. Versló er frábær skóli og ég lít á veru mína þar sem mjög góð- an grunn fyrir framtíðina. Um það bil sem ég var að útskrifast úr Versló tók ég ákvörðun um að leggja leiklistina fyrir mig. Ég held að ég hafi verið í Hafnarfjarðarstrætó þegar það þyrmdi yfir mig að ég yrði að læra eitthvað í tengslum við leik- hús.“ Hún steig skrefið til fulls þegar hún sótti um inngöngu við leiklistardeild Boston University, en leiklistardeildin þar þykir meðal þeirra bestu í Bandaríkjunum. „Við keyrðum til Mas- sachusetts eftir vetursetu í Illinois og þar fór Hanna í viðtal," segir Illugi. „Þetta var löng keyrsla báðar leiðir og við sváfum í bílnum á leiðinni. Ég hafði sótt um nám í arkitektúr í New York og komst þar inn. Því vorum við aðskilin næstu árin. Hún í Boston og ég í New York.“ Hanna segir að aðskilnaðurinn hafi haft sína kosti. „Þegar aðrir stúdentar voru á kafi í félagslífinu, meðal annars í leit að félögum, einbeitti ég mér að náminu til að bægja söknuðinum eftir Illuga frá.“ Hún lagði hart að sér. Af sextíu nemendum sem hófu leik- listarnám haustið 1986 útskrifuðust aðeins átján fjórum árum síðar. „Eftir tvö ár var stórum hópi nemenda hreinlega sagt að hverfa frá þessu námi. Okkur voru afhent umslög þar sem framtíðin var skráð. Annaðhvort máttum við halda áfram námi eða okkur var ráðlagt að snúa okkur að öðru fagi. Það var taugastrekkjandi stund á meðan umslagið var rifið upp. En skólinn var frábær og kennararnir góðir. Námið er hrein leiklist en minni áhersla lögð á fræðin tengd leiklistinni. Frá BU hafa útskrifast margir þekktir leikarar, meðal annarra leikkonurnar Faye Dunaway og Gena Davis. Síðustu tvö árin í náminu eru valdir nemendur af þriðja og fjórða ári til að leika leikurum tekst að halda sér á toppnum í kvikmyndum árum saman. “
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.