Heimsmynd - 01.09.1990, Blaðsíða 31

Heimsmynd - 01.09.1990, Blaðsíða 31
mæli á undanförnum árum, en þrátt fyrir það er fjöl- skrúðugt fuglalíf til staðar og á tjörninni innst í byrginu synda um einhverjar svengstu endur á íslandi. Þar er brauðbitinn vel þeginn og fyllir hvern mann gleði og aukinni rómantík. Því miður ganga íslendingar illa um eig- ið land svo fáir staðir eru nú eftir þar sem rusl er ekki á víðavangi. Ásbyrgi er hins vegar hluti af þjóðgarðinum í Jökulsárgljúfrum, er stofnað- ur var með lögum árið 1973, og þeim titli fylgja verðir sem tína upp rusl nótt sem nýtan dag. Þess vegna er svo hreint og hugljúft að sækja heim Ásbyrgi. Eftir að hafa tjaldað í Ásbyrgi síðdegis á fögru sumarkvöldi og látið sólina verma líkama og sál kemur oftar en ekki yf- ir menn einhver óskilgreind sálarró - ró sem ristir svo djúpt að auðvelt að skreppa yfir í aðra veröld. Á kvöldin kólnar, sólin hverfur bak við klettavegg- ina, skuggarnir taka völdin og enn nær ímyndunaraflið yfirhöndinni. Að vera í Ás- byrgi á bjartri norðlenskri sumarnótt þegar kvöldsólin slær enn geislum sínum á klettaveggi, værð komin á menn og dýr, og lyngið, blómið og skógurinn skarta sínu fegursta, er ógleyman- legt öllum þeim sem fegurð og kyrrð unna. Eftir gönguferð í svalri nóttinni, helst berfættur í stuttbuxum einum fata, er þægilegt að skríða inn í tjald- ið á ný - jafnvel ofan í í ann- an poka en sinn eigin. Hlusta um stund á kyrrðina og svífa síðan inn í draumalandið. Ef draumarnir hverfa langt aftur í tímann, til þess tíma er óvægin náttúruöfl sköpuðu Ásbyrgi, er hætt við að menn taki að bylta sér í svefni. Fyrir um 11 þúsund árum varð mikið eldgos þar sem nú er Þeistareykjabunga, skammt ofan Kelduhverfis. Stóð gosið lengi og gaf frá sér gífurlegt hraunmagn. Hraun- ið, sem nú er nefnt Stóravít- ishraun, rann til allra átta, allt í sjó fram og eirði engu er undir varð. Klettaveggir Ás- byrgis eru hluti af þessu hrauni. Athugulir ferðamenn sjá fljótt að landið í kringum Jökulsá á Fjöllum ber óvenju mikil merki vatnagangs. Lýs- ir þetta sér ekki síst í gljúfr- unum stórkostlegu. sem byrja við Selfoss og enda í byggð- um Öxarfjarðar. Ásbyrgi er aðeins hluti þessa kerfis. Jökulsá á Fjöllum er mesta vatnsfall sem fellur til sjávar á Norðurlandi og í röð stór- fljóta íslands. Upptök Jök- ulsár á Fjöllum eru undan norðanverðum Vatnajökli og þaðan hefur áin runnið norð- ur í núverandi Öxarfjörð síð- ustu tíu árþúsundin eða þar um bil. Fyrir um 2000 árum varð mikil vatnslosun í Vatnajökli, í sam- bandi við stíflað jökullón, eldsumbrot eða álíka nátt- úruhamfarir. Gífurlegt vatns- magn, hamfarahlaup, ruddist norður til sjávar og gróf Jök- ulsárgljúfur, sem og Ásbyrgi, á aðeins örfáum dögum. Bergið í Ásbyrgi, sem er stórkostlegasta myndun hamfarahlaupsins í Jökulsá, er torgræft venjulegu rennsli, en hefur verið auðgræft hinu gífurlega vatnsflóði. Þá hefur verið uggvænlegt um að litast í Ásbyrgi og ekki svefni, kyrrð né rómantík fyrir að fara. Hamfarahlaupinu má hins vegar þakka tilveru Ás- byrgis - rómantískasta stað á íslandi.D Cheeky, bright and small. fqntasu BY MARGARET ASTOR o É It is NEW, named FANTASY and makes Mondays PINK. Tui>sdavs RFD and Wednesdavs PURPLE.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.