Heimsmynd - 01.09.1990, Blaðsíða 29

Heimsmynd - 01.09.1990, Blaðsíða 29
Soplua er hálfsextug og Carlo Ponti koijilnn að áttræðu. Eldri sonurinn Carlo, árs, er við nám í Bandaríkjunum en Edoardo, 17 ára, liyggst leggja leiklistina fyrir sig. Minni myndirnar eru af Sophiu í "línjsum hlutverkum. hans frá fyrri eiginkonunni var ekki við- urkenndur og þurftu þau að taka upp franskan ríkisborgararétt til að geta gengið í löglegt hjónaband árið 1966. Yngri systir Sophiu giftist syni Mussolinis en það hjónaband fór síðar út um þúfur. Eiginmaður hennar, Carlo Ponti, varð snemma vellauðugur af kvikmyndagerð. Hann er lögfræðingur að mennt og tæp- um aldarfjórðungi eldri en hún. Hann var kominn um fimmtugt þegar „ólög- legt“ hjónaband þeirra olli miklu fjöl- miðlafári á Ítalíu. Um aldursmun þeirra sagði Ponti: „Hún hefur orkuna en ég reynsluna. Ég hef listræna reynslu, lífs- reynslu og menntun. Ég virði hana fyrir hæfileika hennar og hún dáir mig. Ég hreifst ekki aðeins af fegurð hennar. Fegurðin er aukaatriði. Nauðsynleg en aukaatriði. Sophia er ekki aðeins leik- kona, hún er listakona og fæstar leikkon- ur eru hvort tveggja.“ Um eiginmann sinn segir Sophia: „Hann er mér allt, eiginmaður, faðir og vinur. Ég legg allt mitt traust á hann og hann treystir mér. Við þekkjum hvort annað út í gegn. Hann hefur alltaf verið maðurinn í lífi mínu. Ég giftist honum ekki fyrir tilviljun og það er ekki tilviljun sem heldur okkur enn þá saman.“ Anthony Perkins, mótleikari hennar forðum daga, sagði að hún væri eins og Eliza Doolitte úr My Fair Lady. „Higg- ins prófessor gæti verið stoltur af henni. Hún er sönn dama.“ Og Ponti viður- kennir að í þeirra samlífi hafi hann verið lærifaðir hennar og verndari. „En hæfi- leikana á hún sjálf. Enginn býr til lista- mann.“ Sophia Loren sló fyrir alvöru í gegn í myndinni Tvœr konur undir stjórn Vittorio De Sica 1961. Fyrir það hlutverk fékk hún óskarsverðlaun. Síðan þá hefur hún leikið í mörgum kvikmyndum og á fjórum tungumálum. Unga stúlkan sem talaði ekki ensku í fyrstu kvikmynd sinni þykir nú tala hana nær hreimlaust. Árið 1982 þurfti Sophia að sitja í fang- elsi á Ítalíu í sautján daga vegna skatt- svika og fannst það „hræðilega auðmýkj- andi.“ Loren og Ponti eiga heimili í Sviss, París, Flórída og Kaliforníu. Eldri sonur þeirra Carlo er nú 21 árs og við nám í Bandaríkjunum. Henni gekk illa að eign- ast börn og missti oft fóstur. Yngri sonur þeirra, Edoardo, er sautján ára og hyggst leggja leiklist fyrir sig. Carlo Ponti er átt- ræður og Sophia hálfsextug en engu að síður var hún kjörin kona ársins 1989 af ítölskum karlmönnum undir þrítugu. Um þessar mundir er Sophia að leika í sjónvarpsseríu sem byggir á hennar fræg- ustu mynd, Tvcer konur, en í þetta sinn er leikstjórinn hin þekkta Lina Wert- muller, sem er íslensku kvikmyndaá- hugafólki að góðu kunn.D Renötu Tebaldi. Fyrir þetta hlutverk varð Sophia Loren fræg um alla Evrópu. Á árunum 1952 til 1955 lék Sophia í 21 kvikmynd þar á meðal grínmyndinni L’Oro di Napoli sem hlaut gífurlegar vinsældir víða um heim. Leikstjóri var Vittorio De Sica, vinur hennar æ síðan, og segir hún nú að hann hafi kennt sér mest af öllum. „Við þurftum ekki einu sinni að tala saman. Ég vissi nákvæmlega til hvers hann ætlaðist og myndi sjá það á svipnum á honum enn þann dag í dag hvort honum líkaði betur eða verr.“ Fyrsta hlutverkið sem kom henni á spjöld kvikmyndasögunnar var í mynd- inni The Pride and the Passion 1957, þar sem hún lék á móti stórstjörnunum Cary Grant og Frank Sinatra. Eftir þá mynd var henni boðið að koma til Hollywood og leika í myndinni Desire Under the Elms á móti Ánthony Perkins. Sophia Loren lék á móti nokkrum helstu karlleikurum kvikmyndanna af öllum stærðum og gerðum. Hún rifjar upp að John Wayne hafi verið nákvæm- lega eins og ímynd hans. Stór, stæðileg- ur, grófur en kurteis og fagmaður fram í fingurgóma. „Þú hefur það sem til þarf, litla mín,“ sagði hann við hana. Hún minnist þess að Frank Sinatra hafi játað henni ást sína á hverjum morgni og síðan gengið á brott. Pegar leið á daginn kom hann aftur til hennar og sagði, „eigum við að detta í’ða?“ Cary Grant upp- nefndi hana „Skikky“ sem styttingu á upprunalegu nafni hennar Scicolone. Grant varð ástfanginn af henni en hún hafnaði bónorði hans þótt hún viður- kenndi að ást þeirra hafi verið gagn- kvæm. Það var maðurinn í lífi hennar sem bar sigur úr býtum. Hún hafði búið með Carlo Ponti frá 1957 en þau lentu í miklum málaferlum þar sem skilnaður HEIMSMYND 29
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.