Heimsmynd - 01.12.1990, Blaðsíða 29

Heimsmynd - 01.12.1990, Blaðsíða 29
NU ARIÐ ER LIÐIÐ Gorbatsjov fákk fríðarverðlaun Nobels á sama tíma og hrikti í öllum innviðum Sovátsamveldisins. Aerlendum vettvangi var þetta ár sameiningar Þýskalands og upp- hafs sundrungar og sundurlimun- ar Ráðstjórnarríkjanna. Enginn hefði þorað að spá því, þegar múrinn féll í nóvember 1989, að ári síðar hefðu þýsku ríkin verið sameinuð og hið sameinaða Þýskaland meðlimur í NATO með sam- þykki Rússa. Að landamæri Evrópu- bandalagsins yrðu í einu vetfangi færð austur að Oder. Að Þjóðverjar mundu fjármagna fjögurra ára áframhaldandi dvöl sovésks herliðs í austurhluta lands- ins, heimsendingu þess og byggingu hús- næðis yfir hermennina heima fyrir, að lokinni herþjónustu. Atburðirnir tóku völdin af öllum sem reyndu að setja upp skynsamlegar tímaáætlanir. Meira að segja Kohl kanslari, sem varð að athlægi fyrir bjartsýni sína í fyrstu áætlunum um sameininguna, átti fullt í fangi með að fylgjast með hraða atburðanna og setja fram nýjar áætlanir, sem færðu samein- ingaráfangana fram nógu hratt í takt við það sem Þjóðverjar vildu austan megin og vestan og reyndist þó mögulegt að fá samþykki fyrir í alþjóðlegu samhengi. Sósíaldemókratar reyndu að hægja á þróuninni - og það var rúllað yfir þá. Þýski seðlabankinn - alþjóðlegt tákn staðfestu, styrkleika og sjálfstæðis sem ævinlega stendur óhagganlegt í svipti- vindum stjórnmálaatburða og sveiflna á alþjóðlegum mörkuðum - reyndi að spyrna við fótum gegn ótímabærri myntsameiningu, sem hlyti að leiða til verðbólgu og dýrtíðar. A tveimur vikum var rúllað yfir hann líka, þótt ekkert veki Þjóðverjum meiri ógn en verðbólga og óstöðugleiki í gengi marksins. Þýskaland hefur þegar verið formlega sameinað. Þessa dagana eru Þjóðverjar að kjósa sér þá ríkisstjórn sem mun reyna að ná full- um tökum á þróun hins sameinaða ríkis. Litháar lýstu yfir sjálfstæði sínu 11. mars. Landsbergis, forseti landsins, hefur ásamt Prunskiene forsætisráðherra unnið kappsamlega að því að fá viðurkenningu á sjálfstæði landsins. Þar er mikið verk framundan og mun reyna til hins ítrasta á innviði hins vest- ur-þýska sambandsríkis. Ennfremur þarf að vinna á kvíða og tortryggni nágranna- þjóðanna, innan EB og utan, sem á grundvelli fortíðarinnar óttast það aukna vægi sem sameinað Þýskaland mun hafa í samfélagi þjóðanna. Þetta var árið sem Gorbatsjov fékk friðarverðlaun Nobels. Almenningur í Sovétríkjunum lét sér fátt um finnast, en Gennadij Gerasimov, talsmaður forset- ans, minnti á að þetta væru ekki verð- laun fyrir hagfræði. Hvarvetna blasti við efnahagslegt hrun. Miðstýrður áætlunar- búskapur var hættur að verka en enginn þorði að innleiða markaðsbúskap í stað- inn með miðstýrðum aðferðum. Boris Jeltsín, nýorðinn forseti Rússlands, tók loks af skarið og tók stökkið út í óviss- una með heitstrengingu um að innleiða markaðsbúskap á 500 dögum. Á sama tíma hrikti í öllum innviðum Sovétsam- veldisins, þjóðernissinnar juku áhrif sín eða tóku völdin í hverju ríkinu af öðru og kröfðust sjálfstæðis. Sovétveldið er í upplausn - á því er enginn vafi. Enn er möguleiki að tengja einhver af þessum ríkjum saman í einhvers konar efnahags- bandalag. Eystrasaltsríkin og sennilega mörg önnur á jöðrum Sovétveldisins munu þó kjósa að standa utan slíks ríkja- bandalags. Litháar lýstu yfir sjálfstæði sínu 11. mars. Lettar og Eistar hafa farið aðeins hægar í sakirnar, en þó gert ljóst að þeir stefna að sama markmiði og Litháar. Músíkprófessorinn Landsbergis, forseti landsins, og forsætisráðherrann frú Prunskiene - sem gaf sér tíma til mitt í darraðardansinum til að gifta sig rúm- lega fimmtug að aldri - hafa unnið kapp- samlega að því að vinna landi sínu viður- kenningu og koma því aftur á landakort- HEIMSMYND 29
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.