Heimsmynd - 01.12.1990, Blaðsíða 67

Heimsmynd - 01.12.1990, Blaðsíða 67
safnaðarsamkomum. Það kemur auðvitað ekki á óvart að margir textar í biblíunni lýsi undirgefni kvenna og veldi karla, þegar textarnir eru ritaðir út frá sjónarhorni feðraveldis. En í guðspjöllunum er líka að finna dæmi um frelsun kvenna og þessum jákvæða boðskap leitast kvennaguðfræðingar við að koma til skila. Þær benda okkur á að kristindómurinn sé fyrir konur, jafnvel þótt þær eigi stundum erfitt með að sætta sig við kirkjuna eins og hún er. Það er athyglisvert að kvennaguðfræðin hefur sameinað bæði kaþólskar konur og konur úr hópi mótmælenda. Hún ætti heldur ekki að þurfa að verða sundrandi afl innan ís- lensku þjóðkirkjunnar, sú áhersla sem íslenskir kvenprestar hafa lagt á að ná á einfaldan, manneskjulegan hátt til fólksins ætti einmitt að geta hjálpað kirkjunni út úr þeim vanda sem hún virðist vera í. Kvennaguðfræðingarnir vekja meðal annars athygli á þeim konum sem sagt er frá í guðspjöllunum. I Lúkasarguðspjalli og víðar eru nefndar konur sem slógust í för með lærisveinun- um og virðast hafa verið eins konar „kvenfélagskonur" síns tíma. En frelsarinn sjálfur talaði líka við konur og hann talaði til þeirra með virðingu. Flestir þekkja söguna úr Lúkasarguð- spjalli um systurnar Mörtu og Maríu í Betaníu . Marta vann heimilisstörf meðan María, systir hennar, sat við fót- skör Jesú og lærði fræði hans, en gyðingakonur fengu annars ekki að nema trúarleg fræði. Þegar Marta kvartaði undan því að systir hennar hjálpaði henni ekki við hússtörfin, sagði Jesú henni að María hefði valið góða hlutann sem ekki yrði frá henni tekinn. I Jóhann- esarguðspjalli, þegar Lasar- us, bróðir þeirra, er reistur upp frá dauðum, á Marta síðan svolítið guðfræðilegt samtal við Jesú þar sem hún játar trú sína á hann og segir: „Eg trúi að þú sért Kristur, Guðs sonur sem koma skal í heiminn." Kvennaguðfræðingar segja að þessi játning sé engu ómerkari en játning Péturs, sem æðstu embætti kirkj- unnar hafa byggst á. I Jó- hannesarguðspjalli er líka önnur lítil, merkileg saga. Þar segir frá samtali sem Jesú átti við samverska konu við brunn. Eftir það samtal fór konan og boðaði meðal vantrúaðra að hún hafi talað við Messías, þar er kona í hlutverki trú- boða. Síðast en ekki síst verður að nefna Maríu Magdalenu, sem falið var að segja frá upprisunni. Það er rétt að Páll post- uli sagði konum á einum stað að hafa hægt um sig. En því má heldur ekki gleyma að hann boðar jafn- rétti meðal kristinna manna í bréfi sínu til Galata- manna, gyðingar og grískir, þrælar og frjálsir, karlar og konur skulu vera sem einn maður í kristnu samfélagi. Mikilvægast er þó að sög- urnar um samskipti Jesú við konur sýna að hann ætl- aði sér aldrei að þagga nið- ur í þeim, þvert á móti. Það geta konur haft í huga á að- ventu, þegar þær eru ann- ars fyrst og fremst í hlut- verki hinnar Mörtu, áhyggjufullar og mæðast í mörgu.D HEIMSMYND 67
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.