Heimsmynd - 01.12.1990, Blaðsíða 43

Heimsmynd - 01.12.1990, Blaðsíða 43
frá því að Stillman var á Harvard þar sem yfirstéttarpíur nú- tímans þekki ekki Fourier og þaðan af síður Lionel Trilling sem þær myndu rugla saman við Lionel Richie. Þá séu fæstar þeirra hreinar meyjar. Breski gagnrýnandinn segist hafa kynnst mörgum úr þeim þjóðfélagshópi sem Stillman er að lýsa og kannast ekkert við þessa mynd sem hann dregur upp. Þvert á móti segir hann að þetta fólk drekki mikið og fari oft á salernið til að fá sér kóka- ínrönd í nös. Einn vinsælasti samastaður þessara ungmenna var til skamms tíma barinn Dorian’s Red Hand á Manhattan. Kvöld eitt fyrir nokkrum árum fór einn gestanna sem sótti staðinn reglulega, smávaxin, ung stúlka að nafni Jennifer Lev- in, út með öðrum fastagesti, hávöxnum og myndarlegum manni að nafni Robert Chambers. Morguninn eftir fannst lík Levins í Central Park. Hún hafði verið bundin og kyrkt. Við handtökuna sagði Chambers að þetta hafi verið slys og afleið- ing hörkulegra samfara. I síðdegisblöðunum voru sláandi fyr- irsagnir um yfirstéttarmorðið. Chambers var sekur fundinn og situr enn í fangelsi. En þessi viðbjóður er víðsfjarri persónunum í mynd Stillm- ans. Þær eru allt of uppteknar af franskri heimspeki, dans- leikjum og þeim erfiðleikum sem blasa við yfirstéttinni. „Við erum fyrirfram dæmd,“ segir ein söguhetjan. „Það tala allir um hversu auðvelt sé að ná toppnum í bandarísku samfélagi en það gleymist hve auðvelt er að hrapa niður.“ Og af fáum stendur þessu kúltíveraða fólki meiri stuggur en VATNS ER ÞORF eftir Sigurjón Rist Ómissandi handbók um ár og vötn á íslandi BÓKAÚTGÁFA MENNINGASJÓÐS Skálholtsstíg 7 STYTTU ÞÉR LEIÐ TIL LÍFSGÆDA! VINNINGASKRÁ FYRIR ÁRIÐ 1991: 9 vinn. á kr. 5.000.000, 108 vinn. á kr. 2.000.000, 324 vinn. á kr. 250.000, 1.953 vir 13.797 vinn. á kr. 25.000, 118.575 vinn. á kr. 12.000, 234 aukavinn. á kr. 50.000. Samtals 135.000 vinn. á kr. 2.268.000.000. HAPPDRÆTTI HÁSKÓLA ÍSLANDS vænlegast til vinnings in. á kr. 75.000, þeim nýríku sem ógna tilvist þeirra með einum eða öðrum hætti, Donöldum samtímans. Það er eins og það hafi gleymt eigin uppruna. Rjómi bandarískrar yfirstéttar, Rockefeller- fjöskyldan, Fordfólkið, Carnegie og Du Point ættirnar, á auð- legð sína að rekja til manna sem voru ekkert síður sólgnir í gróða og áhrif en hinir nýríku nú. Það er ekki út í bláinn sem viðurnefnið rœningjabarónar festist við kapítalista á 19. öld. Þeir voru taldir stunda skefjalaust arðrán í augðunarskyni, mútuðu pólitíkusum, héldu fram hjá eiginkonunum á sama tíma og þeir höfðu vit á því að framleiða vöru sem fólk vildi kaupa. Það var ekki fyrr en eftir dauða sinn sem ræningjabarónar fengu uppreisn æru. Auðlegðinni sem ekki var sólundað af veikgeðja afkomendum var varið til góðgerðarstarfsemi þar sem nöfn þeirra voru gerð ódauðleg með stofnun Ford Foundation, Rockefeller Foundation og Carnegie Institution. Bandarískt menntakerfi og helstu listasöfn landsins byggja á þeim grunni sem ræningjabarónarnir reistu. En kúltúrboltinn Whit Stillman er ekkert að velta þessu fyrir sér. I nýlegu blaðaviðtali sagði hann: „Ég er mér meðvitaður um erfiðleika og óhamingju ríka fólksins.“ Þær þúsundir vesalinga sem eigra um öngstræti og breiðgöt- ur Manhattan vildu án efa þekkja þá erfiðleika og þá óham- ingju sem eru viðfangsefni Stillmans í Metropolitan og hinir snobbuðu í öllum stéttum sleikja út um.D
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.