Heimsmynd - 01.12.1990, Blaðsíða 112

Heimsmynd - 01.12.1990, Blaðsíða 112
ræðnanna og því dregið skakkar ályktan- ir. Hið sanna er að hann er varaforseti Alumax og hefur fylgst með samningun- um frá upphafi og tekið þátt í þeim. Þeg- ar svo Per Olav Aronson, forstjóri sænska fyrirtækisins Granges, kvað enn fastar að orði í viðtali í sænska útvarpinu um að kapphlaup íslenskra stjórnmála- manna um persónulegan ávinning af málinu væri að stofna samningagerðinni allri í voða, var ekki lengur hægt að leiða þetta hjá sér hér heima - nema með þögninni. Þó var gefið í skyn að Gránges væri ijárhagslega illa statt og gæti verið að finna sér leið til að bakka út úr máhnu. Hitt varast menn eins og heitan eldinn hér heima að viðurkenna að útlendum viðsemjendum muni þykja einkennilegt að fá fréttir af því að þeirra undirskrift eigi að þykja merkur áfangi þar sem þeir hafi í fyrsta sinn skuldbundið sig með undirskriftum, en að báðar íslensku und- irskriftirnar séu ómerkar, Jón Sigurðs- son hafi ekki skuldbundið ríkisstjórnina og Jóhannes Nordal ekki skuldbundið Landsvirkjun. Frammámaður í Sjálfstæðisflokknum sagði að þar á bæ óttuðust menn að ef ekki fyndist einhver leið til að bjarga andlitinu í samningunum fram undan yrði sökin hengd á Sjálfstæðisflokkinn og Davíð. Um orkuverðið yrði engu breytt héðan af. Hins vegar væri hugsanlegt að í þeim tveimur mikilsverðu atriðum, sem allir eru sammála um að ósamið hefði verið um, það er annars vegar tryggingu fyrir orkukaupum og hins vegar endur- skoðunarákvæði, ef þróun orkuverðs og alþjóðafjármála verða mjög á aðra lund en gert er ráð fyrir í forsendum samn- ingsins, væri hægt að ná fram atriðum, sem meirihluti stjórnar Landsvirkjunar gæti þakkað sér, meðan Jón Sigurðsson og kratar segðu einfaldlega að um þetta hefði verið ósamið. Það væri hins vegar ekki traustvekjandi fyrir hina erlendu aðila ef íslenskir stjórnmálamenn héldu áfram að túlka samninga á tvo vegu og jafnvel draga inn í kosningabaráttu. Annar frammámaður í Sjálfstæðis- flokknum segir að þessi „ágreiningur“ snúist bara um mismunandi hormóna- starfsemi Jóns Sigurðssonar og Davíðs Oddssonar og hljóti að verða leystur með einhverju „yfirklóri“ fyrir fundinn 9. desember. Hinu geti hann ekki trúað að málinu verði endanlega klúðrað. í húfi sé ekki bara spurningin um hagvöxt næstu árin og aukinn hraða í gangverki efnahagslífsins. Nái málið ekki fram að ganga nú verði útilokað um fyrirsjáan- lega framtíð að .lokka nokkur stóriðju- fyrirtæki hingað til lands til samstarfs um orkusölu. Ábyrgir menn í öllum flokkum muni ekki leyfa metnaði tveggja ein- staklinga og pólitískum hringlandahætti forsætisráðherra að spilla málinu endan- lega. Það er hins vegar ljóst að nú setja ýmsir lykilmenn í Sjálfstæðisflokknum stórt spurningarmerki við pólitíska dóm- greind Davíðs Oddssonar.D Skiptimarkaður- inn. . . framhald af bls. 103 Kona, sem einnig starfar í heilbrigðis- geiranum, segir frá atviki sem henti hana ekki alls fyrir löngu. Þá var hún við framhaldsnám erlendis og það var nokk- uð stór íslendinganýlenda við skólann og hélt mjög hópinn eins og gjarnan tíðkast hjá íslendingum erlendis. „Þetta var kát- ur og glaður og frjálslyndur hópur. Hversu frjálslyndur var ekki öllum ljóst fyrr en allt í einu blossaði upp kynsjúk- dómur sem lagði hálfa nýlenduna undir sig. Við athugun kom í ljós að ein stelp- an hafði skroppið til hafnarborgar þar nærri og eytt nótt með ókunnugum manni. Hún var trúlofuð einum náms- manninum, en hann var heldur ekki við eina fjölina felldur. Og þetta breiddist út á örskömmum tíma. Með þeirri hringr- ás, sem hér er á skiptimarkaðnum, geta svona hlutir borist hratt á milli aðila. Og þótt dregið hafi úr alnæmismiti síðustu árin er engin ástæða til að taka neina áhættu." Er þetta dæmigert fyrir íslenskt frjáls- ræði eða enn eitt dæmið um það kæru- leysi og „kynferðislegan subbuskap", sem menntakonan taldi séríslenskt ein- kenni? Bandaríkjamenn standa fremstir allra þjóða í athugunum og könnunum á þessum málum og nýlegar amerískar rannsóknir benda ekki til að íslendingar skeri sig sérstaklega úr öðrum þjóðum í þessum efnum. Alnæmi hefur náð meiri útbreiðslu í Bandaríkjunum en víðast hvar annars staðar og mikill og sterkur áróður verið rekinn fyrir því um árabil að aðeins ábyrgt kynlíf sé ánægjulegt kynlíf. Margt bendir til að áhættuhóp- arnir, samkynhneigðir og dópistar, hafi tekið fræðslu- og hræðsluáróðurinn al- varlega. En nú breiðist sjúkdómurinn hratt út meðal kynvísra. Þriðja hver bandarísk kona, sem hefur alnæmi í dag, smitaðist við venjulegar samfarir. Fyrir níu árum voru þær aðeins þrjár af hundr- aði. Af einhverjum ástæðum virðist kon- um hættara við smiti af körlum en körl- um af konum. Því er það í fyrsta sinn síðan á sjötta áratugnum, að konan fór að geta sjálf stjórnað þungun sinni, að hún er aftur upp á karla komin, á heilsu sína undir því að þeir „verndi“ hana fyrir sýkingu með notkun smokks. Þessi óvænta útkoma kynlífsbyltingárinnar hefur orðið til að leiða í ljós kynjamun- inn, sem enn gegnsýrir þjóðfélög okkar - munur sem hindrar konuna í að setja eigin heilsu ofar karlmannsstolti elsk- huga síns, hefur áhrif á gæði og markmið alnæmisfræðslu og jafnvel að hverju rannsóknir á sjúkdómnum og möguleg- um hindrunaraðgerðum við honum bein- ast. í könnun, sem var nýlega gerð meðal háskólastúdenta í Suður-Kaliforníu og birtist í hinu virta læknariti New England Journal of Medicin, koip í ljós að 34 pró- sent karla og tíu prósent kvenna viður- kenndu að hafa logið að mótaðila sínum til að kveða niður efasemdir um öryggi gagnvart getnaði eða sjúkdómum. Sextíu og átta prósent karlanna og 59 prósent kvennanna sögðu að ef þau væru í sam- böndum við fleiri en einn aðila á sama tíma mundu þau halda því leyndu fyrir elskhugum sínum. Það sem þótti þó hvað geigvænlegast í könnuninni var að 20 prósent strákanna voru tilbúin til að lýsa því yfir til að fá vilja sínum fram- gengt, að þeir hefðu farið í alnæmispróf og mælst neikvæðir, en aðeins 4 prósent kvennanna hefðu leyft sér slíkar fullyrð- ingar. En ef þessir stúdentar eru eins og aðrir Ameríkanar undir 35 ára aldri, not- ar minna en þriðjungur þeirra smokk sem almenna reglu. Niðurstaða þessarar könnunar er því sú, að það er engum að treysta nema sjálfum sér eða félaga sem maður nauðaþekkir - og jafnvel þeir geta brugðist trausti. Ennfremur virðist óhætt að álykta að „subbuskapur í kyn- ferðismálum", það er kynlíf án ábyrgðar og umhugsunar, er ekki séríslenskt fyrir- brigði, heldur mjög sennilega fremur regla en undantekning, víðast um heims- byggðina. Það skortir kannanir í þessum málum hér á landi. Hins vegar fullyrða margir karlmenn að konur hiki ekki við að ljúga að þær séu á pillunni til að koma í veg fyrir að skyndikynni fari út um þúf- ur. Þess eru mörg dæmi að bæði giftir karlmenn og ógiftir hafi orðið fyrir barð- inu á slíkum ósannindum. En það firrir þá ekki ábyrgð og hið stutta gaman getur dregið áratuga dilk á eftir sér. Ef ástandið er eitthvað svipað hér og í Bandaríkjunum, gæti niðursveiflan, sem hefur verið undanfarið í alnæmissmiti, fljótlega snúist við aftur. En það er fátt eitt vitað um kynhegðun Islendinga. Fyr- ir nokkrum árum, meðan óttinn við al- næmið var í hápunkti, stóð til að gera ís- lenska Kinsey-skýrslu, en strandaði þó á því að engir fjármunir fengust til verks- ins, sem óhjákvæmilega verður nokkuð dýrt. Nú þegar þetta virðist ekki lengur svo brýnt, er enn minni áhugi hjá fjár- veitingavaldinu. Nýtt alnæmissmit er orðið fátíðara en fyrir nokkrum árum, eins og tvö á ári. Að sögn Sigurðar Guð- mundssonar, húðsjúkdómalæknis og eins helsta sérfræðings okkar í þessum mál- um, telja menn sig vera búna að kort- leggja sjúkdóminn nokkuð rækilega. Það sem sé að gerast núna sé að þeir, sem þegar hafa tekið veikina, séu að fá alvar- legri einkenni og leggjast inn eða deyja. Því megi jafnvel búast við að sjúklingum fari fækkandi. Hins vegar aukist þá and- varaleysið. Hræðslufræðsla missi marks og menn hætti að trúa, þegar smit fer að heyra til undantekninga. Hins vegar hafi líka dregið úr almennu kynfræðslunni í skólakerfinu og áhuginn minnki, þegar ekki er hætta á faraldri til að benda á. 112 HEIMSMYND
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.